Faxi

Årgang

Faxi - 01.10.1960, Side 6

Faxi - 01.10.1960, Side 6
126 F A X I FAXI Ritstjóri og afgreiðslumaður: HALLGR. TH. BJÖRNSSON. Blað- stjórn: HALLGR. TH. BJÖRNSSON, MARGEIR JÓNSSON, KRIST- INN REYR PÉTURSSON. Gjaldkeri: GUÐNI MAGNÚSSON. — Auglýsingastjóri: GUNNAR SVEINSSON. Verð blaðsins í lausasölu kr. 5,00. — Alþýðuprentsm. h.f. Ritgerða- og Ijósmyndasamkeppni fyrir unglinga í vetur var ég í margvíslcgu stússi: kvik- myndatextar, þýðingar, ritdómar, blaða- mennska, í einu orði: öll hugsanleg skrif- finnska. Þetta gengur ágætlega. Og konan hjálpar mér með allt, sem ég þarf að skrifa á rússnesku, því að hún á að hcita lærður stílisti. — Lena mín góð, nú bið ég Arna að túlka, hvernig finnst þér að vera á íslandi ? — Dásamlegt land. Það er eins og maður sé kominn aftur til upphafs jarð- sögunnar. Hafið ótrúlega blátt. ennþá blárra en Svartahafið, og yfir liafinu er þessi bjarti himinn en mitt í öllutn þess- um bláma er kolsvart hraunið með öllum sínum furðulegu formum. Litirnir eru skærari en á myndum Asgríms, og þóttu mér þær þó næsta ótrúlegar, þegar ég sá þær á sýningu í Moskvu. Svo er loftið svo hrcint, að allar fjarlægðir fara á ringulreið og manni finnst ckki þurfa nema eins og klukkulíma að hlaupa upp á Keili. — Hefurðu ferðast um landið? — Já, töluvert. Við vorum íjóra daga á Laugarvatni, gengum á fjöll og þefuð- um af kjarrinu. Við höfum líka gengið töluvcrt á fjöll á skaganum og auðvitað komum við til Þingvalla. Svo hef ég líka veitt marhnúta og kola við Básbryggjuna og ýsu út af Stakk. Það gekk alvcg ljóm- andi vel. Ég lét Arna ljósmynda aflann mjög nákvæmlega, annars trúa kunningj- arnir heima mér ekki, þegar ég fer að segja þeim frá aflasæld minni. Já, ég hef séð margt, en cinsog ég sagði áðan: hrifn- ust er ég af hrauninu, það er alveg stór- kostlegt. — Arni þinn segir mestan súpudisk vcr- aldar til heimilis í Rússíá, en hvað segir þú um saltfisk hérlendan? — Kann ekki beint við hann Svið eru ágæt, en ég var dálítið smeyk við þau, því það er svo skrýtið eitthvað að éta hausal En steikt lúða og ný ýsa er mikið linoss- gæti. „Vo“! — segir Lena og réltir þumal- fingurinn uppíloft einsog rómverskur keisari, en uppréttur þumalfingur þýðir að citthvað cr aldeilis frábært. — Svo er alltaf verið að drekka kaffi á Islandi. Alltaf kaffisopa, tíudropa. Jájá. En mér féll það vel, þótt ég sé auðvitað teinu vanari. Ég var strax orðin forfallin kaffi- drykkj ukona — Að lokum Lena, fólkið i landinu? — Islendingar eru kátari menn en ég hafði haldið. Árni hafði reynt að skelfa mig með því, að þeir væru svo seinteknir. Það er einhver misskilningur. Mér fannst Um fátt hefur verið meira rætt og ritað en drykkjuskap unglinga, sérstaklega í sambandi við hegðun ungs fólks í Þórs- mörk um verzlunarmannahelgina í sumar. Allir góðir menn sjá, að við svo búið má ekki standa. Það verður að fá æskunni þau verkefni og þá tómstundaiðju, þar sem hún glatar ekki sæmd sinni og sál. Einn liður í þessu viðreisnarstarfi var bindindismannamót í Húsafellsskógi, sem ltaldið var einmitt um verzlunarmanna- helgina. Mót þetta, sem haldið var í fyrsta skipti í sumar, tókst með miklum ágæt- um. Voru þar saman komin um 5—600 manns og margt af því unglingar, sem allir skemmtu sér hið bezta. Nú hefur sami aðili og sá um bindindismannamótið, ncfnilega Umdæmisstúkan nr. 1, ákveðið, að beita sér fyrir ritgerða- og ljósmynda- keppni meðal barna og unglinga. Hefur undirrituðum verið falið þetta verk, en hann var kosinn gæzlumaður unglinga- starfs á Suðurlandi á umdæmisstúkuþingi í vor. I. Ritgcrða- og smásagnakeppnín. I ritgerðakeppninni verður þátttakcnd- uin skipt í tvo hópa; annars vegar þeir eldri frá 14—16 ára, hins vegar unglingar, sem eru yngri en 14 ára. 'fljótt, að ég hefði þekkt ykkur langa lengi. Svo hafa allir sýnt okkur frábæra gestrisni og höfðingskap. Mikið er ég þakklát ölltt þessu góða fólki sem ég kynntist ltér og gerði allt til þess, að þessir sólríku sumar- mánuðir yrðu sem ánægjulegastir. krp Þeir, sem eru í eldri flokknum (14—16 ára) geta valið milli þessara þriggja verk- efna: A. Ferðasaga. B. Smásaga. C. Skáldsagan Sólarhringur og vanda- mál æskunnar í dag. (Skáldsaga þessi, sem flutt var í útvarp síðast liðinn vetur, vakti mikla athygli, enda fjallar hún að veru- legti leyti um uppeldis- og æskulýðsvanda- mál). Tekið skal fram, að sami einstaklingur getur aðeins sent eina ritgerð. 1 yngra flokknum (yngri en 14 ára) verður eitt verkefni: Skemmtilegasta bókin, sem ég hefi lesið. II. Ljósmyndakeppni. I ljósmyndakeppninni eru allir gjald- gengir, sem eru 16 ára eða yngri. Sami maður má aðeins senda eina mynd og skal henni gefið heiti. Til þessarar samkeppni er fyrst og fremst efnt til að hvetja unglinga til and- legra átaka. Rilgerðin og smásagan hefur lengi skipað heiðurssess í bókmenntum íslendinga og ljósmyndun cr mjög vinsæl tómstundaiðja. Reynt verður að vanda til verðlauna og ef næg þátttaka fæst, munu veitt þrenn verðlaun í ljósmyndakeppn- inni. Að lokum skal þess getið, að þatt- taka í keppninni er bundin því skilyrði, að viðkomandi sé í stúku og þurfa úrlausnir að hafa borizt undirrituðum fyrir 1. jan- úar 1961. Hilmar Jónsson. H ÖFUM nokkur frystihólf laus í frystihúsi voru upplýsingar í síma 2095 Hraðfrystihús Keflavíkur

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.