Faxi - 01.03.1956, Síða 14
42
F A X I
Fuglinn:
H jónaklúbbskokkteill
(Hristur og saman skekinn handa Hjónaklúbb
Keflavíkur, 5 ára, 17. marz 1956)
(Sungið í afmælishófi klúbbsins af ungfrú
Jónu Margeirsdóttur.)
1
Allir vildu verða hjón
I Víkinni okkar. O, þvílík sjón,
allt þetta fyrirtaks fólk í lest
að fá sér hringa og prest.
Til þess að komast í klúbbinn
með kollu í andlitið,
skvetta sér upp og skjótast
í skiptingu útávið . . .
Happið,
eftir Pál J. Árdal.
Leikstjóri:
Rógnvaldur
Sæmundsson.
Hallur: Sverrir
Jóhannsson.
Gerða: Þura
Kristinsdóttir.
Gunnar: Einar
Ériendsson.
Gríma: Jóna Mar-
geirsdóttir.
Helgi: Magnús
Sigtryggsson.
Kristín: Jana
Ólafsdóttir.
Sigga: Margrét
Margeirsdóttir.
2
Kátir urðu kallar
og kellur tóku í dans.
Þeir rikktu þeim í Rúmbu
og Ræl og Ólaskans.
Og allir föðmuðu allar
og enginn úr þorsta dó . . .
3
Dóminó, Dóminó?
Þetta Dóminó kann eg víst ekki.
Beggi-Skó, Beggi-Skó,
viltu biðja um lag, sem eg þekki,
ástarlag, sem sé
eftir Bjarna G. . . .
4
ía Dúa Díalín, ía Dúa Díalín,
eg er ein, sem elska rall
eins og þetta hjónaball.
Elska stundum Steindór P.,
stundum ekki Jóhann P.,
elska stundum herra Hess,
sko, Helga S.
Hann, sem fékk mér happadrátt,
heila flösku um miðja nátt . . .
5
En karlinn minn drakk frá mér dráttinn
og drýldinn í eftir-geim fór
og dagaði uppi með Dorra og Hess
í drynjandi ástríðukór . . .
6
Svo skotinn sem eg alltaf er í öllum
með ekta hár og skósíð brjóstahöld,
er kellan mín samt klárust af þeim öllum
að koma mér á bak við rekkjutjöld
og segja mér til synda daginn eftir
og sýna, að hún hafi lyklavöld . . .
7
Til þín vil eg framvegis flýja,
fíni klúbbur í okkar bý.
Þökk sé öllum, konum og köllum.
Með kveðju — ekki frá Gregorý.
Aövörun til atvinnurekenda
Allir atvinnurekendur eru skyldir lögum samkvæmt að
halda eftir af kaupi starfsmanna sinna vissum hundraðs-
hluta af kaupi upp í opinbr gjöld. Eru þeir ábyrgir fyrir
því, að þessum ákvæðum sé fylgt. Munið því að draga reglu-
lega af kaupi starfsmanna yðar til greiðslu opinberra gjalda,
því að öðrum kosti má gera yður ábyrga fvrir ógreiddum
gjöldum starfsmanna, jafnt og opinberum gjöldum, sem
lögð hafa verið á atvinnurekendur sjálfa.
Skrifstofa Keflavíkurbæjar
TILKYNNING
ji fró skrifstofu Keflavíkurbæjar
;j Samkvæmt útsvarslögum og samþykkt bæjarstjórnar
ber gjaldendum að greiða bæjarsjóði Keflavíkur upp
jj í útsvar 1956 50°/ af útsvörum þeirra 1955 með
gjalddögum 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní sem
næst 12%% af útsvarinu 1955 hverju sinni, þó
ij þannig, að hver greiðsla standi á heilum eða hálfum
tug króna.
Bœjargjaldkerinn
1____~______________________________