Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1942, Blaðsíða 3

Faxi - 01.12.1942, Blaðsíða 3
F A X I 3 ákveðið, aö fara eftir tillögum Rafmagnseftirlits, og skipta hér um straum og spennu næsta sumar. Er þegar búið að ganga frá og senda áleiðis pöntun á því efni, sem til breytinganna þarf, og sumt af því hefur þeg- ar verið keypt. Ef unnt reynist, þrátt fyrir styrjöldina, að fá efnið flutt inn í tæka tíð, er því ákveðið að gera fyrrnefndar endurbæt- ur næsta sumar. Það, seni ávinnst þegar þetta hefur verið gert er í fyrsta lagi það, að með breytingunni not- ast átta sinnurn betur að því vélaafli scm stöðin hefur nú yfir að ráða. og í öðru lagí. að um leið og þessi breyting er gerð á stöð og útineti, er raf- veitukerfið í meginatriðum til- búið fyrir raforku frá Sogi, er það verður leitt suður Reykja- nesskagann. Þessi breytirig liefur það í för með sér, að neytendur verða yf- irleitt að skipta um rafmagns- tæki sín, svo sem viðtæki, per- ur o. s. frv. Auk þess verður sennilega að yfirfara og endur- I bæta lagnir í húsum þeirra vegna hærri spennu. Segja má, að ef þessi breyting nær fram að ganga, þá sé mjög verulega leyst úr þcim vanda, sem þorpsbúar eiga nú að sæta vegna lítillar raforku og dýr- leika á rafmagni. Byggist nú allt á því, að efnið, sem með þarf fáist flutt inn í landið. Ný- verið heyrðist um 'það, að Bandaríkjastjórn inundi í ná- inni framtíð stöðva útflutning á rafmagnsvélum frá Ameríku. Ef íslendingar fá þar enga und- anþágu, getur það að vísu haft áhrif á fyrrnefndar fram- kvæmdir hér. Þó sýnist ástæða til að álykta svo, að enda þótt ekki fáist fluttar inn heilar vélasamstæður til að koma af slað nýjum, stórum virkjunum fossa, þá muni ekki verða lok- að fyrir útflutning ál rafvélum og öðrum minni háttar tæltjum, sem fslendingum er nauðsyn- legt að hafa til viðhalds og end- urbóta til að geta notað aflvél- ar þær sem þeir þegar hafa til að framleiða raforku. Þeim er það jafn nauðsynlegt og korn í brauð. Og það sem Keflavík þarf miðað við hinar fyrirhug- uðu stórvirkjanir víða um land- ið, er því aðeins lítið brot af öllum þeim vélum, sem Islend- ingar kysu helzt að fá fluttar inn. ★ En hvenær rætist binn mikli draumur um rafmagn frá Sog- inu hingað suður? Fyrr en það er fengið, verður bér aldrei um gnægð raforku að ræða, og fyrr I verður rafmagnið hér heldur aldrei verulega ódýrt. Að vísu var því slegið föstu á vettvangi stjórnmálanna í sumar, að senn mundum við fá samband við Sogsveituna. Og er Vonandi að svo reynist. Það er að minnsta kosti víst. að fá mál þarfnast svo mjög úrlausn- ar sem það, og bak við fá' mál stendur óskiptari vilji almenn- ings hér, enda þótt hann> af ein- hverjum ástæðum virðist ekki hafa fengið . tækifæri lil að koma fram sem skyldi. Hefur heyrst, að þegar hafi verið undirbúin kaup á efni í rafmagnslínu hingað suður, og mun það vera fyrir forgöngu nefndar einnar, en í henni eiga sæti meðal annara þrír Keflvík- ingar, þeir Alfreð Gíslason, Ragnar Guðleifsson og Valdi- mar Björnsson. Má vænta þess, að þeir, sem og nefndin öll, veiti þessu mikla nauðsynja- máli giftusamlega forustu. Valtýr Guðjónsson. Skrítlnr Björn bóndi (í sölubúð): »Hún Sigríður mín bað mig að kaupa hérna tölur til að hafa á bux- urnar mínar«. Kaupmaðurinn: »Af hvaða tegund eiga þ:er að vera?® Björn: »Ja, ég man nú ekk- ert hvað hún nefndi þær. Það er gott, ef hún sagði ekki, að það ættu að vera rómverskar tölur«. ★ Bóndi: »Sjáðu hérna, kona! Það er engin tala eftir á skyrt- unni minni«. Konan: »Já, ég sé það. Ég skal muna eftir að kaupa nýja skyrtu handa þér á rnorgun, elskan!« ★ Móðir: »Hvað ertu að hugsa, Milla mín? Eftir 5 mínútur koma gestirnir og þú ert ekki nærri því tilbúin að taka á móti þeim. Sko, hérna liggja gervi- tennurnar þínar og hér lausa- liárið. Flýttu þér nú að »taka þig saman«. ★ Á öld tækninnar. Gleðileg jól! \ ið lestur góðra l>óka. Bókabúð Kristins Péturssonar Aðalgötu 10.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.