Faxi - 01.03.1956, Side 5
F A X 1
33
Ragnar Guðleifsson:
Kynnisför til Bandaríkjanna
Framhald
Knoxville er ekki stcSr borg, íbúar eru
þar sennilega um 150—180 þús. eftir þeim
upplýsingum, sem við gátum fengið. (I
bókinni „Lönd og lýðir — Bandaríkin",
er hún talin með 337 þús. íbúa, en þá er
héraðið umhverfis borgina sennilega talið
með). Borgin stendur á hæðadrögum
heggja megin Tennessee-árinnar, en breið-
ar og öflugar brýr tengja nú borgarhlutana
saman. Aðalborgin, sem liggur vestan ár-
innar er skipulega byggð á ameríska vísu,
þannig að götur eru breiðar aðalbrautir,
sem skerast hornrétt af þvergötum með
nokkurn veginn jöfnu millibili. Séð úr
lofti verður borgin lík taflborði, svo jafnir
eru byggingarreitirnir.
Ein aðalbrautin er breiðust og liggur í
gegnum borgina. Við hana eru helztu
verzlanir borgarinnar og umferð er þar
mest. 'Hér eru göturnar með nöfnum en
ekki tölusettar eins og víða í borgum
Bandaríkjanna. Ein heitir t. d. Churcii-
street (Kirkjustræti) og ber hún nafn með
réttu, því við götuna standa kirkjur hinna
ýmsu trúarflokka hlið við hlið. Þar eru
kirkjur Babtista, Meþúdista, Lútherskra,
Kaþólskra og hvað þeir nú allir heita trú-
flokkarnir ,sem hér eiga heima. Flestar
eru þessar kirkjur litlar, en snotrar og bera
margar merki þess trúaráhuga, er svo mjög
er áberandi víða i Bandaríkjunum.
Byggingar eru hér ekki eins glæsilegar
og í Washington, þó eru hér stórar bygg-
ingar eins cjg t. d. Hótel Andrew Johnson,
pósthúsið og dómhöllin, sem er glæsileg
marmarabygging, byggð 1933—34, og
bækistöðvar TVA.
Tvennt er það einkum, sem gert hefur
Knoxville nafnkennda. Annað er land-
fræðileg lega borgarinnar, en um hana
liggur leiðin í einn af hinum frægu þjóð-
görðum Bandaríkjanna, Smoky Moun-
tains. Hitt eru hinar frægu Tennessee-
framkvæmdir, þar sem félagsleg þróun
liefur náð lengst í Bandaríkjunum sam-
fara verkfræðilegri tækni.
Það sem fljótt vakti athygli mína, var
ltve ólíkt er hér viðhorf hvítra manna til
hinria blökku, því er við áttum að venjast
í Washington. Hér voru að visu nær ein-
göngu dökkir menn og konur við störf á
hótelinu ,er við gistum. En hér sér maður
ekki hvíta menn og dökka matast við sama
borð í matsalnum eða sitja saman í strætis-
vögnunum, og hér er það, sem annars
staðar, að dökkir menn setjast aldrei í
fremri sæti vagnsins, ef hann er einnig ætl-
aður hvítum mönnum. Hið sama má segja
um hvítu mennina, þeir eftirláta hinum
dökku aftari sætin, annað gæti verið mis-
skilið.
Við höfðum ekki langa viðdvöl í hótel-
inu, en vorum mættir eftir rúman klukku-
tíma í bækistöðvum TVA. Þar var okkur
vel tekið, og fengum við þar mikinn fróð-
leik um þennan ríkisrekstur Bandaríkj-
anna.
Eins og áður segir voru lögin um TVA
samþykki að tilhlutan Roosevelt forseta
1933. Voru lögin ein tilraun þeirrar stefnu
forsetans að rétta við atvinnulíf Banda-
ríkjanna, sem þá var í hinu mesta öng-
þveiti og hér var það ríkið, sem hafði for-
ustuna.
Verkefnin, sem þessum lögum voru
einkum ætluð, voru þrennskonar. 1 fyrsta
lagi að hæta úr því neyðarástandi, sem ríkti
á þessu svæði, með því að stífla árnar og
stöðva flóðin, sem árlega gerðu hér usla.
I öðru lagi að gera árnar skipgengar og
bæta þannig samgöngur við þetta hérað og
í þriðja lagi að framleiða rafmagn til heim-
ilisnota og iðnaðar.
Var nú hafizt handa o«r stíflurnar og
orkuverin reist hvert af öðru. Fyrsta orku-
verið, er reist var, er Norris Dam, sem er
mikil verkjun og skammt frá Knoxville.
Nú hefur TVA byggt 20 stíflur cjg rat-
stöðvar. Hefur keypt 5 raforkuver af ein-
staklingum og rekur auk þeirra 5 raf-
orkuver, er einstaklingar eiga. Þannig rek-
ur nú fyrirtækið 30 rafstöðvar knúnar
vatnsafli og auk þess 8 gufuknúnar raf-
stöðvar. Var okkur sagt, sem vakti at-
hygli mína, að næstu framkvæmdir á þessu
sviði væru gufuknúnar rafstöðvar. Væri
þetta liagkvæmara, þar sem stofnkostnað-
ur væri svo margfalt minni. Gufan er
framleidd með kolum, og það nýjasta er,
að þau eru fínmöluð og sallanum blásið
inn á eldana. TVA kaupir nú árlega um
18 millj. smálesta af kolum.
Þegar TVA hafði komið upp nokkrum
rafstöðvum sínum, lækkaði það rafmagnið
til muna. Þessu undu einkafyrirtækin illa,
er kepptu við það um sölu rafmagns. Þau
höfðuðu mál gegn ríkinu og kröfðust
skaðabóta. Þau töpuðu málinu. Sum þeirra
gáfust ttpp og TVA keypti raforkuverin
eða tók að sér rekstur þeirra.
Ymsir munu nú halda, að hér sé erfitt að
bera saman einkarekstur og ríkisrekstur,
þar sem ríkið borgi hallann, sem kann að
verða á rekstrinum. En því er að svara,
að hér er eigi um neinn halla að ræða. A
tuttugu árum, t'rá 1933—1953 hefur fyrir-
tækið selt orku fyrir 695 millj. dollara, en
nettó tekjur þessi ár eru 235 millj. dollar-
ar, áður en vextir eru dregnir frá. Arlega
hefur það endurgreitt 4,1% af fjárframlög-
um ríkisins og 30 millj. dollara hefur það
greitt í skatta. Afskriftir eru reiknaðar 136
millj. dollara. Er þetta glæsilegur árangur,
þegar þess er gætt, að TVA selur nú raf-
orkuna helmingi lægra verði en meðalverð
er annars staðar í Bandaríkjunum.
Skipastigar voru byggðir og árnar gerð-
Tilraunabú
TVA í Tennessee,
eitt af mörgum.