Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1950, Síða 12

Faxi - 01.10.1950, Síða 12
12 F A X I >000000000000000000000000000000000000000000000<>00<:’00000c<>000000000000000000000000000 Skuldabréfalán Keflavíkurbæjar 1950 Bœjarsjóður Keflavíkur hefur ákveðið að bjóða út skuldabréfalán, að upphæð 500 þúsund krónur, vegna byggingar barnaskólans. Lánið er með ábyrgð sýslusjóðs Gullbringusýslu og gefið út með samþykki félagsmálaráðuneytisins. Skuldabréfin eru í tíu flokkum, sem innleysast á 4—22 árum. Vextirnir eru 4% og 4V2 % og greiðast fyrir fram. Verður því söluverð bréfanna sem hér segir: Nafnverð bréfanna: Söluverð bréfanna: 1. flokkur 100 krónur til 4 ára kr. 85.00. - — 500 — — 4 — — 427.00 2. — 100 — — 6 — — 79.00 - — 500 — — 6 — — 395.00 3. — 100 — — 8 — — 73.00 - — 500 — — 8 — — 365.00 4. — 100 — — 10 — — 68.00 - — 500 — — 10 — — 338.00 5. — 100 — — 12 — — 59.00 - — 500 — — 12 — — 295.00 6. — 100 — — 14 — — 54.00 - — 500 — — 14 — — 270.00 7. — 100 — — 16 — — 49.00 - — 500 — — 16 — — 247.00 8. — 100 — — 18 — — 45.00 - — 500 — — 18 — — 226.00 9. — 100 — — 20 — — 41.00 - — 500 — — 20 — — 207.00 10. — 100 — — 22 — — 38.00 - — 500 — — 22 — — 190.00 Það er að sjálfsögðu óþarfi að benda á, hve að- kallandi það er að fullgera barnaskólahús það, sem nú er í smíðum. Gamla skólahúsið, sem enn er not- að, var byggt 1911. Þá voru íbúar hér um 300, nú eru þeir um 2200 eða 7—8 sinnum fleiri, enda hefur orðið að leigja húsnæði fyrir skólann á ýmsum stöð- um á undanförnum árum og fer nú kennsla fram á 6 stöðum í bænum. Auk þess, sem gamla skólahús- ið er nú orðið allt of lítið, þá uppfyllir það nú ekki lengur kröfur tímans frá heilbi’igðis- og menningar- legu sjónarmiði. — Hljóta allir að sjá, að slíkt ástand er óviðunandi. Það er því staðreynd, að byggingu barnaskó!- ans verður að ljúka sem allra fyrst. Hitt er svo ann- að, hvernig við eigum að afla fjár til þess að fram- kvæma það. Samkvæmt lögum á ríkissjóður að greiða helming byggingarkostnaðar. Á því hefur þó orðið nokkur dráttur og má búast við, að vegna fjárhagsörðug- leika, megi ekki reikna með fullu framlagi næstu árin. Hér er verið að byggja skólahús fyrir framtíðina, sem kostar mikið fé, það hefði því verið eðlilegt, að kostnaðinum hefði verið dreift á mörg ár og fé til þess fengið til langs tíma. En þar sem lánsstofnanir eru því nær lokaðar fyrir útlánum til slíkra fram- kvæmda, verðum við að fara aðrar leiðir, við verð- um öll sameiginlega að hrinda þessu menningarmáli byggðarlagsins áleiðis, og fyrsta tilraun til þess er útboð þessa skuldabréfaláns, Hefur því verið stillt í hóf og þannig hagað upp- hæðum bréfanna, að sem flestir gætu eignast þau. Vextirnir eru hærri en greiddir eru af innstæðufé í bönkum og sparisjóðum. Þeir eru greiddir fyrir- fram og ætti það að auðvelda þeim, sem minni aura- ráð hafa, að eignast bréfin. Við viljum benda á, að bréf þessi eru tilvaidar tækifærisgjafir handa börnum og unglingum. — Bréfin gilda einnig, er þau falla til greiðslu, sem peningar til greiðslu útsvara og annara gjalda til bæjarsjóðs. Sá sem kaupir skuldabréfin gerir tvenn.t í senn, hann myndar sér sparifjárinnstæðu með hærri vöxt- um en greiddir eru í bönkum og sparisjóðum, og það sem meira er um vert, hann stuðlar að betri uppeldisskilyrðum barnanna, bæði andlegum og líkamlegum og hjálpar þannig til, að þeir fjársjóðir, sem hverju byggðarlagi er dýrmætastir megi ávaxt- ast sem bezt. Góðir Keflvíkingar. Laugardaginn 21. okt. verða ykkur boðin skulda- bréfin til kaups. Verða þau borin inn á hvert heim- ili og er þess þá vænzt, að allir Keflvíkingar sýni þessu vslferðarmáli velvild og skilning með því að kaupa bréfin. Keflavík, 8. okt. 1950 Bæjarstjórn Keflavíkur: Valtýr Guðjónsson Ragnar Guðleijsson Guðm. Guðmundsson Jón Tómassoti Olajur A. Þorsteinsson Steindór Pétursson Ingimundur Jónsson Fræðsluráð Keflavíkur og Bygginganefnd barnaskólans: Gttðni Guðleijsson Karl G. Magnússon jónina Guðjónsdóttir Þorgrímur St. Eyjóljsson Jóhann B. Pétursson Hallgrímur Th. Björnsson Hermann Eirit{sson, st{ólastjóri <0<000000000<000000000000000000000000*000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.