Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1960, Blaðsíða 6

Faxi - 01.05.1960, Blaðsíða 6
70 F A X I Lúðrasveit Kef savíkur Talið frá vinstri, fremri röð: Hreinn Óskarsson, Guð- finnur Sigurvins- son, Hermann Hjartarson, Guð- jón Kristófersson, Þórir Baldursson, Rúnar Lúðvíksson, Bjarni Einarsson, Birgir Sveinsson og Guðlaugur Kristó- fersson. — Aftari röð frá vinstri: Páll R. Ólafsson (sést aðeins á hann), Einar Erlendsson, Sigurbergur Guðmundsson, Ólafur R. Guðmundsson, Ragnar Eðvaldsson, Guðmundur G. Jónsson, Guðmundur Þ. Guðjónsson, Ingiþór Geirsson, Aagnar Sigurvinsson, Bjarni Gísla- son og stjórnandinn, Guðmundur Nordahl. Lúðrasveit Keflavíkur var stofnuð 15. janúar 1956. Stofnfélagar voru 20. Til- gangur félagsins var að viðhalda og efla hljóðfæraleik í Keflavík, með því t. d. að halda opinbera hljómlika, aðstoða við úti- hátíðahöld, bæði á vegum bæjarins, íþrótta- félaganna og annarra þeirra aðila, sem standa fyrir útihátíðahöldum. Lúðrasveitir eru nú starfandi í flestum bæjum landsins og þykir hvarvetna að þeim hinn mesti menningarauki, enda naumast hægt að halda fjölmennar útisamkomur eða fara í hópgöngur án þess að lúðrasveit sé til staðar. Alls þessa voru stofnfélagarnir vitandi, enda ríkti á meðal þeirra mikill áhugi fyrir félagsstofnuninni og verkefnunum, sem biðu úrlausnar. Stjórn lúðrasveitarinnar er nú að mestu skipuð sömu mönnum og hún var í upp- hafi, þó hafa orðið skipti á formönnum. Fyrsti formaður sveitarinnar var Guðm. Þ. Guðjónsson, ósérhlífinn og áhugasam- ur um framgang þessa málefnis, en nú er Ólafur R. Guðmundsson formaður. Aðrir í stjórninni eru: Guðfinnuur Sigurvinsson gjaldkeri, Baldur Sigurbergsson ritari og varaformaður Guðlaugur Kristófersson. Þjálfari og stjórnandi lúðrasveitarinnar hefur verið frá upphafi Guðmundur Nor- dahl. Nú á dögunum hitti ég að máli formann sveitarinnar, Ólaf, og spurðist fyrir um starfsemina og hvað nú sé framundan. Ólafur lýsti vetrarstarfinu, sem eingöngu er fólgið í stöðugum æfingum 9 mánuði ársins, eða frá því í endaðan september og fram til júníloka. En nú tekur við mesti annatíminn, þar sem óðum líður að því, að lúðrasveitin fari að leika opinberlega fyrir bæjarbúa. — Og hvenær verður það? — Fyrsti opinberi leikurinn okkar er nú reyndar liðinn hjá, það var á sumar- daginn fyrsta, er við lékum fyrir skrúð- göngu skátanna. A hvítasunnudag mun- um við fara til Hafnarfjarðar í boði Lúðrasveitar Hafnarfjarðar. Þar leikum við sjálfstætt nokkur lög og einnig í sam- leik við Hafnfirðingana. Eftir það verður Sjómannadagurinn í Keflavík næsta við- fangsefnið, þá 17. júní, og ef að vanda lætur, munum við hafa nóg að gera þann dag. — En er þá ekki sumarstarfið upptalið? — Nei, svo er nú ekki. Þriðja hvert ár er haldið lúðrasveitamót. Síðast var það haldið á Akureyri, en nú í sumar er fyrir- hugað að halda það sunnudaginn næstan eftir 17. júní í Vestmannaeyjum, ef for- föll ekki hamla. — Er lúðrasveitin vel búin að hljóðfær- um? — Já og nei, þó við höfum eignazt tals- vert mörg og góð hljóðfæri á þessum 4 árum, sem liðin eru frá stofnun sveitar- innar, þá vantar okkur samt enn tilfinn- anlega fleiri, enda höfum við pantað hljóð- færi, sem eru væntanleg í haust. En í sam- bandi við þetta, vil ég geta þess, að fjár- hagurinn er því miður langt frá því að vera góður. Við hefðum áreiðanlega lent í kröggum við að innleysa þessa hljóðfæra- pöntun okkar, þótt ekki hefði komið til hin nýja gengisbreyting. — Hvað ætlið þið þá að taka til bragðs? — Við höfum sett á stofn happdrætti. — Hvernig er því hagað? — Það verður dregið um 4 verðmæta vinninga og fer dráttur fram 17. júní í sumar. — Er byrjað að selja þessa happdrættis- miða? — Já, sala á þeim var hafin fyrir viku síðan og við væntum þess, að bæjarbúar kaupi þessa miða og styðji okkur þannig í þessu brýna og aðkallandi nauðsynja- máli okkar. — Er það rétt, sem mér liefur verið sagt, að konur ykkar lúðrasveitarmanna hafi stofnað með sér félag í þeim tilgangi, að styrkja ykkur í starfi? — Já, það er alveg rétt, þær stofnuðu þenna félagsskap fyrir tveimur árum, og sannarlega hefur þetta starf þeirra verið okkur alveg ómetanlegt, og þó kannske sérstaklega sá andlegi styrkur og uppörfun, sem hinn fórnfúsi félagsskapur þeirra hef- ur veitt okkur. — Segðu mér, Ólafur, eru ekki þessar æfingar ykkar tímafrekar? — Jú, því er ekki hægt að neita. Við höfum alltaf tvær æfingar í viku, en hver æfing stendur yfir í tvo tíma. Þetta mundi gera 16 stundir á mánuði, og þar sem æfingamánuðirnir eru níu, verður útkoma dæmisins 144 stundir á vetri hverjum. — Og svo ertu líka í karlakórnum? — Já, ég hef verið í honum frá stofn- degi. — Og hvað eru margar æfingastundir á viku þar? — Ja, fari maður að tíunda það, held ég naumast sé hægt að reikna með minna en þremur stundum á dag, æfingardag- ana, en þeir eru tveir í viku. En þó ég svari þessum spurningum þínum, geri ég það ekki af því að ég sjái eftir þeirn, eða telji þær eftir á nokkurn hátt. Þetta hefur nú alltaf verið mitt hjartans áhugamál, og þá getur maður naumast varið tímanum betur á annan hátt. — Er nokkuð sérstakt, sem þú vildir koma hér á framfærí að lokum?

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.