Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1953, Blaðsíða 1

Faxi - 01.04.1953, Blaðsíða 1
 FAXI 4. tbl. • XIII. ár APRÍL 1953 Útgefandi: Málfnndafélagið Faxi Keflavík. FAXÁFLÓI FYRR OG Með hinni nýju landhelgislínu og þar með friðun Faxaflóa fyrir botnvörpu- og dragnótaveiðum hefir rætzt gamall draum- ur okkar Suðurnesjamanna — og raunar allra landsmanna. Við höfum orðið sjón- arvottar að eyðingu fiskimiðanna hér í flóanum, þar sem afli hefir rýrnað svo að segja ár frá ári, að undanteknum styrjald- arárunum, þegar engir erlendir togarar voru hér við land, þá mátti sjá greinileg merki þess í aflabrögðum. Það er því ekki að ástæðulausu, að við gerum okkur vonir um, að fiskur fari aftur að ganga á grunn- mið, þegar friðunin fer að njóta sín. Bretar vilja þó ekki viðurkenna að svo róttækar ráðstafanir hafi verið nauðsyn- legar, en þykjast vilja „semja“ um nauð- synlega verndun fiskistofnsins. Þeir komu þó í veg fyrir það, að ráðstefna sú, sem ís- lenzka ríkisstjórnin hafði á sínum tíma boðað til um friðun Faxaflóa yrði haldin, með því að neita þátttöku í henni, en þó ekki fyrr en sumir fulltrúar annarra þjóða voru komnir til landsins. Þá vilja þeir halda því fram, að þeir hafi unnið sér einhverja hefð á því að veiða hér í flóum og fjörðum; af því að þeir hafi fyrstir manna veitt með botnvörpu hér við land, og séu búnir að stunda þess- ar veiðar í hálfa öld. Jú, það þarf ekki að minna okkur á það, að þeir hafa stundað þessar veiðar kapp- samlega, bæði utan og innan hinnar gömlu 3ja mílna landhelgislínu, en höfum við almennt gert okkur grein fyrir þeim breyt- ingum, sem orðið hafa á fiskigöngum hér í flóanum á þcssu tímabili? Nýlega rakst ég á bækling sem nefnist „Þættir af Suðurnesjum" og cru það minn- ingar Agústs Guðmundssonar frá Halakoti á Vatnsleysuströnd, útgefnar af Jóni Ey- þórssyni 1942, að höfundi látnum, en hann lézt í nóv. 1941. Þó þessi bæklingur láti ekki mikið yfir sér, er þar þó ýmsan fróðleik að finna um athafnalíf hér á Suðurnesjum fyrir síðustu aldamót. Þar sem þeim fækkar nú óðum, sem muna þetta tímabil, tek ég hér nokkra kafla úr frásögn Agústs. Hann lýsir hinum gamla Vatnsleysu- strandarhreppi, sem fyrir 1885 náði frá Hvassahrauni út á Vatnsnes við Kefla- vík. Hreppsnefndir voru þá ekki komnar til sögunnar og stjórnuðu aðeins 2 hrepp- stjórar þessum stóra hreppi: Asbjörn Olafsson í Njarðvík og Guðmundur Ivars- son í Skjaldarkoti á Vatnsleysuströnd (fað- ir Agústs). Utræði í Vogunum lýsir hann þannig; „Eg segi að á Hólmanum og í Vogun- um hafi verið bezta og skemmtilegasta út- ræðið á landinu og er það vissulega ekki ofsagt, því að árlega gekk þorskurinn undir Vogastapa fyrst í apríl og var þar fram í maí, þó mest í apríl, á hrygningar- tímanum. Gekk hann þá alla leið inn undir lendinguna á Hólmanum, undir Grímshól og Mölvík og á allt Hólhraunið og upp undir Stapann og Vogabrúnir. A öllu þessu svæði var oft svo mikill fiskur í þorskanet, að daglega var þangað sótt full- fermi, og sum skip tvær til þrjár hleðslur á dag, bæði í net og á færi, og hvergi jafn stór fiskur sem þarna undir Stapanum, á Vogabrúnum og um allt Vogahraun. Þarna þótti þorskinum gott að hryggna í straumleysinu og kyrrðinni, þar gat hann verið öruggur með klak sitt í mátulegum sjávarhita, þar sem sólarljósið vérmdi til botns, því þarna er frá 8—22 faðma dýpi‘. „Það verður tæplega sagt um of af þeirri Ljósm.: Björgvin G. Magnússon. Aðgerð í Keflavík 1932.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.