Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1960, Blaðsíða 5

Faxi - 01.11.1960, Blaðsíða 5
F A X I 137 „I þúsund ár höfum við setið við sögur og Ijóð" Góð alþýðumenning hefur um langan aldur verið höfuðstolt íslenzku þjóðarinn- ar, og svo segja fróðir menn, að án þess- arar margra alda gömlu bókmenningar, hefðum við aldrei endurheimt frelsi og sjálfstæði úr hendi erlendrar þjóðar. Og þessi menning okkar var fyrst og fremst bundin við bók, sögu og fróðleik. Og skólar landsins eru fast að því eitt þús- und ára gamlir. A fyrstu öldum sögunnar töldu spakir menn skólahald óhjákvæmilegt, enda var þeirra málsháttur á þá lund, að enga betri eign væri hægt að öðlast en mikið mannvit og vísdóm. Þessi málsháttur breyttist að visu á mesta niðurlægingartímabili þjóðarinnar, þá var sagt, að bókvitið yrði ekki látið í askana. En samstundis og þjóðin öðlaðist sjálf- stæði sitt og frelsi, óx aftur trúin á mátt menntunarinnar og menn komust að raun um, að bókvitið varð einmitt látið í askana í bókstaflegri merkingu. Og þetta er ekki bundið einungis við okkur eina hér í þessu landi. Hvar sem er í heiminum blasir sama staðreyndin við: þar sem alþýðumenn- ing er á háu stigi, þar er efnahagsleg vel- megun einnig til staðar. Þar sem alþýðumenning og alþýðu- fræðsla er á lágu stigi, blasir örbirgðin við, það eru hinar vannærðu þjóðir. Um þessi atriði deila menn ekki, til þess eru staðreyndirnar of augljósar. Um hitt geta menn e. t. v. deilt, hver sé hlutur skólanna í menningu alþýðu. Þó er það svo, að trauðlega mun einuin eða neinum koma til hugar í alvöru, að leggja skólahald niður, menn geta deilt um mis- langan skólatíma, námsefni o. s. frv. en um sjálfa tilveru skólanna deila menn ekki. Og til þess að hægt sé að starfrækja skóla, þurfa þeir á starfsmönnum að halda, helzt sérfróðum. Kennarar eru því meðal hverrar menningarþjóðar allfjöl- menn stétt, einnig hér á landi. Viðurkennt er, að starf kennarans sé hið mikilvægasta í alla staði, og til þessa starfs þurfi yfirleitt úrvalsmenn. Nú er það svo á þessari öld samkeppninnar, að til þess að ná góðum starfskröftum í ein- hverja starfsgrein, verður að greiða sæmi- leg eða jafnvel ágæt laun. Maður skyldi því ætla, að hér hjá okkur, sem teljum alþýðumenningu beinlínis undirstöðu sjálfstæðis okkar og tilveru sem þjóðar, væri vel að kennara- og fræði- mannastétt landsins búið, þannig, að þessi stétt fengi jafnvel úrvalið af menntamönn- um landsins árlega til endurnyjunar og viðbótar. Hver er svo raunin á? Á þessu hausti hefir enginn komist hjá að heyra auglýs- ingar dag eftir dag, þar sem boðin er laus kennarastaða. Það er sem sé mikið framboð af kenn- arastöðum. En er þá mikið framboð af kennurum? Og ef svo er ekki, hver er ástæðan ? Þegar þetta er ritað, seinnihluta sept. vantar enn rúmlega tíu kennara á Reykja- nesskaga, sunnan Hafnarfjarðar. Þó eru sumir skólarnir þegar byrjaðir störf, aðrir byrja eftir fáa daga. Alls mun vanta til kennslustarfa við barnaskóla landsins á haustinu talsvert á annað hundrað af kennurum með tilskilið próf. Nú reka ýmsir upp stór augu og spyrja: Hvernig stendur á þessu? Svarið liggur vitanlega í augum uppi: lág laun ásamt meira og minna slæmri aðbúð og starfsaðstöðu, starfið erfitt, vanda- samt og mjög vanþakklátt. Á þessu hausti keyrir um þverbak með kennaraskortinn, eins og kunnugt er. Kennarasamtökin gerðu á s.l. vori ýmsar ályktanir í kjara- málum stéttarinnar, sem þeir töldu algjört lágmark þess, sem hugsanlegt væri að kennarar gætu sætt sig við til þess að halda áfram störfum yfirleitt, eða til þess að vænta mætti einhverrar viðbótar í stétt- ina. Svar ríkistsjórnarinnar var einfalt nei, stutt og laggott. Þó veit ríkisstjórnin, að svo fremi, að halda eigi áfram skólahaldi í venjulegri mynd, þá er að skapast algjört öngþveiti innan skólanna. Undanfarin ár hefur skortur sérmennt- aðra kennara leitt til þess, að fleiri og fleiri lítt menntaðir menn hafa verið settir í kennarastöður, og fræðslumálastjórn hefur að lokum á hverju hausti getað dregið andann léttara og sagt sigri hrósandi: Jæja, þá er maður búinn að „leysa“ vand- ann í þetta sinn. En nú er svo komið, að á þessu hausti munu þeir herrar trauðla leysa vandann, jafnvel á þennan hátt, enginn fæst lengur i kennarastöður. Viðbúið er, að nú þegar á næsta vetri verði nokkrir skólar ekki starfshæfir nema að einhverju leyti. Og þeir sem eitthvað hafa kynnt sér ástandið vita, að haustið 1961 muni alveg keyra um þverbak, verði ekkert að gert. Nú er spurningin, ætlar almenningur í landinu að láta sig málið nokkru skipta eða ekki? Vill fólkið, að börn þess fái einhverja skólafræðslu eða alls enga? Það er rétt, að menn átti sig á þessu spurs- máli í tíma, áður en til þess kemur, að skólunum verði lokað. Vita menn kannski ekki almennt, að byrjunarlaun við níu mánaða skóla eru aðeins kr. 3.700,00 og hækka að fjórum árum liðnum í kr. 5.200,00? Dettur nokkrum heilvita manni í hug, að hægt sé að fá úrvals starfsmann með fimm ára sérnám að baki fyrir slík laun? Ríkisstjórnin er nýhúin að segja þvert nei við smávægilegum kjarabótakröfum kennarasamtakanna. Afleiðingarnar blasa óhjákvæmilega við, ef menn vilja við þær kannast. Hvað vill fólkið í landinu? Ætla for- eldrarnir sjálfir að taka við starfi skól- anna? Ef ekki, ef heimilin vilja enn sem fyrr fá aðstoð skóla við að kenna börnum sínum undirstöðuatriði almennrar mennt- unar, svo sem tíðkað er um allan hinn siðmenntaða heim, þá verður tafarlaust að gera þær ráðstafanir, sem einar duga til þess að gera kennslustarf eftirsóknar- vert: það verður einfaldlega að hækka laun kennara, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Sumir telja að vísu, að kennarar séu ágætlega settir með sín löngu frí eins og það er kallað. Gott og vel, segjum að þetta sé svona. En ef við fáum ekki ungt og efnilegt fólk með neinu móti til að fallast á þessa skoðun, þá fáum við heldur enga eða mjög litla viðbót árlega í kennarastéttina, eins og staðreyndin er nú í dag. Stétt barnakennara mun því halda áfram að eyðast af sjálfu sér, eins og hún hefur gert hröðum skrefum s.l. tíu ár. Sigurbjörn Ketilsson.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.