Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1960, Blaðsíða 5

Faxi - 01.10.1960, Blaðsíða 5
F A X I 125 Árni Bergmann. Árni kom heim í sumar frá Moskvu að syna vandamönnum og vinum konuna sína, Lenu. Og til að sýna heiini Suður- götuna, hvar hann lck sér í bernsku, hvar <>11 veröldin var Veghúsalóðin — einu sinni. Þá var Moskva bara depill á landa- brcfi, en Rússar ýmist englar eða djöflar í dagblöðum. Og mannætur í mánaðar- ritum. En sem svcinninn við Suðurgötu hefur rctt nýlokið minnaprófi á rakvél, en hverri ágætiseinkunninni af annarri í unglinga- og menntaskóla, er hann allt í einti kom- inn austur fyrir tjald, til framhaldsnáms, fyrir sex árum, ekki satt ÁrniP — Jú, ég fór til Moskvu strax hauslið 1954, árið sem ég var búinn á Laugar- vatni. Það var mjög spennandi. Kefl- víkingar vorkenndu mér og kvöddu mig mjög alvarlegir á svijlinn. Við fórum saman tveir, ég og Arnór Hannibalsson. I Leningrad gaf Intúrist okkur styrju- hfogn Rússar eru mjög gestrisnir. — Og Moskva, milljónaborgin við fyrstu sýn? Man ekki hvað mér fannst um Moskvu, en háskólinn fannst mér gríðarstór. Þar var hátt lil loft og gangar voru mjög langir og tilkomumiklir. Við fengum Lena Bergmann. góðar mótlökum. Þriðja kvöldið sem ég var þarna tók náþúi minn okkur með sér í óperuna. Sá var eineygður, en það vissi ég ekki fyrr en við höfðum búið í sömu blokk meir en ár. Þá tók hann allt í einu gerfiaugað út úr andlitinu. — Rússneskan, varstu ekki mállaus, þótt þú værir vel sjáandi á báðum? — Auðvitað var þetta erfitt fyrstu mán- uðina. Eg kunni sama og ekkert í málinu, þegar ég kom. Mér gekk illa að læra að éta. — Læra að éta? Guð, ekki þó menn? — Nei, ég keypti mér kannske í mat- stofunni miða tipp á eins og tvo kalda smá- rétti og súpu, en engann aðalrétt. Það bjargaði málinu, að vel er hægt að verða saddur af einum rússneskum súpudiski. Það er mesti súpudiskur veraldar. En verst þótti mér það tímabil, þegar ég kunni orðið töluverl í málinu, skildi í höfuðatrið- um það, sem sagt var við mig, en var ekki sjálfur fær um að segja sómasamlega frá nokkrum sköpuðum hlut. Skilst hvað maður á við, en er svo frámunalega leiðin- lega orðað, að skömm er að. — Háskóladvölin ? — Þar var gott að vcra. Lærifeðurnir voru misjafnir eins og gengur, en þrír voru stórkostlegir. Við bjuggum í þægi- legum cinsmannsherbergjum. Sovézku stúdentarnir reyndust mjög hjálpfúsir og ágætis félagar? — Nokkrir kynlegir kvistir? — Jájá. 1 minum námshópi kenndi margra grasa. Þar var skáld sem orti eftir- hermukvæði og skrifaði sögur í anda O’Hcnry, en um mig orti skáldið ágæta skalladrápu. Þar var söngkona sem tróð upp með Jingle bclls og aríur úr Madame Butterfly á hverri deildarskemmtun. Þar var viljasterkasti maður heimsins. Til að skilja betur tónlist, lærði hann á cinum vetri í hjáverkum að spila dável á píanó. Og þarna var latatsti maður heimsins, spilandi dómínó allan sólarhringinn. — Fleira kvenkyns en söngkonan?- — Ein stúlkan í hópnum, til dæmis, lærði töluvert í íslenzku, mest af sjálfri sér. Hún hefur kannað sérstaklega allt sem á 19. öld var skrifað og þýtt um ísland og eftir Islcndinga Jrar i Rússlandi. Rit- gerð hennar um þetta efni kemur bráðlega út á prenti. — Nú, félagslífið? — Sovézku stúdentarnir hafa merkilegt félagslíf. Áhugahópar stúdenta setja upp heilar óperur eins og Evgéní Onegín. Leikflokkur frá okkur setti upp þckkt tékkneskt leikrit: „Þvílík ást“, og þótti gera því betri skil en þau tvö reglulegu leikhús í Moskvu sem tóku sama verkefni fyrir. — Engin rúsína í pylsuenda félagslífs- ins? — Árlegar revíur maður, um háskóla- deildina eða árganginn. Situr þá margur ágætur prófessor sveittur i sæti sínu og bíður eftir dembu. Ungkommúnistahreyf- ingin er potturinn og pannan í öllu fé- lagslífi. En á almennum fundum hennar er ekki fyrst og fremst rædd pólitísk efni, heldur starf háskólans, námið, frammi- staðan. Utlendingar hafa landasamtök með sér. — Hvað var nám þilt sérstaklega? — Rússneska og rússneskar bók- menntir. Helztu námsgreinar voru þá fornslafneska, málssaga, mállýzkur, rúss- nesk málfræði, rússnesk bókmenntasaga, almenn bókmenntasaga og ýmislegt annað í þeim dúr. Þetta er fimm ára nám. En áður en því væri lokið kvæntist ég inn- fæddri, henni Lcnu hérna. Einhver bezti kunningi minn var kvæntur beztu yin- konu hennar, svo þetta gat varla öðruvísi farið. Eftir að skólinn var kvaddur, fór- um við að búa á bökkum Moskvufljóts. Við Suðurgötu — og mestan súpudisk veraldar Tedrykkjurabb við Lenu og Árna Bergmann

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.