Íslendingur


Íslendingur - 18.05.2002, Page 6

Íslendingur - 18.05.2002, Page 6
FRRSFEL FORYSTR TSLBNDTNGLJR „Reynsluboltirm” Steingrímur Eins og fram hefur kom- iö í kosningabaráttunni er það yfirlýst markmiö D-listans aö halda þeim fimm mönnum sem hann hefur nú í bæjarstjóm. Niöurstöður skoðanakannana gefa til kynna að þetta er raunhæft markmið og því engum blöðum um það að fletta að Steingrímur Birgisson, sem skipar 5. sæti D-listans, er í baráttusæti. Steingrimur hefur verið varabæjarfull- trúi frá 1998 en kom inn sem bæjarfull- trúi í ágúst í fyrra. Hann situr í íþrótta- og tómstundaráði og var í stjóm Vetr- aríþróttamiðstöðvar lslands 1995-99. Steingrímur er því langreyndastur þeirra sem em i baráttusæti á fram- boðslistunum fimm, þótt reynt hafi ver- ið að halda öðm að kjósendum. Hafa skal þaö sem sannara reynist... Skamm, Framsókn! Baráttuaðferð Framsóknarflokksins á Akureyri hefur vakið verðskuldaöa at- hygli - en jafnframt reiði margra bæjar- búa. Baráttuaðferðin felst í þvi að bijóta niður það sem vel hefur verið gert og reyna að fá Akureyringa til að trúa því aö hér sé allt á hvínandi kúp- unni. „Sjö mínútur til vinnu — hvaða vinnu?” er eitt slagorðið þeirra, þrátt fyrir það að atvinnuástand í bænum sé miklu betra nú en þegar Framsókn „skilaði af sér” í lok siðasta kjörtímabils. Upphrópanir á borð við „Obb, bobb, bobb” og fullyrðingar um sukk og óráðsíu eru fleiri dæmi um „vopn” Framsóknar í kosningabaráttunni. Svona baráttuaðferð er eins langt frá því að vera málefnaleg og hugsast getur. Hún er óvirðing við bæjarbúa, hvaða stjómmálastefnu sem þeir fylgja. Það sem Akureyri þarfnast síst er að endurvekja barlóms-kórinn sem hér ætlaði allt aö drepa á valdatíma Fram- sóknar. Því segjum við bara: Skamm, Framsókn! Svona gerir maður ekki... Ofsögum sagt! Valgerður H. Bjamadóttir, oddviti og bæjarstjóraefni Vinstri-grænna, hljóp illa á sig á dögunum. Þá hélt hún því fram í sjónvarpsviðtali að tugir eldri borgara lægju helsjúkir heima hjá sér - og það án þess aö fá hina minnstu um- önnun! Oddviti Akureyrarlistans, Asgeir Magnússon, sá sig knúinn til að leið- rétta ummæli jafnréttisstýrunnar og skamma hana duglega. Hann benti rétt- lega á að allt fársjúkt fólk, óháð aldri, væri lagt inn á FSA til umönnunar og þeir eldri borgarar sem eftir því óskuðu fengju heimaþjónustu og heimahjúkrun. Og þá veit Valgerður það... Traust umgjörð um fólkið og fyrirtækin Laufey Petrea Magnúsdóttir er í sjötta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 25. maí. Laufey er aðstoðarskólameistari Menntaskólans á Akureyri og er að stíga sín fyrstu skref i stjórnmálum. „Mér finnst mjög spennandi að fá tækifæri til að hafa áhrif á gang mála og þess vegna ákvað ég að taka þessari áskorun, enda mikilvægt að konur séu virkar og sýnilegar á þessu sviði eins og öðrum,” segir Laufey Petrea meðal annars i viðtali við íslending. Spennandi tækifæri Laufey Petrea hefur ekki áður tekið þátt í stjórnmálum en ákvað aö taka áskorun nú og láta til sin taka á ýmsum sviðum. En hvers vegna ákvað hún að gefa kost á sér i eitt af efstu sætunum á lista Sjálfstæðisflokksins? „Það var ekki einföld ákvörðun,” segir hún. „Ég hef aldrei tekiö þátt i pólitísku starfi og ekki verið í neinum flokki. Mér finnst reyndar erfitt aö staðsetja mig ná- kvæmlega í því litrófi öllu saman. Ég studdi Kvennalistann á sínum tima og hef alla tíö veriö afar jafnréttissinnuö. Konur eiga að hafa sömu möguleika og karlar til þess að velja sér farveg i einkalifi og starfi. Frelsi til þess að velja óháð kyni og áherslan á mikilvægi þess aö einstak- lingurinn fá sem best notið sín í sam- félagi við aðra fellur ágætlega að hugmyndafræði sjálfstæðisstefnunn- ar. Mér finnst mjög spennandi að fá tækifæri til að hafa áhrif á gang mála og þess vegna ákvað ég taka þessari áskorun, enda mikilvægt að konur séu virkar og sýnilegar á þessu sviöi eins og öðrum. Ég vona að ég geti látiö gott af mér leiöa í málefnum bæjarins.” Það er annriki framundan hjá Laufeyju því hún er ekki einungis að hella sér út í kosningabaráttuna, heldur standa þau hjónin i flutning- um og að auki er mikiö aö gera í kreQandi starfi aöstoðarskólameist- ara. Annríkið verður þvi talsvert hjá henni á næstu vikum en Laufey er greinilega alveg ákveðin i að taka þátt í baráttunni af fullum krafti og heilum hug. Hún vill samt ekkert fullyrða um fram- haldið og hvort pólitikin veröi „framtiöar- starf' hjá henni. „Timinn veröur aö leiða þaö í Ijós, ég tek eitt skref í einu. Þetta verður ör- ugglega heilmikil lífsreynsla og alltaf spenn- andi að prófa eitthvað nýtt.” Akureyringur og skólamanneskja Laufey Petrea er Akureyringur í húð og hár, fædd á Akureyri 7. júli 1962, og hefur búið á Akureyri alla sina tíð ef undan eru skilin námsárin í Háskóla Islands. Hún er ekki bara Akureyringur, heidur skólamanneskja fram í fingurgóma og ef til vill eins konar samnefn- ari fyrir „skólabæinn Akureyri”. Hún lauk stúdentsprófi frá MA 1982, síðan B.A.-prófi í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla íslands, auk kennslurétt- inda og lagöi áherslu á námsráð- gjöf i námi sínu. Fyrsta árið eftir háskólanám starfaði Laufey sem deildarstjóri á leikskóla i Reykjavík en hugurinn leitaði þó alltaf heim. „Ég var með mikla heimþrá öll árin fyrir sunnan,” segir hún og bætir við að Akureyri sé besti bær í heimi. Það leið heldur ekki á löngu þar til hún sneri aftur heim og réð sig sem náms- ráðgjafa, fyrst við báöa framhaldsskólana í eitt ár en þurfti síðan aö gera þaö upp viö sig í hvorum skólanum hún vildi starfa. „Mér líkaði mjög vel í báðum skólunum og fannst frábært að fá að kynnast starfinu í VMA, en MA átti meiri itök í mér og þess vegna ákvaö ég að ráða mig i fullt starf við MA.” Hún hefur starfaö viö skólann síöan, fyrst við námsráðgjöf í fimm ár, kenndi sfðan sálfræði og félagsfræöi i tvö ár en tók svo að sér starf áfangastjóra 1996. í fyrravetur var Laufey í meistaranámi við Kennaraháskólann og hef- ur nú í vetur gegnt starfi aðstoðarskóla- meistara Menntaskólans i námsleyfi hans. Laufey Petrea reynir að verja sem mestum frítíma með fjölskyldunni. Hér er hún í faðmi fjölskyldunnar. Eiginmaður hennar er Hallur Jónas Stefánsson offsett- prentari og börn þcirra Arnór Egill og Asa Sigriður. Mörg spennandi mál Greinilegt er á náms- og starfsferli Laufeyjar að hún er fýrst og fremst skólamanneskja, eins og hún viöurkennir sjálf. „Já, ég myndi segja að mitt megin áhugasvið séu uppeldis- og skólamálin. Fátt er meira gefandi en aö vinna meö börnum og unglingum og ég er afar þakklát fyrir að hafa fengiö aö starfa með öllu þvf ágæta unga fólki sem stundað hefur nám í MA. En aðrir málaflokkar eru líka mjög áhugaverðir, sumir tengjast skóla- málunum mikið, svo sem fjölskyldu-, íþrótta og æskulýðsmál. Þá er einnig mikilvægt að vinna vel að atvinnu- og öldrunarmálum, við veröum aö hugsa fram i tímann í málefnum aldraðra þar sem öldruðum mun fjölga veru- „Fátt er meira gefandi en að vinna með börnum og unglingum og ég er afar þakklát fyrir að hafa fengið að starfa með öllu þvi ágæta unga fólki sem stundað hefur nám í MA,” segir Laufey Petrea Magnúsdóttir að- stoðarskólameistari MA. lega á komandi árum. Atvinnumálin eru ef til vill sá málaflokkur sem brennur hvað mest á fólki. Öll viljum við hafa ttygga atvinnu og öflugt atvinnulíf er sá grundvöllur sem af- koma Qölskyldunnar byggist á og er að sjálf- sögðu ein meginforsenda þess að bærinn okkar eflist og íbúum Qölgi.” Eigum aö skapa góöan jarðveg „Ég held að þeir geti legið vi'ða,” svarar Lauf- ey, spurð um sóknarmöguleika Akureyrar. Hún bendir fyrst á Háskólann á Akureyri og mikilvægi hans fyrir samfélagiö hér og at- vinnulífið i bænum. „Sumir hugsa um Há- skólann sem vettvang fyrir háskólamenntað fólk sem ræðst þangað til starfa, en það má ekki gleyma þvi að starfs- fólki og nemendum skólanna iylgja heilmikil margfeldisáhrif. Háskólinn skapar i raun atvinnu fyrir flestar starfsstéttir í bænum." Auk Háskól- ans bendir hún á framhaldsskólana og allan þann fjölda fólks sem þar nemur og starfar. „Siöan er Akureyri að sækja mjög i sig veörið sem spennandi valkostur fyrir ferða- menn jafnt sumar sem vetur og þar eigum viö mikiö inni.” Sérðu fyrir þér að hlutverk bæj- arfélagsins sjálfs sé mikið í þessu sambandi? Er margt sem bærinn getur gert til aö ýta undir á þessum sviðum? „Já, mér finnst bæjarfélagið eiga fyrst og fremst aö einbeita sér aö því að vera sá góði jarðvegur sem fólk hefur áhuga á að skjóta rótum í. Að fólk hafi áhuga á að stofna hér fyrirtæki og koma af staö atvinnurekstri. Bæjarfélagið þarf að hlúa mjög vel að þeirri umgjörð sem við viljum hafa um bæði fólk og fyrirtæki og veita bæjarbúum sem besta þjónustu. Ég held hins vegar að það sé ekki á verksviði bæjarfélagsins sem slíks aö standa fyrir stofnun og rekstri fyrirtækja, en að sjálfsögðu á bærinn að vera þessi um- gjörð sem ég nefndi áðan — þaö verður að vera ákjósanlegt fyrir okkur að búa hér og fysilegt fyrir sem flesta að flytja hingað. Mér þykir afar vænt um bæinn minn og vil sjá hann vaxa og dafna sem mest og best,” seg- ir Laufey Petrea Magnúsdóttir aðstoöar- skólameistari og frambjóðandi í bæjar- stjórnarkosningunum. 6

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.