Faxi - 01.10.1950, Blaðsíða 3
F A X I
3
Ketill Ólafsson
Kalmanstjörn
50 óra 21. júlí 1950
Flest þó s/(ár ég fceri í dag
fegiun pára vildi brag,
frœningstára — Freyr við hag
fimmtíu ára er í dag.
Hagþvedlinga-hátt ég vil
henda af fingri vinar til.
Við öldur glingra hafs um hyl
hefur slyngur ktinnað s\il.
Snemma lœrði að amla ár
ungur scerði foldar-hár
huggun fcerði, firrði tár
félags-lœrðist andinn kjár.
Ketill happa-hendur bar
hart, við stapp á bráðtun mar,
oft i \rappann kpmst hann þar,
kempati slapp við meiðingar.
Mörgum ylgfan ccgði strák
átti ei dylgjur raus né /(«/(,
landasylgju — lét hann — /«/(
í lostugar bylgjur plcegja rá/{-
Oruggt leiði lipur /<?/(/(
lensaði sþeið um ufsa-bekk
jangaði veiði í fiskasteþk
farsceld heið var yfir rel{l{-
Þrátt við cegi þreytti tafl
þundur frœgi smáði hrafl.
Brims þótt sagi breiðan skafl,
brú/{aði lagið, vit og af/.
Sand/{assi barnalei/{vallarins í Njarðvíkunum
Barnaleikvellirnir
Barnaleikvöllurinn í Yiri-Njarðvík var
tekinn til notktmar í sumar. Það mun vera
lokið við að gera það sem gert verður við
hann að svo stöddu. Þar eru rólur og
sölt, vaðtjörn og sandkassi og svo það sem
mesta aðdáun vekur a. m. k. hjá yngri
gestum vallarins, en það er feykimikil
flugvél með vængjum, spaða, stéli og öll-
um „græjum”, og hún er í iloftinu og get-
ur farið afturábak og áfram.
Völlurinn sjálfur er ósléttur, túnið eins
og það kom fyrir, og er það nokkuð til
baga. Börnin kváðu sækja völlinn vel og
ég sá að einkum átti flugvélin hug þeirra
allan og komust færri að en vildu fljúga
— en það er kannske svo á flestum loft-
leiðum.
Stjórnvöl greypti styrkri mund
stafnsjó hleypti brims á sund
bylgjum sneyptum blceddi und
brotnar steyptust hlés á grttnd.
Með Englands búum tól{
hann törn
togaði grúa úr fiska kv°rn-
Sinnar nú er sveitarvörn,
situr bút að Kalmanstjörn.
Fast ég trúi farsœld löng
faðm þitm búi l'tfs um göng.
G/eðjist trú við glas og söng.
Greitt frá snúi mœðan ströng.
Hinrt'k frá Mer/{inesi
Guðbrandur Magnússon smiður í Njarð-
vík annaðist smíði vallarins.
Leikvöllurinn í Keflavík er einnig kom-
inn í notkun þótt ekki sé lokið við bygg-
ingu hans. Þar er feykimikill sandkassi
og 'hefur mátt sjá þar fleiri tugi barna
daglega. Hugmyndaflug barnanna hefur
notið sín þar við ýmiss konar listasmíði —
kastalar, farartæki o. fl. hefur verið gert
þar af miklum hagleik. Einnig er þar
hátur (fjögra manna far) af fuilkominni
gerð og stærð og hefur honum mikið ver-
ið róið og eru þar vonandi að æfingum
fengsælir formenn komandi ára. Fyrir-
hugað er að á völlinn komi miklu meira
af hagnýtum og skemimtilegum leikáhöld-
um. Á vellinum fara daglega fram alls
konar íþróttamót — keppt er í ýmsum
greinum á rennisléttum grasbalanum.
Það er eftirtektarvert að þær íþróttagrein-
ar sem hafa orðið eldri mönnum sigur-
sælastar s. s. spretthlaup og kúluvarp (sem
ætti þó ekki að eiga sér stað á barnaleik-
velii, sökum siysahættu) eru í mestu uppá-
halcli hjá drengjunum. Ekki er knatt-
spyrnan heldur afrækt enda er sandvöllur
svæðisins afbragðs knattspyrnuieikvangur.
Vonandi verður ekki langt að bíða þar
til hægt verður einnig að hefjast handa
urn hyggingu hins fyrirhugaða vallar
milli Garðavegs og Kirkjuvegs — þó ekki
væri nema að koma þar upp einföldustu
leiktækjum til að draga börnin frá um-
ferðinni og athafnasvæðum fuilorðna fólks-
ins og létta þar með áhyggjum og erfiði
af herðum mæðranna. J.