Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1960, Blaðsíða 13

Faxi - 01.05.1960, Blaðsíða 13
F A X I 77 ÍBK sigroði í drengja- hlaupi Ármanns Fyrsta sunnudag í surnri, 24. apríl s. 1., fór fram í Revkjavík hið árlega drengja- hlaup Armanns. ÍBK sendi 5 þátttakendur ] hlaupið og sigraði bæði í þriggja- og fimm manna sveitarkeppni. 1 þriggja manna sveitarkeppninni urðu úrslit þessi: 1. ÍBK 15 stig. 2. UMSK 19 stig. 3. ÍR 20 stig. 4. Armann 27 stig. I fimm manna sveitarkeppni urðu úrslit þessi: 1. ÍBK 20 stig. 2. Ármann 35 stig. Sigurvegari hlaupsins varð Arnar J. Leví, KR, á 6:03,9 mín. 2. Helgi Hólm, ÍR, 6:05,8 mín. 3. Hólmbert Friðjónsson, ÍBK, 6:07,0 mín. Röð annarra Keflvíkinga í mark varð þessi: Karl Hermannsson varð nr. 7. Kjartan Sigtryggsson varð nr. 11. Friðrik Georgsson varð nr. 13. Olafur Gunnarsson varð nr. 16. Alls voru keppendur í hlaupinu 24. — Hlaupaleiðin var rúmir 2 km. A Tjarnargatan að lokast? hefur bæjarstjórn um málið fjallað. Þó er þannig málum háttað, að skipulagsupp- dráttur af þessu svæði hefur ennþá ekki verið staðfestur af skipulagsstjóra ríkisins. Og því er spurt: Hvers vegna eru fram- kvæmdir hafnar áður en formlegt bygg- ingarleyfi er fengið? — Hefur vilyrði ver- ið gefið fyrir leyfinu áður en byggingar- nefnd fjallar um máliðr Hvers vegna er þannig unnið að skipulagsmálum Kefla- víkur, sem er mál framtíðarinnar ekki síður en nútíðar? — Þetta er önnur hlið þessa máls, sem allir sannir borgarar hljóta að fordæma. Hin hliðin er spurningin: Er rétt skipu- lagslega séð, að loka Tjarnargötunni til sjávar? Þeirri spurningu svara ég hiklaust neit- andi, og eru rök mín þessi: Tjarnargata er bein þvergata, sem ligg- ur þvert í gegnum byggðina og hefur möguleika til þess að verða breið gata og skipulega byggð. Fyrir enda hennar að vestan hefur verið byggður vatnsgeymir, sem lokar henni frá sjó séð. Vatnsgeymir- inn stendur þar sem land er hæst í ná- grenni Keflavíkur. Hugsa mætti sér rúm- gott hringtorg umhverfis vatnsgeyminn, en Tjarnargatan héldi síðan stefnu sinni ofan hans. 1 framtíðinni mætti margt gera fyrir þennan stað til gagns og prýðis. — Byggja mætti þak yfir geyminn á súlum. A þessu þaki mætti koma fvrir minnismerki sjó- manna. Þar sæist það vel á sjó út með opinni Tjarnargötu og gæti sem ljósmerki verið sjómönnum leiðarmerki. Á þessu þaki gæti einnig verið útsýnisskýli, því þarna myndi víðsýnast verða í nágrenni Keflavíkur. Við heyrum, að vísu, oft sungið, að Keflavík sé gróðurlaus og hrjóstrug, já, að hér sé ljótt. Þeim mönnum mætti þá sýna þá staðreynd, að óvíða getur að líta fegurri fjallasýn en hér er að sjá ofan af holtinu fyrir ofan byggðina, þegar sólar nýtur og loft er hreint. Svo sýndist Jóni Trausta, er hann á sínum tíma ferðaðist um Suður- nesin, og lesa má í ferðaminningum hans. Og hafi ráðamenn þessa bæjar ekki veitt þessu athygli, þá vil ég benda þeim á, að virða fyrir sér fjallahringinn frá þessum stað. Skoða fjöllin snævi þakin við sólar- upprás í desembermánuði, — við sólarlag Þeir, sem leið hafa átt um Hafnargötu og Tjarnargötu síðustu daga, hafa að sjálf- sögðu veitt því athygli, að undirbúningur er hafinn að byggingu neðan Hafnargötu, fyrir enda Tjarnargötu. Hefur þar verið grafið fyrir húsi, sem mun loka syðri helmingi Tjarnargötu, ef byggt verður. En hvers vegna er þessum framkvæmd- um hreyft hér? Er nema gott um það að segja, að bærinn okkar byggist upp af stórum og glæsilegum húsum, og hér er manni sagt, að byggja eigi 5 hæða hús. Að sjálfsögðu er það óskadraumur allra góðra Keflvíkinga að svo megi verða, en jafnframt er það mikilsvert, að það takist að staðsetja þannig sem flestar byggingar, að þær fái notið sín og að til yndisauka verði. — Það er því krafa okkar til yfir- valdanna, sem þessum málum ráða, að þau geri sitt til, að sem beztur árangur náist. En því er þessu máli hreyft, að mér virðist, að misbrestur nokkur sé orðinn á framkvæmd þessara mála hér, og skal þetta nú skýrt nánar. Eins og áður segir, virðist eiga að byggja stórhýsi neðan Hafnargötu, á móts við Tjarnargötu. Það hefur þegar verið graf- ið fyrir húsinu. Þetta er framkvæmt áður cn byggingarnefnd ræðir málið, því síður Sveit ÍBK, sem sigraði í þriggja og fimm manna sveitakeppninni.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.