Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1956, Síða 13

Faxi - 01.03.1956, Síða 13
F A X I 41 Frú Grivers við borð alsett fegrunarvörum. Verzlunin Edda Verzlunin EDDA var stofnsett hér síð- astlicSicS haust af frú Vigdísi Jakobsdóttur og frú Þórunni Olafsdóttur. Þær létu byggja upp fiskbúðina við suðurenda ls- félagshúsanna og gerðu úr henni allra snotrustu kvenfata- og snyrtivöruverzlun. Það sem hingað til hefur vakið mesta athygli á verzlun þessari, er vafalaust sýn- ing og kennsla í notkun á snyrtivörum Helenu Rubinstein, sem fram fór hér á vegum Eddu. Frú Grivers, fegrunarsérfræðingur og sendifulltrúi firmans, var á ferð hér á landi í vetur og hélt námskeið í Reykjavík í með- ferð og notkun fegrunarvara Helenu Rub- instein. Námskeið þetta sótti afgreiðslu- konan í Eddu, frú Fjóla Benediktsdóttir. En þar var þeim kennt að leiðbeina við- skiptavinunum um notkun og val snyrti- varanna. Eigendur Eddu sýndu þá hugulsemi, að gefa keflvískum konum kost á að njóta leiðbeininga í fegrunarfræðum og fengu í því skyni frú Grivers hingað og hélt hún fyrirlestur og sýndi með raunhæfum að- gerðum undirstöðuatriði í meðferð og notkun H.R. fegrunarlyfjanna. Keflvískar konur kunnu vel að meta þessa snjöllu hugmynd þeirra frú Vigdísar og frú Þórunnar og skipuðu hvert sæti í Tjarnarlundi. Að fyrirlestrinum loknum var borið fram kaffi og kökur og lauk þessari ágætu samkomu með veglegu kaffisamsæti. Við kaffiborðið heyrði ég konurnar ræða H.f. Eimskipafélag íslands Aðalfundur Aðalfundur lilutafélagsins Eimskipafélags Islantls verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 9. júní 1956 og hefst kl. 1.30 e. h. DAGSKRÁ: 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfs- ári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar entlurskoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1955 og efnahagsreikning með athugasemdúm endur- skoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endur- skoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins. 3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt samþykktum félagsins. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins vara- endurskoðanda. 5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að vera borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðs- mönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 5.—7. júní næstkomandi. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Óskað er eftir að ný umboð og afturkallanir eldri umboða séu komin skrifstofu félagsins í hendur til skrásetningar, ef unnt er 10 dögum fyrir fundinn, þ. e. eigi síðar en 30. maí 1956. Reykjaví!{, 28. desember 1955. STJÓRNIN. margt um kvenlega fegurð og yndisþokka og nauðsyn þess, að viðhalda þeim eigin- leikum á meðan unnt er. Raunar er þessi viðleitni ívaf sögu konunnar frá fyrstu tím- um, með mismunandi meðölum, en tækn- inni hefur fleygt fram í þessum efnum, sem iiðrum — og því fagna konurnar og jafnvel karlmennirnir líka. Hófleg og skynsamleg ntokun fegurðarlyfja er jafn sjálfsögð og ofnotkun þeirra er fráleit. J. T. FAXI Enn er hægt að fá Faxa frá upphafi, að undanskildum nokkrum tölublöðum, sem eru uppseld. Þeim, sem áhuga hafa fyrir þessu, er bent á, að hringja í síma 114 eða tala við ritstjórann á Brekkubraut 7, Keflavík. Þangað ber einnig að koma greinum og öðru efni, sem birtast á í blaðinu.

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.