Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1947, Síða 3

Faxi - 01.05.1947, Síða 3
F A X I 3 Keflavík 1908. Edinborgarbryggjan og Edinborgar- húsið sjást fremst á myndinni. hvað fjölmennir sem þeir eru. Segir hann þá hafa „næstu 16 ár með sjálfskyldu þeg- ið“ allan heina fyrir sig og hesta sína, svo lengi, er þeir sjálfir óski. Þar að auki séu þeir, Njarðvlkurbændur, skyldir að fylgja Bessastaðamönnum inn- an sýslu og margoft utan. Sé allt þetta endurgjaldslaust. Bóndinn í Ytri-Njarðv.'k kveðst þurfa að sjá um og flytja farangur vermanna, er þeir komi um hávetur innan frá Bessa- stöðum og Sundum til sjóróðra á kóngs- skipin, er gengu frá Stafnesi. Ef vetur var harður og vermenn treystu ekki hestum sínum lengra en að Sund- um, urðu bændur, er bjuggu meðfram veginum til Suðurnesja, að flytja þá bæ frá bæ út að Ytri-Njarðvík. Þar tók bónd- inn við og flutti þá ásamt farangri suður yfir heiði, að Stafnesi. Allt var þetta bótalaust. Sami bóndi segir frá því, að komið hafi verið með bát suður í Ytri-Njarðvík í nafni umboðsmannsins á Bessastöðum „í fyrstu með bón og síðar með skyldu, tveggja manna far, sem ganga skyldi um vertíð, en ábúandinn að vertiðarlokum meðtaka skipsábata, verka hann og vakta til kauptíðar, ábyrgjast að öllu og flvtja í kaupstað“. Þá er að minnast tveggja eyðijarða í Njarðvíkurlandi, sem getið er í Jarðabók- inni 1703. Er um þær báðar hið sama að segja, að þá vissi enginn, hve lengi þær hefðu í eyði verið. Onnur jörðin var Hjallatún. Voru þá tún uppblásin í mel, lyng og hrjóstur, en girðingar stóðu þá enn, en jarðarlandið löngu lagt undir Ytri-Njarðvík. Þótt svo langt sé síðan býli þetta lagðist t eyði, að enginn, er var á lífi 1703 kunni skil á hvenær þar hefði byggð verið, hefur nafn þessarar híjðarjarðar aldrei gleymst. * Rétt eftir síðustu aldamót voru haldnar skemmtisamkomur í Hjallatúnum nokk- ur sumur. Var það að tilhlutun Agústs Jónssonar hreppstjóra í Höskuldarkoti, er ævinlega vildi alla hluti vel gjöra. Mættust þá Njarðvíkingar og Keflvík- ingar í Hjallatúnum einn glóbjartan sunnudag, einu sinni á sumri, og gerðu sér þar glaðan dag. Var farið upp eftir með margskonar farangur: vatn í kaffi, kökur og annað góðgæti og mikið af á- höldum og borðbúnaði. Allir fóru gangandi og bar hver sem betur gat. Gott var að hvílast í grasi grón- um brekkunum, er upp eftir var komið. Margt varð til gleði, ræður haldnar og mikið sungið. Svo voru byggðar hlóðir uppi undir klettabeltinu og hitað kaffi, lagt á borð hingað og þangað um lautir og bala, gengið á milli húa og góðgerðir þáðar á víxl. Þegar leið á daginn fór unga fólkið í leiki og er kvölda tók, var gengið heim. Vegir skiftust og hóparnir héldu niður i Njarðvíkur og út í Keflavík. 1 logniblíðu kvöldsins kváðu við léttir söngv- ar og gleðiómar, allir voru glaðir og ánægðir eftir góðan dag og komu heim í sólskinsskapi löngu eftir sólarlag. Hin eyðijörðin var Fitjakot milli Ytri- og Innri-Njarðvíka. Hefur hún legið að sjó. Þar eru nú Fitjar. Er svo sagt 1703, að lítil merki sjáist þar fornra girðinga, en almenn sögn, að býli hafi verið. Var það mál manna, að jörðin hafi í eyði lagst af örtröð. Hinar tíðu lestaferðir austan- og norðanmanna, er sóttu sér björg í bú til hinna aflasælu verstöðva um Suðurnes, eru taldar drýgsti þáttur í eyðingu jarðarinnar. Þar var ævin- lega áð og að vetri munu ferðamenn hafa haft þarna náttstað áður en lagt var suður í Hafnir, út á Nes, Garð, Leiru og Kefla- vík. Er svo sagt í jarðabókinni, að fetða- menn megi ómögulega missa þennan á- fangastað. Þá er og greint frá því, að sjór brjóti landið að framanverðu í stórkostlega ósa, en vatnsrásin úr heiðinni flytji frarn aur og grjót. A þessum slóðurn eru byrjaðar fram- kvæmdir að hafnarmannvirkjum, er verð- ur einn liður í fyrirhugaðri landshöfn Keflavíkur og Njarðvíkur. Abúendur í Keflavík fyrr á öldum, kann ég fáa að nefna. I fornum annálum er þess getið, að Grímur Bergsson, bóndi í Keflavík, hafi orðið bráðkvaddur árið 1649. Setbergsannáll kann best skil á þessum atburði, enda var höfundur annálsins Gísli Þorkelsson að móðurætterni af Suðurnesj- Lim, dóttursonur séra Þorsteins Björnsson- ar, er prestur var á Utskálum 1638—1660. Þar segir svo: „Þann 8 Janúarii andaðist Grímur Bergsson í Keflavík skyndilega í sinni heytótt á kvöldtíma“. Grímur hafði fyrrum (1632) verið sýslu- maður í Kjósarsýslu og síðar lögréttumað- ur á Suðurnesjum. Hann bjó á Kirkjubóli á Miðnesi, síðar í Ytri-Njarðvík og síðast í Keflavík. Fyrri kona hans var Matthildur Arna- dóttir, dótturdóttir séra Einars, prests á Útskálum (1581—1605) Hallgrímssonar. Seinni kona Gríms var Rósa Asgeirs- dóttir frá Fitjum í Skorradal. Dóttir þeirra var Oddný kona Gísla Bjarnasonar frá Stokkseyri. Þau bjuggu á Skarði á Landi. Frá þeim er komin merk ætt er rekja má til núlifandi manna. Nefni ég hér á eftir nokkra kunna niðja þeirra, en þeir eru ýmist 8. eða 9. maður frá Grími. Frú Asdís Rafnar, prestskona á Útskál- um, nú á Akureyri, frú Soffía Guðlaugs- dóttir systir hennar, leikkona í Rvík, frú Matthildur Finnsdóttir, kennari í Gerðum í Garði, Finnur Jónsson, faðir hennar, fræðimaður á Kjörseyri, Magnús Jónsson, bróðir hans, bóndi í Junkaragerði í Höfn- um, frú Torfhildur Hólm, skáldkona, frú Guðrún Briem, kona Sigurðar Briem póstmeistara, frú Karolína ísleifsdóttir, kona Guðm. Hannessonar prófessors, og Halldór Kiljan Laxness skáld. Grímur Bergsson hefur verið drengskap- armaður. Það sést bezt, er litið er á þátt þann, er hann átti i því að liðsinna Hall- grími skáldi Péturssyni, er hann kom frá Kaupmannahöfn vorið 1637, félaus og vinafár, með konuefni sitt Guðríði Simon- ardóttur. Komu þau út í Keflavík, sjálf—

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.