Faxi - 01.03.1956, Side 9
F A X I
37
Nætur- (>n hclgidaíralæknai' í Kcflavíkur-
hcraði frá 7. apríl til 5. niaí 1956:
7. til 14. apr,l Björn Sigurðsson.
14. til 21. apríl Guðjón Klemenzson.
21. til 28. apríl Bjarni Sigurðsson.
28. apríl til 5. maí Guðjón Klemenzson.
Samkvæint upplýsingum
frá héraðslækni er hinn slæmi innflúenzu-
faraldur, sem hér hefir gengið að undanförnu,
nú mikið í rénun, hins vegar færist hann í
vöxt víða annars staðar í héraðinu, t. d. í
Grindavík, en þar leggjast nú fjölda margir
í innflúenzu.
Karlakór Kcflavíkur
hefir í vetur æft af miklu kappi og hyggst
nú á næstunni halda opinbera hljómleika
fyrir Keflvíkinga og aðra Suðurnesjamenn.
Hefir kórstjórnin beðið blaðið að koma því á
framfæri, að allir, sem vilja gerast styrktar-
félagar kórsins, og þar með öðlast rétt til
fyrstu hljómleika hans, eigi þess enn kost og
ættu þá sem fyrst að gefa sig fram við ein-
hvern úr stjórninni, en hana skipa: Jón Tóm-
asson, Stefán Hallsson og Sigurður Brynjólfs-
son.
Austurbæjarbúðin.
Rétt fyrir páskana tók til starfa ný og
glæsileg sölubúð hér í Keflavík og er hún
til húsa á Hafnargötu 79, Tómasarhaga. Er
þetta mat- og nýlenduvöruverzlun, en eig-
endur hennar eru þeir Haukur Þórðarson og
Ellert Eiríksson. Er verzlun þessi í nýjum og
vistlegum húsakynnum og öllum vörum þar
hreinlega og smekklega fyrir komið sam-
kvæmt nútímakröfum um matvöruverzlanir.
Togarinn Kcflvíkingur.
A sínum tíma var hér í Keflavík, eins og
reyndar víða annarsstaðar í landinu, mikill
áhugi fyrir togaraútgerð. Reis þessi áhugi
hæst á nýsköpunaröldinni, sællar minningar.
En miðað við mjög slæma útkomu á rekstri
togaranna, hefir áhuginn skiljanlega farið
minnkandi, einkum þó þar, sem atvinnuskil-
yrðin voru sæmileg í landi, t. d. hér í Kefla-
vík, enda er nú búið að selja togarann Kefl-
víking. Kaupandinn er útgerðarfélagið Aust-
firðingur h.f. á Eskifirði. Togarinn kom til
Keflavíkur 31. marz 1948 og var síðan gerður
út af bæjarfélaginu fram á s. 1. ár, að honum
var lagt og útgerðinni hætt, vegna stórfelldra
tapa á rekstri skipsins, sem voru þó lang
mest á árunum 1953—4, en þau ár tapaði
skipið samtals röskum 3 milljónum króna.
Fram til þess tíma námu töpin rúmlega 1V2
milljón, svo að ljóst má vera, að fyrirtækið
hefir verið ærið þungur baggi á bæjarfélag-
inu.
Nýtt frystihús brcnnur á Kcflavíkurflugvclli.
Þann 28. marz s. 1. kviknaði í frystihúsi á
flugvellinum ,sem verið var að enda við að
byggja. Þar sem húsið var byggt úr eldfimu
efni, magnaðist eldurinn fljótt og gjöreyði-
lagðist húsið á skömmum tíma. Þegar sýnt
þótti, að húsinu yrði ekki bjargað, lagði
slökkviliðið aðaláherzlu á að bjarga vélun-
um, og munu þær vera alveg óskemmdar.
Arshátíð barnastúkunnar Nýjársstjarnan.
Fyrir skömmu hélt barnastúkan Nýjárs-
stjarnan í Keflavík árshátíð sína, en hún
hefir nú starfað hér, oftast af miklu fjöri í
52 ár, undir ágætri handleiðslu þeirra Fram-
nessystra, Guðlaugar og Jónínu Guðjóns-
dætra. Vegna fjölmennis varð að halda þenn-
an mannfagnað i tvennu lagi og var þó Ung-
mennafélagshúsið fullsetið bæði skiptin. Til
skemmtunar voru ræðuhöld, upplestur, leik-
þáttur, einleikur á harmoniku og dans.
Skemmtu allir sér konunglega, bæði hinir
ungu félagsmenn og gestir þeirra.
M.b. Muninn, G.K. 343.
Nýr bátur með þessu nafni hefir bætzt við
skipaflota Sandgerðinga. Eigandi bátsins er
Miðnes h.f. og er hann gerður þar út. Bátur-
inn er 56 tonn, byggður úr eik, eftir teikningu
Egils Þorfinnssonar. Er hann smíðaður í
skipasmíðastöð Gyllelai í Danmörk. Hann er
með 300 hestafla Budda vél, simrraad dýptar-
mælir með asdic útfærslu eru í skipinu og
oliudrifið spil. Yfirbygging er úr aluminium,
ganghraði 9—10 sjómílur. Skipið kom til
landsins á gamlársdagsmorgun s. 1. og reynd-
ist mjög vel í siglingunni, enda talið mjög
vandað að allra dómi. Því miður hefir enn
engin mynd verið tekin af bátnum, svo að ekki
er hægt að birta hana hér að svo stöddu.
Gagnfræðaskóli Keflavíkur
hélt ársfagnað sinn í samkomuhúsi Njarð-
víkur þann 26. marz s. 1. Fór mannfagnaður
þessi hið bezta fram og var þar margt til
skemmtunar, þar á meðal sýndu nemendur
skólans þar sjónleikinn „Happið" við hinar
beztu undirtektir áhorfenda. Leikstjóri var
Rögnvaldur Sæmundsson skólastjóri. A öðr-
um stað hér i blaðinu er mynd af leikendum
í hlutverkum sínum.
Nýjustu fréttir af sjálfvirku síinstöðinni
í Keflavík.
Eins og áður hefur verið sagt frá hér í blað-
inu, var leitað til Alþingis um sérstaka fjár-
veitingu til sjálfvirkrar símstöðvar í Kefla-
vík árin 1954 og 1955. Þegar séð varð í des-
ember s. 1., að ekki átti að svara, hvað þá
heldur að taka undir við ákveðnar óskir bæj-
arstjórnarinnar og póst- og símamálastjórn-
arinnar um fjárveitingu til þessa nauðsynja-
máls, var sérstök nefnd kosin til að vinna að
málinu. Kosnir voru Alfreð Gíslason, Valtýr
Guðjónsson og Jón Tómasson, og skyldu þeir
leita fyrirgreiðslu þingmanns kjördæmisins,
Ólafs Thors, forsætisráðherra, þegar í stað,
ef takast mætti að koma málinu eitthvað á-
leiðis á þessu þingi. Þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir, tókst þó ekki að fá fund með hlutað-
eigandi fyrr en 16. jan. s. 1. Þá mætti nefndin
á fundi með Póst- og símamálaráðherra
Ingólfi Jónssyni, Eysteini Jónssyni, fjármála-
ráðherra og formanni fjárveitinganefndar,
Pétri Ottesen. Ekki töldu þeir nokkra leið
til að koma fjárveitingu á stað á þessu þingi,
enda afgreiðsla fjárlaga komin of langt til
þess að svo gæti orðið. Hinsvegar lofuðu þeir
allir að byrjunarfjárveiting til sjálfvirkrar
stöðvar skyldi fást á næstu fjárlögum. Þessi
loforð eru því fyrstu öruggu fyrirheitin um
fjárhagshlið þessa umbótamáls, sem knýjandi
þörf er að leysa svo fljótt sem verða má.
Útrýming hcilsuspillandi íbúða.
Með lögum um húsnæðismálastjórn frá
1955 var svo ákveðið, að ríkið veiti árlega
bæjarfélögum aðstoð til þess að útrýma
heilsuspillandi húsnæði. Er aðstoð þessi fólgin
í því, að ríkið veitir bæjarfélögum hagkvæm
lán gegn jöfnu framlagi þeirra sjálfra. Fram-
lög ríkisins árlega eiga að vera kr. 3.000.000,00.
Bæjarstjórn Keflavíkur hefur samþykkt að
leita þessarar aðstoðar^ og hefur í því skyni
sótt um kr. 500.000,00 lán. Mun vera áformað
að kaupa nokkrar íbúðir í fjölbýlishúsinu við
Faxabraut í þessu skyni. Skilyrði fyrir því,
að bærinn geti notið þessarar aðstoðar, er,
að jafnmargar íbúðir, sem að dómi heil-
brigðisnefndar og héraðslæknis eru heilsu-
spillandi, verði teknar úr notkun. Kjör á
íbúðum, sem reistar eru þannig af bæ og ríki
í sameiningu, eru mjög hafelld, enda eink-
um ætlaðar efnaminna fólki.
Hjónav.ígslur í Keflavíkurprestakalli.
28. janúar voru gefin saman í hjónaband
ungfrú María Einarsdóttir og Ragnar Frið-
björn Jósson, Holtsgötu 43, Ytri-Njarðvík.
28. janúar voru gefin saman í hjónaband
ungfrú Kristrún Guðjónsdóttir Brekkustíg
13, Ytri-Njarðvík og Zack B. Chamberlain,
Keflavíkurflugvelli.
4. febrúar voru gefin saman í hjónaband
ungfrú Ása Sigurjónsdóttir og Axel Nikolaj-
son, Bergi, Deiru.
29. marz voru gefin saman í hjónaband ung-
frú Kristín Jónsdóttir og Einar Jósepsson,
Túngötu 22, Keflavík.
29. marz voru gefin saman í hjónaband
ungfrú Sveinsína Frimannsdóttir, Aðalgötu
10, Keflavík og Reynir H. Ólversson, Fram-
nesvegi 10, Keflavík.
31. marz voru gefin saman í hjónaband
ungfrú Magnea S. Þórarinsdóttir, Hringbraut
71, Keflavík og Roger C. Laber, Keflavíkur-
flugvelli.
4. apríl voru gefin saman í hjónaband ung-
frú Hulda Jónsdóttir, Faxabraut 30, Keflavík
og Owen B. Lovvorn, Keflarvíkurflugvelli.