Faxi - 01.03.1956, Page 11
F A X I
39
Lúðrasveit
Grein þessi, sem átti að birtast
fyrr hér í blaðinu, varð að bíða
vegna þrengsla. Eru hlutaðeigandi
beðnir velvirðingar á því. Rítstj.
Eins og lesendur er kunnugt a£ fréttum
blaða, var stofnuð hér lúðrasveit 15. janúar
s. 1. Þeir, sem hrundið hafa þessari sveit af
stað, eru 20 ungir og áhugasamir bæjar-
búar. Þeir eru fast ákveðnir í því að gef-
ast ekki upp, hversu erfiðlega sem kann
að ganga. Þeir hafa líka gert sér það ljóst,
að þetta verkefni mun ekki leika við þá,
þvert á móti. Við mikla erfiðleika verður
að stríða og þá fyrst fjárskort. Að stofna
lúðrasveit er ekkert smáfyrirtæki, það þarf
ekki nokkur hundruð krónur til þess að
koma henni upp, heldur tugi þúsunda.
En sé viljinn fyrir hendi má komast langt
og þessir ungu menn treysta á skilning
samhorgara sinna. Er ánægjulegt til þess
að vita, hversu menningarlíf þessa unga
bæjar fer ört vaxandi. Hvert félagið, er að
listum lýtur, rís af öðru. Karlakórinn stofn-
aður fyrir um tveimur árum, og hefur hann
þegar veitt bæjarbúum marga ánægju-
stundina. Hann liefur verið sómi þessa
bæjar, þá er mikilmenni hafa heimsótt
okkur og hlotið lof þeirra. Þá var einnig
stofnað leikfélag nú í vetur. Við erum vart
búin að lesa fréttir af stofnun eins menn-
ingarfélags er annað rís upp. Eigum
við ekki að gleðjast yfir þessum fram-
förum og koma til móts við þessa dug-
miklu frumherja. Það orð hefur hvílt á
þessum bæ, að ekkert þýði fyrir listamenn
að koma hingað, því hér kunni enginn að
meta list. Er vonandi að við náum þeim
leiðindarorðrómi af okkur og getum sýnt
landsmönnum, að við séum ekki eftirbátar
þeirra í neinu, er að listinni snýr og kunn-
um eins vel að meta hana eins og hverjir
aðrir. Við eigum nú þegar okkar eigin
tónskáld, ljóðskáld, kór og leikfélag. Nú
eygjum við þann möguleika að eignast
okkar eigin lúðrasveit, er við þörfnumst svo
mjög á öllum okkar útiskemmtunum.
Það, sem hér er að framan talið, er allt
það, sem einna mest prýðir hvert bæjar-
félag. Undanfarið höfum við orðið að leita
til nágrannabæjanna, er við þurfum á
hornablæstri að halda. Nú er það aftur á
móti ekki vonlaust að við fáum að heyra
Keflavíkur
í okkar eigin lúðrasveil á þessu ári. Bregð-
umst við vel við, er sveitin leitar til okkar,
getur svo orðið. Og ekki er að efa að
Keflvíkingar munu taka þessu vel, allir
munu leggja eitthvað af mörkum, svo þetta
megi takast. Það er ekki aðalatriðið, að láta
sem mest af mörkum, heldur að vera með.
Almenn þátttaka mun hafa mest að segja.
Fyrir það fé, sem tekst að safna saman,
munu dýrustu hljóðfærin verða keypt, þau,
er einstaklingar sveitarinnar ráða ekki við
að kaupa sjálfir.
Sveitin er undir forustu Guðmundar
Guðjónssonar glerskurðarmanns. Guð-
mund þarf ekki að kynna fyrir Keflvík-
ingum. Allir vita, að þar er traustur maður
á ferð. Hann hefur mikið starfað hér í
félagsskap og var einn af okkar beztu
leikurum, þá er leiklistin var hér á háu
stigi og revíurnar skemmtu okkur sem
bezt. Stjórnandi sveitarinnar var ráðinn
Guðmundur Norðdalli söngstjóri. Guð-
mundur hefur þegar sýnt það með starfi
sínu fyrir karlakórinn, að hann er mikill
stjórnandi og áhugamaður fyrir tónlistar-
málum. Jafnframt því er Guðmundur
lærður clarenettleikari og hefur í mörg ár
starfað með lúðrasveitum. Er óhætt að
fullyrða, að stjórn sveitarinnar er í örugg-
um höndum, þar sem nafnarnir leggja
saman. Eg átti tal við Guðmund Norðdalh
varðandi sveitina og hvernig honum litist á
hina tilvonandi hljóðfæraleikara. Var Guð-
Gjafir
til sjúkrahússins
Á árinu 1955 bárust sjúkrahúsinu gjafir
sem hér segir:
Frá Laufeyju Guðmundsdóttur og Arna
Vilmundarsyni kr. 5.000,00 til minningar
um Guðríði Vigfúsdóttur og Guðmund
Guðmundsson. Peningunum skyldi varið
til kaupa á fæðingarrúmi á fæðingarstofu
sjúkrahússins.
Frá Jennýu Einarsdóttur, Arna Þor-
steinssyni og börnum kr. 1.000,00 til minn-
ingar um Þorbjörgu Ágústu Árnadóttur.
Peningunum skyldi varið upp í kostnað
við hljóðeinangrun.
mundur hinn bjartsýnasti og sagði, að allir
væru áhugasamir, en það væri líka frum-
skilyrði þess að koma upp lúðrasveit. Til
að vinna upp lúðrasveit þarf fyrst og fremst
þolinmæði, mikið þarf að æfa og mikið
að læra. Sagði hann, að allmargir félag-
anna væru hljóðfæraleikarar og létti það
mikið undir. Er ég spurði Guðmund, hve-
nær mætti vænta þess að heyra til lúðra-
sveitarinnar, kom svar hans mér nokkuð
á óvart. „Lúðrasveitin gæti leikið fyrir
bæjarbúa 17. júní n. k., þ. e. a. s. ef hún
hefði öll þau hljóðfæri nú, er hún þarf
og gæti byrjað að æfa strax. Sveitin er
skipuð 20 mönnum og 11 þeirra hafa feng-
ið sér þau hljóðfæri, er þeir þurfa að nota,
en það eru ódýrari hljóðfærin, svo sem
trompetar, clarenett og básúnur. Hina
vantar hljóðfæri, sem við ráðum ekki við
að kaupa svo sem horn og túbur. Þetta eru
það dýr hljóðfæri, að ekki ei það á færi
einstaklinga að kaupa þau. Við höfum
lauslega reiknað það út að þau hljóðfæri,
er enn vantar kosta um 60 þúsund krónur.
Var ákveðið að leita til bæjarfélagsins,
fyrirtækja og einstaklinga til þess að afla
þessa fjár. Er vonandi, að allir bregðist
ve! við, er leitað verður til þeirra, svo
lúðrasveitinni verði kleift að afla þess-
ara hljóðfæra og æfingar geti hafizt sem
fv'rst. Því fyrr, því betra“. Þannig mælti
Guðmundur og er ekki að efa að margir
ntunu rétta þessari ungu lúðrasveit hönd,
svo hún megi sem fyrst þroskast og dafna
öllum bæjarbúum til gleði og ánægju á
komandi tímum.
Ingvar Guðmundsson.
Einnig kr. 300,00 frá Bjarnveigu Vig-
íúsdóttur í sama tilefni.
Frá Braga Halldórssyni og frú kr. 100,00
í bókasjóð.
Frá Sigurbirni Eyjólfssyni og frú kr.
1000,00 til bókasafns sjúkrahússins.
Einnig hefur sjúkrahúsinu borist að gjöf
frá Kanada, lrá söfnuði séra Eiríks Bryn-
jólfssonar, eitt ullarteppi á fæðingarrúm
sjúkrahússins.
Nú nýlega færði Kvenfélag Keflavíkur
sjúkrahúsinu að gjöf 3 dúnsængur og 6
sængurver til notkunar á sængurkonustofu
sjúkrahússins.
Fyrir framangreindar gjafir færir sjúkra-
húsið gefendum beztu þakkir.
Sjúkrahús Keflavíkurhéraðs.
L