Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1960, Blaðsíða 15

Faxi - 01.02.1960, Blaðsíða 15
F A X I 31 Nýr 70 lest-a vélbátur Laugardagskvöldið 30. jan. kom til Keflavíkur nýtt glæsilegt fiskiskip, Manni KE 99, sem er eign Keflavík h.f., Kefla- vík. Skipið er smíðað úr eik, samkvæmt teikningu Egils Þorfinnssonar, hjá skipa- smiðastöðinni H. Siegfried Eckernförge, V.-Þýzkalandi, en umboðsmenn þeirrar skipasmíðastöðvar var Atlantor h.f., Rvík. Stærð skipsins er 70 rúml. brúttó, og er aðalvél þess 8 cyl. Mannheim-diesel, 400 hestafla. Einnig er 20 ha. hjálparvél sömu tegundar. I skipinu eru tvö vökvadrifin spil, frá firmanu Hydraulik, Noregi. Enn fremur er norsk stýrisvél, vökva- drifin. Þá er skipið búið öllum nýtízku tækjum, svo sem Decca radar, tveim Simrad síldar- leitartækjum og einnig Simrad dýptarmæli. Talstöð og móttakari eru sambyggð og komið fyrir í sérstöku herbergi. Þá er gúmmíbjörgunarbátur fyrir 12 manns af RFG-gerð. Upphitun er þannig, að nota má hvort heldur kælivatn aðalvélar eða eldavél. Eld- hús er mjög rúmgott og þægilegt, má t. d. nefna að þar er komið fyrir kæliskáp til matvælageymslu. Allur frágangur skipsins er hinn vand- aðasti, og mun með því bezta sem hér hef- ur sézt í fiskiskipum. Skipstjóri er Þorsteinn Einarsson, en hann sigldi skipinu heim. Manni fór í fyrsta róður sinn 2. febrúar og síðan alltaf, þegar á sjó hefir gefið og hefir aflað vel miðað við önnur skip. Utgerðarfélagið h.f. Keflavík, sem á Manna, á einnig bátinn Nonna, en þessi nöfn eru Islendingum að góðu kunn úr hinum vinsælu barnabókum sr. Jóns Sveinssonar. Er fyllsta ástæða til að óska eigendun- um til hamingju með bátana og nöfnin. Ársþing í. B. K. Ársþing í. B. K. verður haldið sunnudaginn 28. febr. n.k. í Ungmennafélagshúsinu uppi og hefst kl. 2 e. h. Frá spilakvöldi í stúkunni Vík. Keppnin er býsna hörð, enda alvörublær yfir fólkinu, eins og myndin sýnir. +——-—>—■ — ------— —■— ----— -----------— + í Útgerðarvörur: Grastó — Ormalína — Vírmanila Lína, uppsett — Nylontaumar Lykkjukrókar og Spaðakrókar Ahnýtt nylonábót Skrúflásar — Kóssar — Fríholt Blakkir allskonar Kaupfélag Suðurnesja | Byggingarvörudeild ____________________________________________í ! I Höfum fyrirliggjandi: Múrhúðunarnet — Þakpappa Innihurðalamir — Skápalamir, yfirfelldar Smckklása og hengilása Kaupfélag Suðurnesja Byggingarvörudeild Einangrun: Höfum ávallt fyrirliggjandi plasteinangrun frá Plastiðjunni, Eyrarbakka. Ka u p félag S tuðurnesja Búsáhaldadeild i | '1 „ ii .... III, II M. „„ „„ A.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.