Faxi

Årgang

Faxi - 01.10.1950, Side 2

Faxi - 01.10.1950, Side 2
2 F A X I Samtaka nú Mörgum kann að finnast það vera að bera í bakkafullan lækinn að skrifa um nauðsyn þess að koma upp nýja barna- skólanum í Keflavík ®em allra fyrst. Svo mikið hefur verið um það rætt og ritað á síðustu árum, og allir verið sammála. En þar sem nú er að hefjast sala skulda- bréfa í þeim tilgangi að afla fjár, svo að hægt sé að halda verkinu viðstöðulaust áfram, er ekki óviðeigandi að skýra mönn- um frá ástandinu eins og það er í fræðslu- málum Keflavíkurbæjar. Nú í byrjun þessa skólaárs eru skráð í skólann 332 börn á aldrinu 7—13 ára og 15 börn 14 ára. Auk þess hafa 14 börn 14 ára fengið undanþágu frá skólavist sökum þess, að ékki hefur verið hægt að veita þeim kennslu við þeirra hæfi. Það eru því 361 barn á skólaskyldualdri í Kefiaví'k nú. I gamla barnaskólanum, eru aðeins 4 kennsluseofur og er hann fyrir löngu orð- inn allt of lítill fyrir alla starfsemi skól- ans, sem nú starfar í 14 bekkjardeildum. Hefur því þurft að taka á leigu viðbótar- húsnæði, sem sumt er vægast sagt miður heppilegt til kennslu, og er nú svo kom- ið að kennslan fer fram á 6 stöðu.m í bænum. Af þessu ættu menn að geta séð, að hús- næði það, sem skólinn hefur nú til um- ráða, er langt fyrir neðan þær kröfur, sem gera verður til uppeldisstofnunar, sem skólinn á að vera. Augljóst er hversu örðugt það er fyrir starfslið skólans að vinna við slík skylyrði. En það er nú ekki það versta. Hitt er alvarlégra, að stór hætta er á, að ýmsir af beztu eignleikum barnanna fái ekki skilyrði til að þroskast við slíkar aðstæður. Tjón, sem af slíku getur hlotizt, verður ekki með tölum talið. Hvað verður svo um þá unglinga, sem langar til að halda áfram námi eftir að skólaskyldunni líkur? Nokkrir þeirra reyna klifa þrítugan hamarinn til þess að komast í héraðs- eða gagnfræðaskóla í annarri sýslu eða jafnvel í öðrum lands- fjórðungi. En hinir, sem ekki eiga þess kost að komast í fjarlæga skóla, sitja heima og verða að hætta að hugsa um frekara nám, því að hér er enginn gagnfræðaskóli. Er það ábyggiléga einsdæmi hér á landi, að ekki sé gagufræðaskóli eða miðskóli I jafn fjölmörgu byggðarlagi. Mundi það spara mörgum foreldrum og unglinguin mikið fé, ef hér væri gagnfræðaskóli. Ekki myndi skorta nemendur í slíka stofn- un. Því þangað myndu sækja unglingar úr þorpu.m hér á skaganum. Þá vantar hér algerlega hús til íþrótta- iðkana. Leikfimiskennsla barnanna fer fram í samkomuhúsi, sem jafnframt er notað til dansleikja og annarra samkvæma, og sjá allir, hver hollusta er í slíku. Af þessu, sem hér hefur sagt verið, má sjá, að ástandið í fræðslumáium hér í Keflavík er okkur til stórvansa og getur orðið til óbætanlegs tjóns, ef ekki verður úr bætt sem skjótast. Það er því engin vanþörf á að hraða svo sem kostur er byggingu nýja barna- skólans, sem hafin var fyrir rúmum tveim árum, og er nú aðalhluti byggingarínnar kominn talsvert áleiðis, en svo getur farið að vinna stöðvist, ef ekki fæst aukið fé til framkvæmdanna nú þegar. En ekki má láta sitja við það að Ijúka þeim hluta byggingarinnar, sem risinn er af grunni. Strax í vor þarf að hefja byggingu þess hluta hússins, sem ætlaður er til íþrótta- iðkana. Þegar barnaskólinn getur flutt í hina nýju byggingu, þarf að gera endurbætur á gamla skólanum og setja þar á stofn gagnfræðaskóla. Þetta er það sem verður að gerast og ættu allir að geta verið sammála um það. En það er ekki nóg. Við verðum líka að vera samtaka í því að hrinda þessu áfram sem allra fyrst. Eins og minnst er á hér að framan er að hefjast sala skuldabréfa til að afla fjár til skólabyggingarinn.ar, og er því nánar lýst á öðrum stað hér í blaðinu. Nú gefst okkur kostur á að sýna hug okkar og stuðning við þetta mál með því að kaupa bréf, hver eftir sinni getu. Hér er ekki verið að fara fram á neinar gjafir, því að það fé, sem varið er til kaupa á bréfum, fæst allt endurgreitt með vöxtum og vaxtavöxtum eftir vissan árafjölda, og geta menn ráðið því sjálfir, hvenær þeir vi.lja fá það endurgreitt. Það er t. d. mjög hyggilegt að kaupá skuldabréf, fyrir sparifé barna og ung- linga, og er þá hægt að stilla svo til að bréfin fáist endurgreidd, þegar líklegt er, að barnið eða unglingurinn þurfi að nota peningana. Þar sem greiddir eru hærri vextir af bréfum þessum, en gert er af fé í lána- stcxfnunum, verður eklki séð að menn ávaxti sparifé sitt á öllu hagkvæmari hátt nema þeir hafi það mikið fé, að þeir geti hafið arðbæran atvinnurekstur. Einnig er ástæða til að athuga það, að því fyrr sem við komurn hér upp gagn- fræðaskóla, því fyrr geta menn hætt að greiða stórfé í dvalarkostnað barna sinna, sem þeir myndu annars reyna að koma til náms í fjarlægum skóla af sama tagi. Að öllu þessu athuguðu vona ég að menn sjái, að þeir verja ekki sparifé sínu betur en lána það í nokkur ár til þessara nauðsynlegu framkvæmda. Kennarinn og mannvinurinn þjóðkunni, Steingrímur Arason segir svo í einu kvæði sínu: Til er sú eign, sem er æðri en allt, sem í bönkum er geymt, já, dýrari lands og ægis auð — þeim auði er stundum gleymt. Sá auður er æska landsins, það efni í konur og menn, sem enn eru í smíðum okikur hjá og útskrifast þaðan senn. Við Keflvíkingar höfum á vissan hátt gleymt þessum auði okkar á undanförn- um árum. Skulum við nú gera allt, sem í okkar valdi stendur til að bæta fyrir þá gleymsku. Hermann Eirikjson J

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.