Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1942, Blaðsíða 4

Faxi - 01.12.1942, Blaðsíða 4
I Tve spor í rétta átt Á þessu hausti, sem nú er að líða, hafa tvö mál verið afgreidd innan hreppsnefndar Kefla- víkur, sem eru að vísu ekki stór mál, en sem að mínu áliti eru spor í rétta átt. Annað þessara mála er atkvæðagreiðsla sú, er fram fór í sambandi við alþingiskosningarnar síðustu og úrslit þau, er leiddu í Ijós samþykkt um það, að stofna sjúkrasamlag hér í Keflavík. Nokkrir þeir, er ándvígir eru sjúkrasamlag- inu, hafa legið hreppsnefndinni á hálsi fyrir það, að hún lét ekki fara fram umræður um þetta mál á opinberum vettvangi, áður en at- kvæðagreiðslan fór fram og hafa talið, að þann- ig hafi sjúkrasamlagið verið svikið inn á hrepps- búa. Þessir menn hafa að vísu nokkuö til síns máis, þ. e. a. s. það þurfti og það átti að fara fram fræðsla um þessi mál áður en gengið var til at- kvæða, fræðsla um tilgang sjúkrasamlaga og árangur þann, sem náðst hefur hjá þeim sam- lögum, er starfað hafa lyír á landi, síðan lögin um alþýðutryggingarnar gengu í gildi, og þá er ég sannl'ærður um að fleiri hefðu tekið þátt í atkvæðagreiðsIunni en raun bar vitni og úr- slitin orðið enn jákvæðari. — En um þetta þýð- ir ekki að sakast. Frá því er májið var afgreitt í hreppsnefndinni og þar til atkvæðagreiðslan fór ffam, var svo naumur tími, að engin tök voru á því að opinberar umræður færu fram um mál- ið. Þetta var slæmt, það skal viðurkennt, en ekki þó svo að af þeim ástæðum væri hægt að segja að samlagið hefði verið svikið inn á hreppsbúa. Hitt hefði ég talið svik við hreppsbúa ef tæki- færið, sem gafst við síðustu alþingiskoshingar til þess að koma þessu máli fram hefði verið látið ónotað. Ég gat um það ápan að það þyrfti að l'ræða almenning um þessi mál, og það er ekki síður nauðsynlegt eftir að samlagið er stofnað enda mun verða unnið að því. Lögin um alþýðutryggingar eru ung og' al- menningur hefur enn ekki áttað sig til fulls á nauðsyn þeinvi, enda hefur áróður andst;eðinga þeirra unnið á móti að svo ga;ti orðið. Andstæðingar alþýðutryggingarlaganna og sérstaklega sjúkrasamlaganna reyndu að vekja andúð og óánægju meðal almennings með því sérstaklega, að telja fólki trú um að þati væru einber hégómi, sem aðeins væri til þess að sjúga út af því peninga en lítið eða ekkert kæmi *í staðinn. En sem betur fer hefur áróðurinn gegn lögunum minnkað og almenningur hefur með reynslu sinni af lögunum betur og betur skilið nauðsyn þeirnu Ég er sannfærður um að lögin um alþýðutrygg- ingarnar eru einhver þau þörfustu og naúðsyn- legustu lög sem setl hafa verið til hagsbóta ís- lenzkri alþýðu í þessu landi, en þar með er ekki sagt að ég viðurkenni ekki að lögin eru í ýmsu ófullkomin og ná ekki þeim tilgangi, sem þeir er fyrir iögunum börðust upphaflega hugsuðu sér. En þau standa til bóta og með vaxandi skiln- ingi almennings á tryggingunum vex möguleik- inn fyrir endurbótum þeirra. Hvað höfum við þá unnið með stofnun sjúkra- samlags hér í Keflavík, munuð þið nú spyrja? Þeirri spurningu ætla ég ekki að svara hér, nema aðeins að litlu leyti. Sjúkrasamlag er trygging þó ekki fyrir sjúk- dómum, heldur fyrir fjárhagslegum afleiðingum þeirra, og því fullkomnara, sem samlagið er, því öruggari er tryggingin. Einstaklingarnir greiða að vísu i'yrir trygg- ingarnar með iðgjöldum sínum, en þegar við at- hugiírri að |sjúkrasamlögin fá um einn þriðja hluta af tekjum sínum frá því opinbera, þá leið- ir það af sjálfu sér að einstaklingarnir fá ódýr- ari sjúkrahjálp þegar til lengdar lætur með því að vera í sjúkrasamlagi, heldur en ef þeir ættu sjálfir að standa straum af sínum sjúkrakostn- aði. Sjúkrasamlagið skapar einnig möguleika fyr- ir hetri aðbúð þeirra, er sjúkir verða og full- komnari og betri læknishjálp þegar tíma líða. Að öðru leyti verður reynslan að svara spurn- ingunni og ég trúi að hún verði aðeins á einn veg, þann, að áður en mörg ár eru liðin vilji enginn án sjúkrasamlags vera og telji það fé, er þeir gjalda til þess, á engan hátt betur varið. ★ Hitt málið, sem ég minntist á^ eru kaup þau. er hreppurinn er nú að festa á bifreiðum Skúla Hallssonar. Um þetta mál má einnig segja eins og sjúkra- samlagið, að æskilegra hefði verið, að það nefði verið rætt á almennum borgarafundi, ekki vegna þess að ég efist um, að meirihluti kjósenda sé þessum kaupum fylgjandi, heldur vegna hins að hér er starfrækslu hreþpsins beint inn á nýj- ar brautir, og var því viðeigandi, að hrepps- nefndin ræddi málið við hreppsbúa og skýrði það fyrir þeim áður en kaupin voru gerð, eins þó allir hreppsnefndarmennirnir væru kaupun- um, fyllilega sammála. En af þessu gat ekki orð- ið og verða ástæður ekki ræddar hér. 1 nóvember s. 1. er þáð fréttist, að Skúli Halls- son vildi hætta bifreiðarekstri sínum og selja bifreiðarnar, var á fundi í hreppsnefndinni kos- in þriggja manna nefnd, er var falið að leita tilboða hjá Skúla um kaup á bifreiðum hans I

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.