Faxi - 01.03.1956, Side 3
F A X I
31
Dairy Queen
mjólkurís
er nú
aftur
fyrirligjandi
í mörgum
stærðum.
KAUPFÉLAG
SUÐURNESJA
Matvörubúðin
Hafnargötu 30
Ferming í Keflavík 6. maí.
DRENGIR:
Andrés Kristján Sæby Erlendsson, Vesturg. 7.
Guðjón Helgason, Holtsgötu 30, Ytri-Njarðvík.
Guðmundur Guðmundsson, Faxabraut 3.
Hlöðver Hallgrímsson, Vesturgötu 15.
Ingimar Rafn Guðnason, Birkiteig 18.
Jón Edvard Reimarsson, Hátúni 14.
Sævar Brynjólfsson, Sólvallagötu 24.
Vilhjálmur Albert Skarphéðinsson, Vallart. 6.
Vilhjálmur Heiðar Snorrason, Þórust. 15, Y.N.
Þorbjörn Þór Þorsteinsson, Faxabraut 33.
STÚLKUR:
Bergljót Hulda Sigurvinsdóttir, Faxabraut 14.
Bergþóra Hulda Ólafsdóttir, Hafnargötu 50.
Drífa Sigurbjarnardóttir, Þórustíg 7, Y.N.
Erla Guðmundsdóttir, Holtsgötu 25, Y.N.
Eygló Sigfúsdóttir, Tjarnargötu 4.
Guðrún Brynja Guðmundsdóttir, Suðurg. 40.
Helga María Ástvaldsdóttir, Sóltúni 18.
Helga Sigrún Helgadóttir, Hólagötu 39, Y.N.
Helga Óskarsdóttir, Holtsgötu 32, Y.N.
Júlía Sigríður Ólsen, Hólagötu 27, Y.N.
Maren Halla Sigmundsdóttir, Faxabraut 15.
Sigriður Kristinsdóttir, Holtsgötu 26, Y.N.
Sólveig Þórunn Daníelsdóttir, Þórust. 20, Y.N.
Svanhvit Þorsteinsdóttir, Faxabraut 33.
Sveindís Rósa Hansdóttir, Hringbraut 92 A.
Unnur Ingunn Steinþórsdóttir, Hafnargötu 49.
Ferming í Innri-Njarðvík 10. maí.
DRENGIR:
Ólafur Gunnarsson, Stað, Ytri-Njarðvík.
Sigurður Stefán Júlíusson, Móum, Innri-Njv.
Stefán Sigurfinnur Bjarnas., Brekkust. 6, Y.N.
STÚLKUR:
Guðrún Bjarnadóttir, Brekkustig 6. Y.N.
Kolbrún Inga Guðmundsdóttir, Hólag. 33, Y.N.
Kristín Guðmundsdóttir, Borgarvegi 2, Y.N.
Þórdís Skarphéðinsdóttir, Holtsgötu 28, Y.N.
L
íþróttabandaiag stofnað í Kefiavík
Sunnudaginn 18. marz var stofnað í
Keflavík íþróttabandalag Keflavíkur. A
stofnfundinum voru mættir forseti I.S. I.,
Benedikt G. Waage; framkvæmdastjóri
I. S. I., Hermann Guðmundsson; fulltrúar
íþróttafélaganna í Keflavík, stjórnskipuð
undirbúningsnefnd og aðrir áhugamenn
fyrir íþróttamálum Keflvíkinga.
Hermann Eiríksson skólastjóri, formað-
ur undirbúningsnefndar, setti fundinn og
stjórnaði honum.
Eins og menn muna af fyrri fréttum,
hefir þetta mál verið á döfinni síðan í
haust, að félögin skipuðu nefnd til að
annast undirbúning þessa máls og hafði
það einnig verið rætt og samþykkt bæði
af íþróttanefnd ríkisins og sambandsráði
I. S. 1. og hefir því mál þetta verið all vel
undirbúið og fengið í alla staði löglega
málsmeðferð.
A fundinum voru samþykkt lög fyrir
bandalagið og kosinn formaður þess fyrir
fyrsta starfsár þess. Kosningu hlaut Haf-
steinn Guðmundsson, sundhallarstjóri.
Aðrir stjórnarmenn sem tilnefndir vor.u
af félögunum, voru: Heimir Stígsson, Páll
Jónsson, Hörður Guðmundsson og Þór-
hallur Guðjónsson.
A fundinum ríkti mikill áhugi fyrir
íþróttamálum Keflvíkinga, og var m. a.
rætt urn nauðsyn þess að fullgera íþrótta-
húsið hið allra fyrsta, þar sem Keflvíking-
ar hafa eins og er enga aðstöðu til þess að
iðka hinar ýmsu íþróttagreinar meginhluta
ársins. Þá var og rætt um nauðsyn þess, að
lagfæra íþróttavöllinn, svo að full not verði
að honum nú í sumar, því reynsla síðasta
sumars sýndi ljóslega, að völlurinn er al-
gerlega ónothæfur, ef um vætutíð er að
ræða. Ríkti áhugi fyrir því á fundinum,
að bandalagsstjórnin hefði um þessi mál
nána samvinnu við bæjarstjórn.
A framhaldsfundi sem haldinn var viku
seinna, skiluðu nefndir áliti og gerðu grein
fyrir hinum ýmsu málum sem bandalagið
kemur til með að fjalla um, m. a. að allar
æfingar verði hér eftir sameiginlegar hjá
báðum félögunum. Þar komu og fram hjá
fjárhagsnefnd tillögur um skiptingu stvrks,
er bærinn hefir þegar veitt bandalaginu,
að upphæð kr. 20.000,00, og ýmsar tekju-
Hafsteinn Guðmundsson,
sundhallarstjóri.
öflunarleiðir ræddar íþróttunum til styrkt-
ar. Er fyllsta ástæða fyrir Keflvíkinga
að fagna yfir hinu nýstofnaða íþrótta-
bandalagi og vill 'Faxi taka undir lieilla-
óskir forseta I.'S. I. og óska íþróttamönn-
unum hér til hamingju með þetta myndar-
lega framtak í von um að það megi í
framtíðinni verða keflvískri æsku vermi-
reitur, þar sem heilbrigði og sönn lífs-
gleði þróist og dafni á komandi árum.
Ritstj.
RITA — Ný Rcgnbogabók.
Regnbogaútgáfan í Reykjavík hefir nýlega
sent frá sé nýja Regnbogabók, og nefnist hún
Rita eftir Arlan Pram. Sagan segir frá ungri
stúlku, sem lendir á villigötum og verður að
standa fyrir lögreglurétti en hlýtur síðan
samúð miðaldra lögfræðings, sem tekur hana
að sér og beinir lífi hennar á farsælli brautir.
Sagan er áhrifarík og spennandi og geðþekk
um margt.
Kaupfélögin.
Hið árlega mót starfsmanna kaupfélaganna
í Hafnarfirði og Keflavík var haldið í Kefla-
vík nú fyrir skömmu. Eru þessi mót fastur
liður í félagsmálastarfi kaupfélaganna, en þau
halda þessi kynningar- og fræðsluhóf til
skiptis í bæjunum og bjóða þangað erindreka
Sambandsins, stjórnum félaganna og endur-
skoðendum. Skemmtunin fór að vanda injög
vel fram og var í alla staði hin ánægjulegasta.