Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1960, Blaðsíða 2

Faxi - 01.10.1960, Blaðsíða 2
122 F A X I Attræður eljumaður Einn af eldri samborgurum okkar Kefl- víkinga, Guðlaugur S. Eyjólfsson húsa- smiður, verður áttræður nú þann 16. nóv- ember. Fæddur er hann að Efri-Fljólum í Leiðvallarhreppi V.-Skaftafellssýslu 16. nóv. 1880, sonur hjónanna Þorbjargar Hinriksdóttur og Eyjólfs Eiríkssonar, sem þar bjuggu um skeið. Hér í Keflavík hefir Guðlaugur átt heima síðan 1934 og er hér vellátinn og vinsæll meðal þeirra, sem hafa honum kynnst, enda greindur og tillagnagóðúr, sé til hans leitað. Hann er óáleitinn og dagfarsprúður mannkostamaður með heimspekiþróaðar lífsskoðanir, sem mótast hafa í hörðum skóla lífsins, þar sem hin góða eðlisgreind hans hefir þjálfast og þroskast. Gætir þessa oft í spjalli Guð- laugs við samferðamennina um hin marg- víslegustu málefni tilverunnar og hins daglega lífs. Guðlaugur er nú í ellinni að byggja sér þriggja hæða stórhýsi við Hafnargötuna í Keflavík, en þau cru annars orðin býsna mörg húsin, sem hann hefir byggt sfðan hann flutti suður, bæði liér í bænum og í nærliggjandi byggðarlögum. T. d. mun hann hafa byggt eða staðið að byggingu hins myndarlega íbúðarhúss Guðmundar Finnbogasonar í Innri-Njarðvík, og það iiefir Guðmundur sagt mér, að Guðlaugur sé einhver sá bezti maður, er hjá sér liafi unnið. Núna á dögunum hitti ég Guðlaug að máli, þar sem hann var við vinnu sína og lagði fyrir hann nokkrar spurningar í tilefni þessa merkilega afmælis, sem fram- undan er. Þegar ég hafði hripað niður það helzta, er varðar uppruna lians og æsku- stöðvar, hélt ég áfrarn að spyrja, þrátt fyrir hógvær mótmæli gamla mannsins: — Olst þú upp í föðurhúsum ? — Til tíu ára aldurs átti ég heima á fæð- ingar- og framfaramál bæjarins. Við þetta tækifæri var meðfylgjandi mynd tekin af frú Mörtu og núverandi símastjóra, Jóni Tómassyni, þar sem segja má að þau tengi saman gamla og nýja tímann í símamálurn okkar Suðurnesjamanna. Myndin er tckin framan við hinar sjálfvirku vélar síma- stöðvarinnar í Keflavík. Guðlaugur S. Eyjólfsson. ingarstað mínum, en fluttist þá austur á Reyðarfjörð með föður mínum, en hjá honum taldist ég eiga heima fram yfir fermingu. Móðir mín dó, þegar ég var fimm ára og hafði ég því lítið af henni að segja. Þegar ég tíu ára kom austur á Rcyðar- fjörð, réðist ég vikadrengur til hjónanna á Sléttu, Björns Jónssonar og Siggerðar Eyjólfsdóttur frá Selárteigi, og var ég hjá þeim í 2 ár. Þá hafði faðir minn byggt sér ísl. bæ á Reyðarfirði og þráði ég nú ákaft að komast heim og fá að stunda þar sjó, inn við fjarðarbotninn, þar sem fjörð- urinn var í þá daga hreinasta gullkista, fullur af þorski og síld. Þessu til staðfest- ingar get ég sagt þér, að altítt var, að unglingar og gamalmenni fengju yfir veturinn á smákænur, þetta 80 og upp i 120 skippund fiskjar. — Og þú hefir strax fengið leyfið til vistaskiptanna? — Já, víst fékk ég það, og fyrsta vetur- * inn reri ég með bróður mínum af clclri systkinunum, sem áður var fluttur austur og stundaði þar sjóinn. — Hvernig gekk svo fyrsta vertíðin? — Hún gekls. sæmilega, við fengum um 80 skippund á kænuna, og þannig héldurti við áfram 2 næstu veturna með all sæmi- legum árangri og vorum svo við síldveiðar á sumrum ,en um þessar mundir var henni bókstaflcga mokað upp. — Hvernig veidduð þið síldina? — Það var herpinót, sem sildarútveg- urinn krafðist. Kastað var til beggja handa frá miðju nótarinnar og svo dregið til lands. — Hvað var svo gert við aflann? — Verkunaraðferðirnar voru þá svip- aðar og enn tíðkast, þorskurinn flattur, saltaður og síðan þurrkaður til útflutn- ings og einnig var síldin söltuð í tunnur ^ og seld til útlanda. — Hvernig var verðið? — Það mátti, teljast gott, enda voru menn þá ánægðir með það scm fékkst, það varð að nægja og þýddi lítið að mögla, enda var afkoma manna yfirleitt sæmileg. Utlendir menn áttu þá aðal bjargræðis- tæki þjóðarinnar, svo varla var við betra að búast. — Varstu lcngi í útgerð með bróður þínum ? — Nei, aðeins þar til ég var fermdur

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.