Faxi


Faxi - 01.03.1942, Blaðsíða 2

Faxi - 01.03.1942, Blaðsíða 2
F A X I RAGNAR GUÐLEIFSSON. Samtök og samvinna í Keflavík i. Reykjanesskaginn er einhver gróðursnauðasti blettur á þessu landi. Mikill hluti láglendisíns er þakinn hrauni, sem á stöku stað er vaxið lyngi og kjarri en mestur hluti hraunsins er vaxið mosa eða gróðurlaust með öliu. Þegar hraununum sleppir taka við gróðurlitlir melar og móar, en aðeins mjög lítill hluti er ræktað land. En þó landið sé hrjóstrugt, hefur byggð verið á þessum skaga frá því á dögum Ingólfs, en um sögu þeirra, er hér hafa búið á liðnum öldum yitum við lítið, því sú" saga hefur eigi, ver- ið færð í letur. Eigi heldur vit- um við neitt hvernig landið hefur litið út á ýmsum tímum, því um það hefur ekkert verið skráð, og mætti ef til vill af þessu ráða, að íbúar skagans hefðu ekki metið hann meira en Steinunn gamla frændkona Ingólfs, er gaf honum heklu flekkótta, er hann vildi gefa henni Rosmhvalanes allt fyrir utan Hvassahraun og vildi hún kaup kalla. Önnur skýring á því, að saga þessa landshluta hefur eigi ver- ið skrifuð er þessi: Framan af öldum var landbúnaður aðal- atvinnuvegur Islendinga. Menn settust að og reystu þar búj sem landkostir voru beztir. Hér á þessum skaga voru þau skilyrði ekki fyrir hendi, að stór höfuðból væru byggð, því land- ið var gróðurlítið og erfitt til ræktunar. Aftur á móti voru hér auðug fiskimið skamint undan landi. Snemma á tímum hafa því höfðingjar sveitanna sent hús- karla sína til sjávar hér á Reykjanesskaganum til þess að afla bjargar í búin. Húskarl- arnir lágu við í verbúðunum meðan vertíð stóð yfir, en að henni lokinni fluttu þeir aflann heim í sveitina. — Skálholts- biskupar höfðu t. d. um langan aldur ;aðalútræði í Grindavík, og vegna skreiðar sinnar, sem þá var útflutningsvara, fengu þeir því til vegar komið, að þar var settur kaupstaður. Þegar tímar iiðu breyttist byggðin í sveitinni, búin urðu fleiri en smærri. Þegar illa ár- aði til sveita og fátækir bænd- ur flosnuðu upp frá búum sin- um, þá leituðu þeir bjargar við sjóinn og settust þar að. Þessi flutningur bítindanna og gömlu yerbúðii-nar eru fyrsti vísir þorpanna og kauptúnanna við sjóinn. Byggð þessi við sjóinn var þo framan af aldrei stöðug, því stundum gat sjórinn brugðizt. Fiskurinn gekk ekki allt af á. grunnmiðin, en tæki öll ófull- komin lil þess að sækja liann á djúpmiðin eins og nú er gert. — Seglalaus árabátur var fyrsta fleyta íslenzka fiski- mannsins. — Þá komu aflaleysisárin. Fólk- ið flykktist áftur til sveitanna, oft þá sem förumenn, sem hvergi áttu heimili. Víða sjást hér rústir bæja og búða, sem lagst hafa í eyði á þessu tíma- bili, og til eru örnefni, er benda á byggð, sem nú er horfin. I slíku umhverfi, sem hér hefur verið lýst, eiga fræðiiðk- anir og ritstörf erfitt uppdrátt- ar, og er ekki ósennilegt, að einmitt hin crfiðu lífsskjör manna við sjóinn, hin hvikula byggð og tíðu fólksflutningar til og frá sjónum samfara er- lendri kúgun seinni alda, séu orsök þess, að saga þessa byggð- arlags hefur eigi verið færð í letur, og við vitum minna um það sem gerzt hefur hér á liðn- um öldum en víðast annarsstað- ar á landinu. Byggð okkar liggur í þjóð- braut. Frá því á landnámstíð og fram á þennan dag hafa all- ar þær menningarstefnur og straumar, er til landsins hafa borizt farið framhjá þessum skaga og í flestum tilfellum án þess, að þeim hafi skolað hér á land, eða áhrifa þeirra hafi gætt, svo nokkru nemi, í lífi fólksins. Ibúar þessa skaga hafa þannig orðið afskiptir þeirra á- vaxta er menningarstefnur þessar hafa borið annarstaðar á landinu og komið hafa fram í meiri þekkingu og víðsýni, sem leitt hefur af sér meiri tækni og aukin lífsþægindi. Við sem þennan skaga byggj- um höfum þvk af þessum ástæð- um, til skamms tíma verið minna metnir af samlöndum okkar en flestir aðrir lands- menn og verið álitnir standa skör lægra menningarlega en þeir. Því verður ekki á móti mælt að við nokkur rök hefur þessi skoðun að styðjast. En allt á sínar orsakir og svo er einnig hér, og hef ég að nokkru rakið þær hér að fram- an. En aðalástæðuna fyrir því hve mjög við höfum farið á mis við menningu seinni tíma tel ég vera hina langvarandi kúgun hins erlenda valds er hér réði lögum um langan aldur og þekkt er undir nafninu Bessa- staðavaldið, og þá má einnig minna á áhrif hinna erlendu kaupmanna, er í skjóli Bessa- staðavaldsins voru sterkari hér en víða annarstaðar, og nægir þar að nefna sem dæmi með- ferð þeirra á fólkinu er kemur í ljós af frásögninni um viður- eign Skúla fógeta við kaup- mennina á Bátsendum. En þrátt fyrir allt hafa þó á síðustu árum verið gerðar hér tilraunir til félagslegra sam- taka, en þær tilraunir hafa all- ar verið frumstæðar og borið meiri vott um félagsþörf en fé- lagsþroska. I eftirfarandi köflum mun ég leitast við að skýra frá nokkr- um slíkum tilraunum* lil félags- samtaka hér í Keflavík frá því laust eftir síðustu aldamót og til síðustu ára. Framh.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.