Faxi - 01.04.1953, Síða 7
F A X I
47
<><><><><><><><><><><><><><><><>^^
KAU P
vcrkanianna og kvenna í Kcflavík og
Njarðvíkum í marz, apríl og maí 1953,
samkv. samningi dags. 19. des. 1952.
KAUP VERKAMANNA:
Almenn vinna.
(Grunnkaup 9,24. Vísitala 147 + 10 st.)
Dagvinna ................. kr. 14,51
Eftirvinna ................. — 21,76
Nætur- og helgidagavinna .. — 29,02
Vinna við loftþrýstitæki og hrærivélar:
(Grurmkaup 9,90. Visitala 147 + 5 stig).
Dagvinna ................. kr. 15,05
Eftirvinna ................. — 22,57
Nætur- og helgidagavinna .. — 30,10
Stjórn á vélskóflum, ýtum og 7 tonna
vörubifreiðum:
(Grunnkaup 10,80. Vísitala 147 + 5 st.)
Dagvinna ................. kr. 16,42
Eftirvinna ................. — 24,62
Nætur- og helgidagavinna .. — 32,84
Skipavinna o. fL Kolavinna, saltvinna,
upp- og útskipun á scmcnti, hleðsla
þcss í pakkhúsi og afhendi þcss:
(Grunnkaup 9,90. Vísitala 147 + 5 stig).
Dagvinna .................. kr. 15,05
Eftirvinna ................. — 22,57
Nætur- og helgidagavinna .. — 30,10
Öll önnur skipavinna, fiskaðgerð í salt
og umsöltun á fiski:
(Grunnkaup 9,45. Vísitala 147 + 5 stig).
Dagvinna .................. kr. 14,51
Eftirvinna ................. — 21,76
Nætur- og helgidagavinna .. — 29,02
(Kaup þetta er lægra miðað við vísi-
töluútreikninginn, en er hækkað upp
samkv. samn.).
KAUP VERKAKVENNA:
Almenn vinna:
(Grunnkaup 6,60. Vísitala 147 + 10 st.)
Dagvinna ................. kr. 10,36
Eftirvinna ................. — 15,54
Nætur- og helgidagavinna .. — 20,72
Umsöltun og uppskipun á fiski:
(Grunnkaup 6,90. Vísitala 147 + 10 st.)
Dagvinna ................. kr. 10,83
Eftirvinna ................. — 16,25
Nætur- og helgidagavinna .. — 21,66
Önnur vinna: Flökun á bolfiski, vinna
í frystiklefa, hreingerning á bátum og
húsum:
(Grunnkaup 9,24. Vísitala 147 + 10 st.)
Dagvinna ................. kr. 14,51
Eftirvinna ................. — 21,76
Nætur- og helgidagavinna .. — 29,02
Keflavík, 1. marz 1953.
Verkalýðs- og sjómannafélag
Keflavíkur.
o<^e><><><x><x><x><><x><x><>w<>^<v<><^^
Adoms Ijóð án skáldastyrks:
Blátt, hvítt, rautt.
Snild, hvílík snild,
það skilur það enginn, hvorki ég né þú.
Mild, svo mild,
og litirnir, blátt, hvítt, rautt.
Vild, eftir vild,
ég tauga hin töfrandi ljóð.
Ég kom sem kúasmali
með kúamykju í fötu
að bjóða þér að blanda
blómunum áburð í vor.
Blátt, er blátt,
og hafið, hver sem það byrjar að mála.
Hvítt er hvítt
en landið er allt of mikið hvítt.
Rautt, er rautt
og nú sé ég rautt yfir þessum línum.
Ég kom sem kúasmali
með kúamykju í fötu
að bera á blóm, bera,
of blátt, of hvítt, of rautt.
Kaupandi Faxa.
Agúst L. Pétursson kveður sér liljóðs:
Hlífðarfötin hreinleik símun hljóta að glata.
Þú hefur lítinn þegið bata,
þúsund vatna Hafnargata.
Slökkviliðið.
í apríl mánuði var slökkvilið Keflavíkur
kallað út þrisvar. Þann 13. kl. rúmlega 3 eftir
miðnætti, varð elds vart í Hraðfrystistöð
Keflavíkur. Slökkviliðið kom strax á bruna-
stað, var þá eldur orðinn talsvert magnaður,
búinn að læsa sig gegn um loft í miðstöðvar-
herbergi og kominn í þekju hússins. Vindur
var allhvass af norðri og því alvarlegar horf-
ur um að ráða niðurlögum eldsins. Slökkvilið
Keflavíkurflugvallar var fengið til aðstoðar
og tókst slökkviliðunum sameiginlega að
stöðva útbreiðslu eldsins og slökkva hann, er
tók 2 klukkustundir. Skemmdir urðu miklar,
bæði af eldi og vatni. Þann 22. var liðið kvatt
út, vegna 'elds, er brotizt hafði út frá olíu-
kyntri eldavél í mötuneyti Sameinaðra verk-
taka í Ytri-Njarðvík. Var í fyrstu óljóst um
brunastaðinn, því sá er bað um slökkviliðið
upplýsti ekki, hvar eldurinn væri, aðeins að
hann væri í húsakynnum fyrirtækisins, en
þau eru, eins og mönnum er kunnugt, mörg
og víða. Er nauðsynlegt, að sá, er kallar eftir
slökkviliðinu, skýri greinilega frá brunastað.
Skemmdir af eldi urðu ekki teljandi. Þann
27. apríl var slökkviliðið kvatt á Hafnargötu
58. Hafði kviknað í bensínflösku, er notuð var
við uppkveikju. Er slíkt mikill óvitaskapur.
Skemmdir urðu litlar.
Guðjón Sigurður Magnússon,
Valbraut í Garði, varð 75 ára 10. maí s. 1.
Hann hefur lengi verið ötull útsölumaður
Faxa og lætur hvorki austanrosa né útsynn-
ingshryðjur aftra sér frá að koma blaðinu í
hendur óþreyjufullra kaupenda, þrótt fyrh'
háan aldur. Um leið og Faxi óskar Sigurði
til hamingju með afmælið og þakkar honum
fórnfúst starf, vonar blaðið, að hann megi
lengi enn starfa að sölu og útbreiðslu þess.
Hættir veiðum.
Þorskanetjabátar hættu veiðum á tímabil-
inu 5.—9. maí. Var afli þeirra, sem stunduðu
veiðar frá Keflavfk, mjög tregur. Hæsti afli
var 440 skipp., hinsvegar voru 3 bátar úr
Ytri-Njarðvík, sem stimduðu veiðar frá
Grindavík, með talsvert betri árangur. Má
segja, að netjaveiðin nú hafi brugðizt, því
afli báta er meir en helmingi minni en hann
var á vertíðinni í fyrra. Hafa þvi margir orðið
að gera upp með kauptryggingu.
Barnaverndarfélag
var stofnað hér í Keflavík, miðvikudaginn
15. apríl. Var fundurinn haldinn í barnaskól-
anum. Dr. Matthías Jónasson sýndi við þetta
tækifæri nokkrar kvikmyndir, er fjalla um
geðheilsu- og geðvernd bama og unglinga.
Ein myndin sýndi uppeldisheimili fyrir löm-
uð börn. Var fundur þessi fjölsóttur af for-
eldrum, er gerðu góðan róm að þessum
merkilegu kvikmyndum og hinum sálfræði-
legu skýringum doktorsins. Er gengið hafði
verið frá stofnun félagsins, var því kosin
stjórn, er þessir skipa: Formaður Rögnvaldur
Sæmundsson, skólastj.. Gjaldkeri: Hermann
Eiriksson, skólastj. Ritari: Sr. Björn Jónsson,
sóknarprestur. Meðstjórnendur: Frú Ásdís
Ágústsdóttir og frú Björg Sigurðardóttir.
L