Faxi - 01.03.1956, Qupperneq 2
30
F A X I
Fermingarbörn vorið 1956
Að þessu sinni verður tekin upp sú ný-
breytni, varðandi fermingar í Keflavíkur-
prestakalli, að fyrsta ferming verður um
það bil mánuði fyrr en tíðkast befir hingað
til, eða 22. apríl næstkomandi. Síðan verð-
ur fermt í Keflavíkurkirkju tvo næstu
sunnudaga á eftir, 29. apríl og 6. maí. I
Innri-Njarðvík verður fermt á uppstign-
ingardag, 10. maí.
Vel má vera, að ekki líki öllum ný-
breytni þessi, af ýmsum ástæðum. T. d.
hefir verið bent á það, bversu óþa’gilegt
þetta fyrirkomulag sé fyrir þá feður, sem
sjóinn stunda, þar sem vertíðinni er ekki
lokið. Bæði þetta sjónarmið og önnur, sem
mæla á móti því, að fermt sé svo snemma,
eru mjög vel skiljanleg. En sjaldan er hægt
að gera svo öllum líki, og fleiri hygg ég
að fagni nýbreytni þessarri. Auk þess er
hér um knýjandi nauðsyn að ræða. Flest
þau börn, sem fermast eiga, eru um þetta
leyti að klífa erfiðasta klettinn í fjallgöngu
skólanámsins, — þau eru með öðrum orð-
um að þreyta vorprófið. Um það er alls
ekki að ræða, frá mínu sjónarmiði séð, að
bæta fermingunni ofan á prófin og ferma
á sama tíma og þau standa yfir, enda gæti
slíkt valdið óþægilegum truflunum bjá
flestum börnunum, og jafnvel gæti það
riðið sumum að fullu, þannig að þau næðu
ekki prófi fyrir það eitt, að fermingin her-
tók huga þeirra um of. Á hinn bóginn
yrði fermingardagurinn mörgum börnun-
um ekki jafn ánægjulegur og liátíðlegur
eins og hann á að vera, ef þau væru stödd
mitt í því hafróti af áhyggjum og kvíða,
sem prófið veldur oft á tíðum.
Það er því ekki nema um tvennt að
gera, — annað hvort að ljúka öllum ferm-
ingum fyrir próf eða geyma þær þangað
til (trófum er lokið. Síðari leiðin virðist
mér ófær, af þeirri einföldu- ástæðu, að
nú er tala fermingarbarna hér nærfellt
helmingi hærri heldur en nokkru sinni
áður. Það mundi þýða, að fermingum yrði
ekki lokið fyrr en um miðjan júní! — Að
jaessu öllu athuguðu virðist mér enginn
tími hentugri en sá, sem ákveðinn hefir
verið.
Vegna hins mikla fjcilda fermingar-
barna, varð ekki hjá því komizt, að bæta
við fermingarkyrtlana. Ákveðið var að fá
40 kyrtla til Keflavíkurkirkju í viðbót við
þá sextíu, sem gefnir voru í fyrra. Kirkjan
kaupir 30 þeirra, en Kvenfélag Njarðvík-
urhrepps mun gefa 10. Auk þess hefir það
þegar gefið 15 kyrtla til Innri-Njarðvíkur-
kirkju. Mér er bæði ljúft og skylt að færa
Kvenfélagi Njarðvíkurhrepps þakkir fyrir
þessar rausnarlegu gjafir og fyrir hlýhug
þeirra í kirkjunnar garð. — Ennfremur
má geta þess, að formaður Kvenfélags
Keflavikur, frú 'Guðný Asberg, befir ann-
azt útvegun hinna nýju kyrtla, og á hún
miklar þakkir skilið fyrir hjálpsemi sína.
— Guð blessi alla þá, sem leggja fram
krafta sína til stuðnings kirkjunni og
starfsemi hennar.
Eins og mörgum er kunnugt, þá vildi
|rað slys til nú fyrir skömmu, að ein hinna
væntanlegu fermingarstúlkna, Unnur
Steinþórsdóttir, varð fyrir bifreið og fót-
brotnaði og liggur hún nú á Sjúkrahúsi
Keflavíkur. Fari svo, að hún verði ekki
búin að ná sér það vel, að bún geti fermzt
með síðasta hópnum, 6. maí, þá verður
hún fermd strax og heilsa hennar leyfir,
og hafa tvær vinkonur hennar, Eygló Sig-
fúsdóttir og Sveindís Hansdóttir boðizt til
að bíða eftir henni og fermast með henni,
ef með þarf. Þessi ákvörðun stúlknanna
tveggja er fagur vottur sannrar vináttu.
Það er auðvelt að vera vinur á meðan sólin
skín, en þegar skyggir að, þá kemur hið
sanna hjartalag alltaf bezt í ljós.
Að endingu aðeins þetta: Foreldrar, —
vinnið einhuga að því, að fermingardag-
urinn verði börnunum ykkar heilagur
dagur.
Fermingarbörn, — biðjið Guð að hjálpa
ykkur til að játa fúsleika ykkar til fylgd-
ar við Frelsarann, ekki aðeins með vörun-
um, beldur einnig með hjartanu.
Bj. J.
Ferming i Kcflavík 22. apríl.
DRENGIR:
Eiivald Heimir Jóhannsson, Kirkjuvegi 39.
Finar Björgvin Sigfússon, Miðtúni 7.
Friðrik Hermann Friðriksson, Hafnargötu 54.
Grétar Arnar Ellertsson, Hringbraut 66.
Guðmundur Oli Bjarnason, Austurgötu 18.
Gylfi Þór Ólafsson, Ásabraut 13.
Ilörður Björn Finnsson, Túngötu 20.
Jósep Valgeirsson, Gamla-Vatnsnesi.
Karl Ingimundur Karlsson, Heiðarvegi 23.
Magnús Pálsson Haraldsson, Ásabraut 7.
Níels Hörður Jónasson, Heiðarvegi 25.
Óskar Teitur Teitsson, Kirkjuvegi 39.
Petter Anandus Táfjord, Hringbraut 92.
Trausti Jósep Hólmberg Óskarsson, Faxabr. 10.
Valur Símonarson, Kirkjuvegi 13.
Þröstur Bergmann Einarsson, Suðurgötu 52.
STÚLKUR:
Auður Stefánsdóttir, Ásabraut 16.
Ásdís Guðrún Þorsteinsdóttir, Suðurgötu 30.
Ásta Málfríður Bergsteinsdóttir, Suðurgötu 37.
Erla Sylvía Jóhannsdóttir, Kirkjuvegi 39.
Fjóla Bragadóttir, Vallargötu 18.
Halldóra Hafdís Ellertsdóttir, Hringbraut 66.
Hulda Ólafsdóttir, Miðtúni 1.
Ingibjörg Sigfúsdóttir, Brekkubraut 15.
Kamilla Sveinsdóttir, Kirkjuteig 3.
Kristin Stefanía Guðbrands., Borgarv. 10, Y.N.
Lovísa Ólöf Guðmundsdóttir, Ásabraut 12.
Margrét Guðrún Guðmundsdóttir, Hafnarg. 6.
Margrét Margeirsdóttir, Suðurgötu 47.
Margrét Stefánsdóttir, Ásabraut 16.
Ólina Hróbjarts Guðmundsd. Ónnuhúsi, Y.N.
Rakel Sigurbjörg Ólsen, Vallargötu 19.
Sigurveig Guðjónsdóttir, Kirkjuvegi 32.
Sveinbjörg Eygló Jensdóttir, Suðurgötu 51.
Þorbjörg Hermannsdóttir, Hafnargötu 73.
Þóra Anna Karlsdóttir, Sunnubraut 19.
Ferming í Keflavík 29. apríl:
DRENGIR:
Árni Vigfús Árnason, Suðurgötu 32.
Árni Baldur Pálsson, Kirkjuvegi 41.
Birgir Kristjánsson, Landshafnarhúsi, Y. N.
Eggert Valur Kristinsson, Sólvailagötu 14.
Eiríkur Björn Ragnarsson, Litla-Hólmi, Leiru.
Guðmundur Kristinn Þórðarson, Sólvallag. 35.
Hilmar Bragi Jónsson, Hringbraut 69.
Hrafn Sigurhansson, Suðurgötu 31.
Hörður Karlsson, Vesturbraut 9.
Lýður Ómar Steindórsson, Austurgötu 16.
Róbert Lauridsen, Smáratúni 16.
Sigurður Gíslason Ólafsson, Sunnubraut 12.
Stefán Bergmann, Suðurgötu 10.
Svavar Geir Tjörfason, Hringbraut 85.
Vilhjálmur Grétar Árnason, Garðavegi 5.
Þórður Kristjánsson, Smáratúni 14.
Þráinn Sigurðsson, Garðavegi 8.
STÚLKUR:
Barbara Burgheim, Lind, Ytri-Njarðvík.
Eva Oddgeirsdóttir, Garðavegi 13.
Eygló Kristjánsdóttir, Höfða, Ytri-Njarðvík.
Guðný Sigurlína Ásberg Björnsd., Hafnarg. 26.
Guðný Kristín Þorleifsdóttir, Kirkjuvegi 34.
Gunnþórunn Gunnarsdóttir, Suðurgötu 33.
Helga Þórdís Þormóðsdóttir, Framnesvegi 10.
Herdís Kristín Björnsdóttir, Faxabraut 18.
Hrönn Kjartansdóttir, Túngötu 20.
Jensína Kolbrún Ragnarsdóttir, Skólavegi 2.
Jóhanna Þorbjörg Arnoddsdóttir, Vesturg. 25.
Jóhanna Schmidt, Hólagötu 35, Ytri-Njarðvík.
Jóna Guðríður Hjálmtýsdóttir, Baldursgötu 10.
Margrét Birna Sigurðardóttir, Miðtúni 3 .
María Ragnarsdóttir, Hafnargötu 44.
Móeiður Romig, Kirkjuteig 7.
Svanhildur Elintinusdóttir, Hafnargötu 82.