Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1954, Blaðsíða 10

Faxi - 01.03.1954, Blaðsíða 10
22 F A X I Stjórn og meðstjómendur Aðalstöðvarinnar. Afgreiðsluhúsið og smurstöðin í smíðum. Samheldni — Bjartsýni Aðalstöðin h.f. opnar ný húsakynni. Það voru ánægðir og kátir menn, sem fögnuðu ritstjóra Faxa, er hann birtist til þess að skoða hin glæsilegu húsakynni Að- alstöðvarinnar h.f. Þeir voru kátir og áttu það sannarlega skilið. Þeir höfðu sett markið hátt og nú voru ávextir starfsins og trúin á samheldnina að koma í ljós. „Við hefðum aldrei getað framkvæmt þetta, ef við hefðum ekki hvarvetna átt að mæta lipurð og vinsemd. Og þetta ber ekki að þakka neinum einum okkar, held- ur voru það allir, sem lögðust á eitt og með samhentu átaki tókst það“, sagði Haukur Magnússon, hinn ötuli formað- ur þeirra félaga. Húsakynni þessi eru hin veglegustu. Ekkert virðist hafa verið til sparað til þess að láta viðskiptavininum falla móttökurnar í geð eða til að bílstjór- arnir geti notið hvíldarinnar á milli öku- ferða. Þarna eru m. a. s. 10 hengirúm, sem þeir geta lagt sig í. Enda mun nú ætlunin, að stöðin verði opin allan sólarhringinn. Saga félagsins og byggingarinnar er á þessa leið: Það var árið 1948, að 12 bifreiðastjórar, sem stunduðu leigubifreiðaakstur frá Bif- reiðastöð Keflavíkur, réðust í að stofna hlutafélag til þess að reka sjálfir bifreiða- stöð. Félagið hlaut nafnið: Aðalstöðin h.f. Strax var ráðist í að afla húsnæðis og fékk félagið inni með rekstur sinn í gömlu raf- tækjaverkstæði, og tveim dögum eftir að félagið var stofnað var bifreiðastöðin opn- Haukur Magnússon, formaður. uð. Stöðin hefur verið til húsa á sama stað allt til þess að hún flytur nú í hin stóru og glæsilegu húsakynni, sem tekin eru til notkunar í dag. Jafnframt rekstri sjálfrar stöðvarinnar, hefur félagið selt benzín og olíur, frá byrj- un í umboði Olíufélagsins h.f. Þá hefur það og annazt dekkjaviðgerðir og séð um þvott á hifreiðum fyrir viðskiptamenn sína. Fyrir tæpum tveim árum voru einn- ig sett upp frumstæð smurtæki úti. Forráðamönnum stöðvarinnar var í upp- hafi ljóst að húsnæði það, sem stöðin hef- ur verið í, væri ófullnægjandi til frambúð- ar fyrir svo stóran hóp bifreiðastjóra, og ætíð hefur einnig verið þröngt um hana vegna umferðar. Það hefur því lengi vak- að fyrir þeim, að ráðast í framkvæmdir til úrbóta. Það var svo s. 1. vor, að hafizt var handa um byggingu hins nýja stöðvarhúss við Hafnargötu 86, sem nú er verið að leggja síðustu hönd á. Húsið er 166,8 m2, tvær hæðir með valmaþaki, byggt úr stein- steypu. Skyggni ca. 70 m2 er byggt út úr framhlið hússins og yfir benzíndælur. Neðri hæð hússins er fullgerð, og er að mestu notuð fyrir stöðvarrekstur félagsins, að undanskyldu einu herbergi, sem leigt hefur verið fyrir rakarastofu. Afgreiðslu- herbergi og biðstofa eru stór og rúmgóð og öllu mjög haganlega fyrir komið. Geymslur fyrir olíur o. fl. eru inn af af- greiðslu. Bifreiðastjóraherbergi mjög stórt og rúmgott, búið stálhúsgögnum, og inn af því stór svefnskáli fyrir bifreiðastjóra vegna næturaksturs. Skrifstofuherbergi er einnig. Snyrtiherbergi eru bæði fvrir við- skiptavini og bifreiðastjóra. Efri hæð er óinnréttuð, en í framtíðinni er ætlunin að liafa þar bifreiðavarahluta lager. Kjallari er undir húsinu aðeins fyrir hitunartæki. A miðju sumri hófst svo félagið einnig handa um byggingu fullkominnar smur-

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.