Faxi - 01.04.1953, Page 9
F A X I
49
Bamaheimili í Keflavík
„Dagheimilið tekur til starfa 1. júní að
öllu forfallalausu“ sagði frú Guðný As-
berg er ég hitti hana að máli á hinu mynd-
arlega heimili hennar við Hafnargötu.
Ég, eins og svo margar aðrar mæður,
hefi mikilla hagsmuna að gæta, þar sem
barnaheimilið er annars vegar, — þess
vegna rak hver spurningin aðra, sem frúin
svaraði og af mestu lipurð. — „Nú erum
við langt komnar með húsið okkar, sem
er og okkar stolt, enda hafa konurnar
sýnt það bæði í orði og verki, þær hafa
sýnt svo mikinn dugnað og vilja að furðu
sætir“.
„Hvenær búizt þér við að það geti tekið
til starfa?“
„Við vonumst til að geta flutt „hópinn“
í sumar, en þangað til verðum við í spítala-
byggingunni, en hana hefir bærinn látið
okkur í té ókeypis fyrir starfsemina“.
„Hvernig er hibýlaskipunin á nýja
„heimilinu“ ?“
„Ég vil nú minnst um það tala að sinni,
en ég get sagt það, að þar verða stórar og
bjartar stofur, fyrir blessuð börnin, en
auðvitað höfum við hugsað okkur að nota
húsnæðið til okkar þarfa líka, þ. e. a. s.
fyrir fundi, saumanámskeið o. þ. h.“
„Segið mér frú Guðný, hvað langur
tími er það, sem barnaheimilið starfar í
einu r
„Það hefir venjulega starfað í þrjá mán-
uði, en eftir að húsið er komið upp, von-
umst við til að geta starfað lengur“.
„Hvað eru svo mörg börn, sem þið
hafið yfir að segja á þessu tímabili ?“
„Það er nú með góðri samvizku hægt að
segja, að það eru aðeins tvær manneskj-
ur, sem passa „hópinn'1, sem er á milli
40—50 börn á aldrinum 214—-5 ára. Kon-
urnar eru þær frú Dagmar Pálsdóttir og
frú Margrét Jónsdóttir, sem hafa sýnt
fádæma fórnfýsi og dugnað í öllu þeirra
starfi, þær hinar sömu hafa verið öll 4
árin, sem dagheimilið hefir starfað, það
hefir aldrei nokkurt óhapp komið fyrir,
né heldur engin mæðranna kvartað, það
her algjörlega að þakka frú Dagmar og
Margréti. Börnin virðast una sér vel við
hollan og góðan leik við þeirra hæfi.
Frúrnar eru líka ötular að sinna þörfum
þeirra".
„Hvernig er það, koma þau með nesti
með sér?“
„Já, þau koma öll með nesti og mjclk“.
„Hvað er gjaldið fyrir mánuðinn?“
„Það hafa verið 100,00 kr. á mánuði. Það
er ekki stór upphæð nú á dögum, þar
sem öll húshjálp er svo dýr og er erfitt
að fá hana, en þetta er mjög mikil hjálp
fyrir húsmæðurnar, þar sem þessi rími
dagsins er frá því kl. 1 e. h. til 6 e. h.“
„Hverjar eru fjáröflunarleiðir ykkar?“
„Þær eru nú ekki margar, en til að geta
lokið við húsið okkar, höfum við hugsað
okkur að fara með fjársöfnunarlista um
bæinn nú um vertíðarlokin. Annars er
það árleg hlutavelta og bazar. Við feng-
um einnig góðan styrk, sem I. S. I. veitti
okkar starfsemi, nam hann 37.600,00 kr.
Einnig hafa bæði einstaklingar og félög
gefið okkur háar upphæðir í peningum,
t. d. Fiskimjöl h.f. og Olíufélagið h.f. hér
á staðnum hafa gefið okkur sínar 10.000,(l0
kr. hvort“.
„Hvar stendur húsið „í bænum“?“
„Það stendur við Tjarnargötu, á túni
Einars Sigmundssonar, þar sem fullorðnir
Keflvíkingar léku sér áður sem börn,
svona er það, nú taka afkomendur sumra
þeirra við, en við breyttar aðstæður“.
„Ég hefi heyrt, að konurnar hafi sjálfar
unnið að ýmsum verklegum framkvæmd-
um í sambandi við smíði hússins?“
„Já, þær eru alltaf eins, samvinnan við
þær alltaf sú sama, dugnaðurinn og fórn-
fýsin svo mikil, þær unnu til skiptis við
allt sem þær gátu gert, til gamans ætla ég
að geta þess, að Jón Tómasson kvikmynd-
aði konurnar við vinnu sína. Þau hjónin
gáfu okkur svo filmuna".
„Hvaða konur voru í þessari fram-
kvæmdanefnd ?“
„Það voru þær frúrnar Vilborg Amunda-
Bœkur til fermingargjafa
o
Falleg fermingarkort
o
Pelikan pennar og sett
o
Myndavélar og filmur
o
BÓKABÚÐ KEFLAVÍKUR f
Enskur barnavagn |
á háum hjólum, vel með farinn
er til sölu á Vallagötu 20
SIMI 289.
<><><><><><>0<><><><><><><><><><><><><><><><><><><<
Sólíd jakkar
Sólíd föt og
frakkar I
miklu úrvali.
KAUPFÉLAG SUÐURNESJA
Vefnaðarvara.
C*><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><^^
dóttir forrn., Guðný Asberg, Vigdís
Jakobsdóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir og
Dagmar Pálsdóttir. Þessum konum ber að
þakka þeirra góða og göfuga starf, en ég
vil geta þess að allar konurnar, sem ein,
hafa unnið að þessu nytsama verki".
Ég bið frúna um mynd, — en hennar
meðfædda lítillæti bannar það.
Ég óska ykkur kvenfélagskonum til
hamingju með allan dugnaðinn; ég veit
að það verður dýrleg stund, þegar þið
opnið dagheimilið ykkar í fyrsta sinni. —
Við mæðurnar lítum björtum augum á
þetta fyrirtæki ykkar, og óskum ykkur
alls hins bezta í framtíðinni.
Platína.