Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.10.1950, Qupperneq 7

Faxi - 01.10.1950, Qupperneq 7
F A X I 7 Hlutavelta. Stjórn kvennadeildar Slysavarnafélags ís- lands í Keflavík hyggst á næstunni að efna til mikillar hlutaveltu. Heitir hún á alla góða Keflvíkinga, félagskonur og aðra velunnara deildarinnar að styrkja þetta málefni með gjöfum á hlutaveltuna. Eins ok kunnugt er, hefur kvennadeildin á undanförnum árum unnið mikið og gott starf í þágu slysavarna, en efst á baugi hjá henni nú mun vera miðunarstöð á Garð- skaga og er það mál vel á veg komið. Vio köstum því ekki peningum okkar á glæ þó að við styrkjum hlutaveltu kvennadeildarinnar. Templarar í Kcflavík. Nú fer vetur í hönd og félagsstörfin hefj- ast á ný. Stúkan Vík skorar á alla félags- menn sína, jafnt karla sem konur að starfa af áhuga og dugnaði fyrir bindindismálið og fjölsækja fundi stúkunnar. Undir merkjum reglunr.ar skulum við berj- ast samhent og minnug þess, að---------„Það er eftir enn að vinna ótal marga seiga þraut. Það er eftir enn að finna ýmsan góðan förunaut. Eftir tvístruð öfl að tvinna, auka skriðið, hirða skaut.” — Æðsti templar. Konur í st. Vík. I kringum miðjan nóvember n. k. hyggst stúkan að efna til basars í ágóðaskyni fyr- ir sjómannaheimilissjóðinn. Er þess fastlega vaenzt, að félagskonur bregðist fljótt og vel við þessari málaleitun og hafi handbæra muni, þegar til þeirra verður komið, svo að basarinn beri tilætlaðan árangur. Þakkir. Innilega þakka ég öllum er glöddu mig með gjöfum og heillaóskum á 70 ára afmæli mínu. Sérstaklega þakka ég reglusystkinum mínum í stúkunni Vík, fyrir höfðinglega gjöf og hlýjar kveðjur. Jensína Teitsdótíir I sumarleyfinu Bcejarglautnur, göturylýð gleði nauma veitir mér. En vatnaflaum og blómablikið beztu draumar sýtia mér. Bílahljóm og borgarkliði bezt mun sóma að hverfa frá. Fuglaróm og fossaniði, fegri dóma legg ég á. Upp t sveit til fríðra fjalla, fegnn leitar hugur minn — Blómareiti v'tðra valla vermir heitur röðulinn. Blómaangan ég mun finna ef ég þangað fce að ná. Inn í fangi fjalla minna, friðarvanga þeirra hjá. Þar er striði gott að gleyma. göfgar prýðin sérhvern mann. Opnar vtða hugarheima hreina fríða náttúran. Fjallablœrinn friðarmildi frjáls og tœr, — ég girnist þig. Mi\ið cerið er þitt gildi endurncera sþalt þú mig — / Agúst L. Pétursson. \ FAXI Blaðstjórn skipa: HALLGR. TH. BJÖRNSSON, JÓN TÓMASSON, VALTÝR GUÐJÓNSSON. Blaðstjórn ber ábyrgð á blaðinu og annast ritstjórn þess. Gjaldkeri blaðsins: GUÐNI MAGNÚSSON. Afgreiðslumaður: STEINDÓR PÉTURSSON. Auglýsingastjóri: BJÖRN PÉTURSSON. Verð blaðsins í lausasölu kr. 2,00. Faxi fæst í Bókabúð KRON, Reykja- vík og verzlun Valdimars Long, Hafnarfirði. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Leiðrétting: Þau mistök urðu á dreifiblaði því, sem bor- ið hefur verið um bæinn varðandi skulda- bréfalánið, vegna barnaskólabyggingarinnar, að í undirskriftunum liefur fallið niður nafn Hallgríms Th. Björnssonar, kennara, en hann er í fræðsluráði og hafði skrifað undir bréfið. Leiðréttist þetta hér með. R. G. Fyrsta byggð í Keflavík Verið er að leggja holræsi og vatnslögn vestur að Dráttarbraut Keflavíkur, vestur gamla Duus-túnið, og er farið í gegnum hól eða tóftarbrot, sem sennilega eru bæjartætt- ur, og þá ef til vill leyfar fyrstu byggðar Keflavikur. R. Skuldabréfalánið Skuldabréfalánið, sem boðið verður út á laugardaginn, 21. þ. m. vegna byggingar barna- skólans, er að upphæð kr. 500.000.00. Vextir eru greiddir fyrirfram og verða þeir, ef öll bréfin seljasl kr. 204.000.00. Handbært fé, sem fyrir bréfin fæst, verður því kr. 295.000.00. 1000 bréf á kr. 100.00 og 800 bréf á kr. 500.00 Upphæð bréfanna er kr. 100.00 og 500.00 kr. eða samtals 1800 bréf, það geta því ekki ekki allir Keflvíkingar fengið eitt bréf, því íbúar Keflavíkur eru nú um 2200. o S s Líftryggingar Munið að líftryggja lijá „Andvöku” Orgel Gott orgel óskast til kaups. Umboðsmenn í Kcflavi\ Ásgeir Einarsson verzlunarm. Suðurgötu 29, sími 122 og Hallgrímur Th. Björnsson kennari Faxabraut 22, sími 114 <*X><><>OO<>2>0O<><^3*>3><><><><><><><><><><><><>O<SK><3>O<><><><>3>O<>0<><><><><3><>>>O<><3^^ Upplýsingar í síma 114 Keflavík

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.