Faxi - 01.03.1954, Blaðsíða 9
F A X I
21
Lengra er nú umliðið síðan Faxi kom út
seinast en til var ætlazt. Veldur þar mestu
um, að ákveðið var að draga útkomu hans,
unz fréttir væri hægt að birta frá hinni ný-
kjörnu bæjarstjóm. Mun þess vegna ýmislegt,
sem á sínum tíma hefði komið hér, verða að
sæta örlögum gleymskunnar.
Aflabrögð og veiðiferðir
munu enn sem fyrr helzta umræðuefnið.
Faxi mun reyna að standa í ístaðinu og skýra
frá því markverðasta af þeim slóðum.
Afli
hefur verið góður hjá línubátum, er á sjó
hefur gefið. En tíð hefur verið mjög um-
hleypingasöm og stormar tíðir. Línubátar hafa
aflað mjög vel frá áramótum. Veiða þeir í
Bugtinni. Netabátar hafa enn sem komið er
fengið lítinn afla. Nota þeir þó flestir hin
nýju nylonnet, sem eru talin mjög fisksæl
og taka hinum eldri gerðum langt fram. En
dýr eru þau. Nylon-netið kostar 634,00 kr.,
en hliðstæður úr hampi ekki nema 170—180,00
krónur.
Afli hefur aðallega
verið frystur í frystihúsum bæjarins. Nokk-
uð hefur þó verið saltað. Skreiðarframleiðsl-
an virðist í rénun, þar sem mjög lítið hefur
farið af fiski í herzlu.
Atvinna
er mjög mikil í Keflavík sem annars stað-
ar. Allar atvinnugreinar, að einni þó undan-
skildri, hafa nóg störf. Vörubílstjórar hér
hafa nú mjög takmarkaða atvinnu. Þeir fjölg-
uðu mjög á stöðinni hjá sér, er vinna var
sem mest á Flugvellinum, en nú er hún
bregst, virðast vera helmingi fleiri bílar á
stöð, en þarf til að anna þeim störfum, er
falla.
4. marz
veiddist fyrsta loðnan. Þeir m.b. Ver og
m.b. Gullþór veiddu hér sunnanvert við
Faxaflóa. Bátar þessir eru gerðir út frá Kefla-
vik, en lögðu loðnuaflann upp í Grindavík.
Þaðan var honum ekið í allar verstöðvar á
Skaganum. Þeir fengu 170 og 150 tunnur,
sem þeir öfluðu austan við Þrídranga.
Undirbúningur
var töluverður hjá bátum að geta beitt þá
þegar um kvöldið og komizt strax út með
nýja loðnu. Beitning hófst kl. 9 um kvöldið.
Afli var látinn bíða aðgerðar, en allt kapp
lagt á að komast út.
Aðstoðarmcnn
voru fengnir til að flýta fyrir. Þannig höfðu
þeir á m.b. Ólafi Magnússyni 11 aukamenn
við beitningu. Nokkrir bátanna komust ekki
út á réttum róðrartíma en biðu loðnunnar.
Þessi fyrsta loðnuveiðiferð
mistókst að nokkru. Olli því veður. Samt
hlutu sumir afbragðsafla, m.b. Hilmir, Kefla-
vík, fékk t. d. mestan afla á vertíðinni, 18
lestir. Lifrin úr þessum róðri var 1700 lítrar
og hrogn röskir 1100 lítrar.
Nokkrir misstu línu
í þessum fyrsta loðnuróðri. Síðan hefur
mikil loðna veiðzt og óspart verið beitt.
Guðfinnur s.f.
í Keflavík hefur samið við skipasmíðastöð
á Akranesi um smíði á nýjum bát. Var kjöl-
ur að þessum 55 tonna mótorbát lagður fyrir
skömmu.
Frá Keflavík
eru nú gerðir út 26 línubátar og 7 netabátar.
Frá Sandgerði 14 línubátar í jan., en m.b.
Þorsteinn, sem rak upp um mánaðarmót
jan.—febr., verður gerður út fró Keflavík
eftirleiðis. Frá Grindavík 16 línubátar og 3
netabátar.
Nýjar verzlanir
virðast spretta upp í Keflavík. Kaupfélag-
ið hefur opnað nýja mjólkursölu við Hring-
braut. Aðalbúðin h.f. hefur verzlun við
Hringbraut. Tízkuverzlunin við Hafnargötu.
Sundmcnn okkar
kepptu ó sundmóti Armanns sem fór fram
í Sundhöll Reykjavíkur fimmtudaginn 4.
febrúar. Á móti þessu kepptu 12 Keflvíking-
ar, 8 frá K.F.K. og 4 frá U. M. F. K. Vegna
mikillar þátttöku í mótinu urðu allir Kefl-
víkingar að synda í undanrásum, sem fóru
fram daginn áður, en í þeim féllu þrír Kefl-
víkinganna úr keppninni. Þessi mikla þátt-
taka ber greinilega með sér, að áhuginn virð-
ist ekki minnka, og er gott til þess að vita.
Árangrar voru mjög góðir einkum þó í
kvenna sundunum, þar sem Keflvíkingar áttu
þrjár telpur í úrslitum í 50 m. bringusundi
og allar sem voru í úrslitum í 100 m. bringu-
sundi kvenna.
Helztu úrslit Keflvíkinganna urðu sem hér
segir:
200 m. bringusund karla:
4. Magnús Guðmundsson K.F.K. 3:02,8 mín.
50 m. bringusund telpna:
1. Inga Árnadóttir K.F.K......... 42,0 sek.
2. Vilborg Guðleifsdóttir K.F.K. .. 42,2 —
4. Jónína Gunnarsdóttir K.F.K.... 46,1 —
í undanrásum náði Vilborg 41,7 sek.
100 m. baksund karla:
3. Sigurður Friðrikss. U.M.F.K... 1:25,1 mín.
4. Birgir Friðriksson U.M.F.K. . . 1:26,0 —
FA V I Rhstjóri og ábyrgðar-
I maður: Ólafur Skúla-
son. Blaðstjórn: Hallgr. Th. Björnsson,
Margeir Jónsson, Kristinn Pétursson.
Gjaldkeri: Guðni Magnússon. Af-
greiðslum.: Valtýr Guðjónsson. Aug-
lýsingastj.: Gunnar Sveinsson. Verð
blaðsins kr. 5,00. Alþýðuprentsmiðjan.
100 m. skriðsund drengja:
2. Steinþór Júlíusson K.F.K..... 1:06,6 mín.
4. Pétur Hansson K.F.K.......... 1:13,8 —
I undanrásum náði Steinþór 1:05,8 mín.
100 m. bringusund kvenna:
1. Vilborg Guðleifsdóttir K.F.K. 1:30,7 mín.
2. Inga Árnadóttir K.F.K........ 1:32,4 —
3. Jónína Gunnarsdóttir K.F.K. .. 1:41,9 —
4. Jóna Margeirsdóttir K.F.K. .. i:43,0 —
Vilborg er einungis 2 sek. frá gildandi Is-
landsmenti.
Vinningaskrá í Lcikfangahappdrætti U.M.F.K.
1953:
1. fólksbíll Nr. 4223 12. bifhjól Nr. 6195
2. — — 4233 13. — — 0055
3. — — 4268 14. — — 4224
4. — —• 6220 15. — — 2083
5. — — 6160 16. brúðurúm 2036
6. vörubíll — 6189 17. — — 2153
7. — — 4254 18. — — 0107
8. — — 4267 19. — — 6427
9. — — 6187 20. — — 4231
10. 11. bifhjól — 4218 — 6175 21. málverk — 2331
Vinninganna skal vitjað í Samkomuhús
U. M. F. K.
Rakarastofu
hefur Hörður Guðmundsson rakari opnað.
Er hann til húsa í hinni nýju Aðalstöðvar-
byggingu. Stofan er vistleg og haganlega út-
búin. Rakarinn sjálfur hinn snyrtilegasti.
Fólksfjöldi er orðinn það mikill í Keflavík,
að vel er trúlegt, að rakarastofur geti haft
nóg að gera.
Gagnfræðaskólanemar
hafa hafið blaðaútgáfu. Kom fyrsta blaðið
út skömmu eftir nýár. Lýsir sér mikill áhugi
af hverri síðu. Væri áængjulegt, ef þessi
blaðaútgáfa þeirra gæti haldið áfram. Ritstjóri
er Ellert Eiríksson, 4. bekk.
Dauðaslys.
Það ihörmulega slys skeði í Sandgerði hinn
13. þ. m. að þriggja ára drengur féll í vök
skammt fyrir norðan þorpið og drukknaði.
Voru þeir tveir bræður að leika sér á sleða
en féllu í vök. Eldri drengurinn komst upp
úr en Jónas litli drukknaði. Jónas er sonur
hjónanna Þorgerðar Magnúsdóttur og Ingv-
ars Jónssonar, Tjöm við Sandgerði.
ASalstöSin - Sími 515