Faxi

Volume

Faxi - 01.03.1954, Page 13

Faxi - 01.03.1954, Page 13
F A X I 25 einni slíkri hátíð. Við erum hér stödd á Þorrablóti, sem Kvenfélag Keflavíkur heldur. Og í kvöld erum við, eins og for- feður okkur, að fagna sigri ljóssins vfir myrkrinu. En er það ekki dálítið athyglisvert, hvaða félagsskapur það er, sem í kvöld heldur okkur þessa hátíð ? Þær spurnir og þau kynni, sem ég hefi haft af þessu félagi benda ótvírætt til þess, að þar sé ljósþráin og ljóselskan ríkur þáttur. Það hefir þegar komið mjög greinilega í ljós, þó að enn sé aldurinn ekki hár. Alls stað- ar, þar sem kvenfélagið hefur látið eitt- hvað til sín taka, hafa framkvæmdir þess miðað að því fyrst og fremst að bera birtu inn á braut samborgarans. Það er hið sanna baráttueðli forfeðra okkar, sem kem- ur svo greinilega fram í öllum störfum þeirra. Þær sækja sífellt fram til ljóssins, — ekki með harki og hávaða, heldur í hljóðlátri hógværð. Og sá, sem þannig starfar, á sigurinn alltaf vísan. Það er í raun og veru óþarfi, að fara á nokkurn hátt að skýra frá störfum og gjörðum Kvenfélags Keflavíkur, — það væri í raun og veru nóg að segja, að alls staðar, þar sem félagið hefir komið fram, hafi það komið fram til góðs. Þó get ég ekki látið hjá líða að geta þriggja þátta, þar sem ég hefi sérstaklega orðið þess var hvílíkir ljósgjafar kven- félagskonurnar eru. I fyrsta lagi vil ég nefna dagheimili barnanna, sem þær hafa starfrækt nú undanfarin ár og munu starfrækja nú næsta sumar í hinum nýju og glæsilegu húsakynnum, sem þær hafa sjálfar komið sér upp. En þeir, sem hafa séð litlu börnin á dagheimilinu undanfar- in sumur eru áreiðanlega meira en lítið sjóndaprir, ef þeir hafa ekki veitt eftirtekt gleðiljósunum, sem ljóma á andlitum barnanna, þegar þau dveljast þar. 1 öðru lagi vil ég svo nefna hina árlegu gamal- mennaskemmtun, sem kvenfélagið heldur. Yfir þeirri skemmtun ríkir sérkennilega fögur birta. Og ég veit, að þar endurlifir gamla fólkið fegursta stundir lífs síns. í þriðja lagi er það svo hátíðin, sem við er- um stödd á nú í kvöld. Hver getur neitað því, að hér ríki heiðríkja og birta bæði hið ytra og innra? Ljóselsku konur! Eg óska ykkur lijart- anlega til hamingju með allt það, sem áunnizt hefir. Og ég veit, að á meðan ljós- ið verður aflgjafinn í störfum ykkar, þá verður engin hindrun svo stór, að hún verði ekki yfirstigin. Lifið heilar! <><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><^^ ^<>^<><><><><><><><><><><>0<><><><><><><>^ Rosótt damask Lereft, einlitt og tvílitt Dúnhelt lereft Dúnn, kr. 59,00 pk. Kaupfélag Suðurnesja Vefnaðarvörudeild. ><><><><><><><><><><><><><><>x><x><><><><><><><><><><><><><><><>^^ Símanúmer Kaupfélags Suðurnesja Símanúmer vor verða eftirleiðis: 500 Skrifstofan, Hafnargötu 30 501 Vefnaðarvörudeild, Hafnargötu 30 502 Matvörubúð, Hafnargötu 30 503 Vörugeymsla, Hafnargötu 30 504 Matvörubúð, Hafnargötu 62 505 Járn og skipavörur, Hafnargötu 61 KÁUPFÉLAG SUÐURNESJA KEFLAVIK KLIPPIÐ OG GEYMIÐ CK'O*X><>OC><xX>C><>O^><x><X>0<><>^><xX><xX><X><XxXxXxX><>e><><><><>^><xíxX>OC’<><

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.