Faxi - 01.10.1950, Side 1
6. tbl. 10. ár.
Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík
Október 1950
Barnaskólinn nýi.
Fyrir nútað og framtíð
A vetrardaginn fyrsta, 21. þ. m. verður
boðið út fyrsta skuldabréfalán bæjarsjóðs
Keflavíkur og líklega fyr$ta skuldabréfa-
lán, sem boðið er út frá Keflavík.
Láninu á að verja til þess að fullgera
barnaskólahúsið, sem nú er í smíðum.
Bygging hússins var hafin vorið 1948 og
cr nú komin á það stig, að segja má að
húsið sé að verða fokhelt, og komið er
vel á veg að múrhúða það að innan.
Byggingin, sem er í smíðum er aðal-
skólahúsið, það er um 50 m. langt og 10
m. breitt, tvær hæðir á kjallara. En þetta
er aðeins hluti — að vísu aðalhluti allrar
skólabyggingai'innar, því að eftir er að
byggja leikfimishúsið, sem verður sérstök
alma áföst aðalbyggingunni.
Slíkar framkvæmdir sem þessar kosta
mikið fé nú á tímum, þegar verðmæti pen-
inganna er orðið jafn lítið og raun ber
vitni.
Það sem þegar er byggt kostar um kr.
800 þús., þar af hefur ríkissjóður lagt
fram kr. 347.500.00, en bæjarsjóður um
kr. 452.500.00. ■— Nýlega hefur sparisjóð-
urinn í Keflavík lánað kr. 100.000.00 til
byggingarinnar, og verður því fé varið til
kaupa á borðum og stólum í nýja skólann
og til þess að greiða upp í hitakerfi skól-
ans. Aðrir lánsmöguleikar hjá lánastofn-
unum eru ekki fyrir hendi, og þess vegna
er sú lieið farin að reyna að fá féð að láni
heima í héraði. Er þar treyst á skilning
fólksins á þessu nauðsynjamáli, þó að vitað
sé, að víða er fé af skornum skammti. En
upphæð skuldabréfanna er svo í hóf stillt,
að flestir geta keypt, að minnsta kosti eitt
bréf.
Með skuldabréfaútboði þessu er ekki
verið að biðja um gjafir, því að hver sá, er
kaupir bréfin, fær fé sitt aftur að fullu
greitt, þegar bréfin verða innleyst, og þá
með hærri vöxtum en bankar og spari-
sjóðir greiða.
Öll'u því fé, sem inn kemur fyrir
skuldabréfin, verður varið til byggingar
barnaskólans. Foreldrar, hvaða gjöf getið
þið betri gefið börnum ykkar, en skulda-
bréf þessi, því um leið og þið leggið féð
á vöxtu handa börnum ykkar, þá eflið
þið skilyrðin til betra uppeldis barna ykk-
ar og komandi kynslóða.
Ragnar Guðleijsson