Faxi

Volume

Faxi - 01.03.1956, Page 7

Faxi - 01.03.1956, Page 7
F A X I 35 Auðu svæðiri verður að vernda Það ganga ýmsar sögur um bæinn eins og vera ber í ungri og verðandi borg. Sum- ar eru mein- og marklausar, aðrar gætu haft nokkra þýðingu um ókomin ár. Hættulegasti orðrómurinn, sem ég hefi orðið var við, er ásóknin á þau fáu auðu svæði í bænum, sem skipulagið gerir ráð fyrir, sem eru þó hvergi nærri fullnægj- andi, því þegar fram í sækir verður sii vöntun dýr að eiga hvergi auðan blett. Þetta er fyrir löngu eitt helzta vandamál stórborga og eitt allra dýrasta vandamál ört vaxandi bæja. Þar má til nefna Reykja- vík, sem þarf nú á næstunni að eiða millj- ónatugum í að rífa hús og opna svæði til að leysa umferðamál og önnur marg- háttuð vandamál, sem mikil þrengsli skapa. Hér í Keflavík erum við vel sett, bæði með landrými og reynslu annara í bakhöndinni. Við eigum einnig þvi láni að fagna að hafa auðveld lítil timburhús á nokkuð stóru svæði í eða við væntanlegan miðbæ. Það sem nú virðist helzt skorta er nægjanleg víðsýni og varkárni að eyði- leggja ekki þessa möguleika með stein- byggingum, í smáum stíl og ókerfisbundn- um, sem mundu skapa framtíðinni mikla örðugleika og lítið álit á okkur, hinni förnu kynslóð. Það, sem sérstaklega vakti athygli mína, er orðrómur um þráláta aðsókn húsbyggj- enda á svokallaða ,,'Fokku“ — þríbyrnuna, sem liggur austan megin við Hringbraut, vestan megin Brekkubrautar, frá Vatns- nesvegi. Fyrir ofan Hringbraut er fyrirhugað Iþróttasvæði, sem gjarnan mætti vera kom- ið lengra áleiðis — það er fremur vel form- að og ætti í framtíðinni, um langt skeið, að verða fullnægjandi. Vegna þess má ekki taka „Fokkuna" til byggingalóða. — Mín tillaga er að þar verði nú þegar í vor, haf- ist handa um sléttun og mjög verulegum liluta breytt í bílastæði, bæði til nota nú og síðar, en veruleg sneið með Vatnsnes- veginum verði tekin til ræktunar, hækkuð nokkuð, í hæð við Hringbraut, og þar stað- setlur gróður og dvalarstaður fólks á bekkjum eða á annan hátt. — Bílastæði verður að vera við íþróttasvæðið. Iþrótta- menn okkar eiga nú þegar allmargir sína eigin bíla, hvað þá heldur áhorfendurnir, sem aukast með ári hverju. Hvað á þá að gera? Dýrkeypt reynsla annara bæja bendir á leiðina. Núverandi yfirvöld bæjarins mega ekki hlusta á suð manna um að fá að byggja þarna íbúðarhús, á þessum vel valda stað á auðu svæði. — Það skiftir ekki máli, þó að það kosti nokkuð mikið að búa út hæfa húsbyggingarstaði, það kostar meira að leiðrétta þrengslin síðar meir. „Fokkuna“ verður að vernda, slétta og prýða nú þegar, svo öllum megi vera ljóst að þarna á einmitt að vera autt svæði. Sama er að segja um „Mánann“, fyrir framan sjúkrahúsið, hann verður að vernda og prýða. Það hefði verið æskilegt að öll húsin við bogann, hefðu verið í svipuðum stíl, en það er héðan af of seint, nú er það orðið steinsteypt dæmi um skort á víðsýni og fegurðarsmekk. Telja má, ef vel verður unnið að málum, að skrúðgarðssvæðið njóti ennþá almennr- ar verndar, enda þótt andvana tillaga um Ráðhús í brekkunni við Suðurgötu hafi fæðst, og tvö hús standi ennþá inná svæðinu og gróðurinn sé fár og lágur. Eg held að það verði vandfundinn sá maður, sem mundi æskja þess að byggja íbúðarhús inn á þessu svæði. Það er til annað svo til autt svæði, sem einnig verður að vernda og vernda það með fullri hörku og hollustu við framtíð- ina, það er svæðið norðan við Tjarnar- götu, þar se mnú standa 5 lítil timburhús, þar má ekki leyfa byggingu steinhúsa und- ir nokkrum kringumstæðum, fyrst um sinn. Annað af tvennu verður þar að koma, Ráðhústorgið eða Ráðhúsið. Bez.t myndi fara á að byggja Ráðhúsið sunnan við Tjarnargötu og fella bakhlið þess inn í skrúðgarðinn með svölum og breiðum tröppum, þar sem ættu heima Byggða- og bókasafn bæjarins svo og móttökusalur bæjarins. Hið ytra væri svo annað skraut, sem fróðir menn og færir gætu felt inn í rismikla byggingu, sem þjónaði, sem ein hlið Skrúðgarðsins — Ráðhúsið — Barna- skólinn — Sjúkrahúsið og svo Minjagarð- urinn í hjarta bæjarins — fyrir framan lægi Tjarnargatan gegnum Ráðhústorgið með fallegar byggingar í hæfilegri — nokkuð mikilli fjarlægð. — Enginn kotungsháttur, og þvi síður einka-vasa-spursmál, mega koma í veg fyrir þann stórhug og fram- sýni, sem síðustu árin hafa bent Keflavík á að hún verður að eiga. Þegar við hugsum þetta mál, þá skulum við hafa Ráðhúss vandræði Reykjavíkur í huga — við erum ennþá ekki í neinum vandræðum, svo lramarlega, sem við berum gæfu til að vernda auðu svæðin og auka þau. Það fylgir vandi vegsemd hverri, og vandi bæjarstjórnar Keflavíkur er að skoða ekki framtíðina í gegnum krónu-gleraugu og láta ekki undan þröngsýnis suðinu þó að kosningar séu framundan. Helgi S. Hinn væntanlegi „Oddsvifri" í Grindavík Brautryðjandi slysavarna hér á landi, formaður og prestur á Stað í Grindavík, á tímabilinu 1378—1896, Oddur V. Gísla- son, var fa'ddur þann 8. apríl 1836 í Reykjavík. Það eru því liðin 120 ár frá fæð- ingu hans þann 8. apríl n. k. Væri nú ekki réttur tími til að minnast starfsemi hans með gjöfum til söfnunar þeirrar, er nú stendur yfir til Oddsvita í Grindavík. „Hraunprýði“, slysavarnadeild kvenna í Hafnarfirði, hefur sýnt þar mikla rausn og góðan skilning á málefninu með því að gefa í þá söfnun stóra fjárupphæð, hafi þær heiður og þökk fyrir gott fordæmi. Gætu nú fleiri larið að dæmi þeirra þó að í smærri stíl væri, því margt smátt gerir eitt stórt. Frá ýmsum stöðum í landinu eru bát- ar, sem leita hafnar í Grindavík og það er mikil ánægja fyrir gefendur að hafa auð- veldað þeim landtökuna þar með því að koma þar upp innsiglingamerkjum af full- komnustu gerð, sem gætu afstýrt slysum, svo gætu fleiri félög styrkt þetta málefni. Ég vona að félag Suðurnesjamanna leggi þar fram myndarlega afmælisgjöf. Sýnum nú mátt samtakanna, hrindum jiessu góða málefni í framkvæmd, það væri öllum til sóma og viðeigandi minnisvarði reistur brautryðjandanum, sem starfaði að slysavörnum á þessum slóðum. Látum nú Oddsvita lýsa og vísa örugga leið í dimm- viðri og náttmyrkri vetrarins, gegnum brimgarðinn í örugga höfn í Grindavík. Sæmundur Tómasson, fyrrv. form., Grindavík.

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.