Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1960, Blaðsíða 7

Faxi - 01.11.1960, Blaðsíða 7
F A X I 139 Nætur og hclgidagalæknar í Keflavíkurhcr- aði í nóvember 1960: 22. nóv. Björn Sigurðsson. 23. nóv. Guðjón Klemenzson. 24. nóv Jó nJóhannsson. 25. nóv. Kjartan Olafsson. 26. —27. nóv Arnbjörn Ólafsson. 28. nóv. Björn Sigurðsson. 29. nóv. Guðjón Klemenzson. 30. nóv Jón Jóhannsson. 1. des. Kjartan Ólafsson. 2. des. Arnbjörn Ólafsson. 3. —4. des. Björn Sigurðsson. 5. des. Guðjón Klemenzson. 6. des. Jón Jóhannsson. 7. des. Kjartan Ólafsson. 8. des. Arnbjörn Ólafsson. 9. des. Björn Sigurðsson. 10. —11. des. Guðjón Klemenzson. 12. des. Jón Jóhannsson. 13. des. Kjartan Ólafsson. 14. des Arinbjörn Ólafsson. 15. des Björn Sigurðsson. 16. des. Guðjón Klemenzson. 17. —18. des. Jón Jóhannsson. Agæt frammistaða. Hreinn Líndal Haraldsson, sem að undan- förnu hefir stundað söngnám hjá frú Maríu Markan Óstlund, fór nú í haust til framhalds- náms á Italíu, en þar hafa margir af okkar beztu söngvurum hlotið sína menntun. Skólinn, sem Hreinn hefir innritast í heitir Aaccadima Nazjunal di Santcta Secilia, og er frægur listháskóli. Samkvæmt frétt, sem blað- inu hefir borizt, gekk Hreinn, ásamt 64 öðr- um umsækjendum undir inntökupróf, en að- eins 15 stóðust prófið. Hreinn Líndal var annar í röðinni, fékk einkunnina 8,50, sá hæsti fékk 8,75. Þessi ágæta frammistaða Hreins veldur því, að hann fær ókeypis skólavist við þennan fræga háskóla, skv. reglugerð varðandi út- lendinga, sem skara fram úr. Er fyllsta ástæða til að samfagna hinum unga og efnilega Keflvíkingi og foreldrum hans með þennan fyrsta sigur á frambraut. Utanáskrift hans er þessi: Hreinn Líndal Haraldsson, Via Pietro Giannone 10, Scala A Int, Roma Italia. Hljómlcikar í Keflavík. Maria Demetz, ítalskur söngkennari, sem nokkur undanfarin ár hefir dvalið hér á landi við söngkennslu, efndi þann 4. nóvember til hljómleika í Bíóhöllinni í Keflavik. Á þess- um hljómleikum komu fram 2 kórar, Karla- kór Keflavíkur og Kvennakór Slysavarnar- félagsins í Reykjavík, ásamt mörgum ágæt- um einsöngvurum, sem eru gamlir nemendur Demetz. Einnig hefir hann kennt báðum þess- um kórum að undanförnu. Efnisskrá þessara nemendahljómlei'ka var yfirgripsmikil, enda var mjög til hennar vand- að. Kóramir sungu stundum sjálfstætt, eða þeir aðstoðuðu einsöngvarana til skiptis. Að lokum sungu þeir sameiginlega í blönduðum kór, úr óperunni Nabucco eftir Verdi. Söngstjóri beggja kóranna er Herbert Hriberschæk. Fjölmenni sótti hljómleika þessa og komust færri að en vildu, sakir oflítilla húsakynna. Sagt er, að aldrei hafi fleiri söngmenn í einu komið á svið í Keflavík, en að þessu sinni voru þeir um 70 talsins, enda var söngurinn að sama skapi mi'kill og fagur og söngfólk- inu og söngstjóra að lokum ákaft fagnað, ásamt undirleikaranum, Ásgeiri Beinteins- syni og hinum ágæta kennara, Maria Dem- etz. Frá barnaskólanum í Keflavík. Skólinn var settur 1. október og eru nem- endur nú um 670 í 25 bekkjardeildum. Kenn- arar eru 19 með skólastjóa. Eftirtaldir kenn- arar, sem kenndu við skólann í fyrri, hafa látið af störfum: Birna Elíasdóttir, Guðmund- ur Norðdahl, Kolfinna Bjarnadóttir, Sólrún Skúladóttir og Aðalbjörg Guðmundsdóttir, sem hefir látið af störfum sem fastur kenn- ari, en kennir nú handavinnu, sem stunda- kennari í 2 deildum. Nýjir kennarar við skólann eru þessir: Björn Tryggvi Karlsson, Halldóra Þórhallsdóttir söngkennari^ Karl Steinar Guðnason, Kristján A. Jónsson, Mar- grét Guðmundsdóttir og Ragnheiður Páls- dóttir, sem kennir telpum leikfimi um stund- arsakir í forföllum Kristínar Þórðardóttur. Fréttír frá skákfélaginu: Aðalfundur Skákfélagsins var haldinn í byrjun október. Stjómin er nú'þannig skipuð: form. Páll G. Jónsson, gjaldkeri Hörður Jóns- son, ritari Magnús Gíslason, áhaldavörður Jakob Sigfússon og meðstj. G. Páll Jónsson. Skákmót Suðurnesja 1960 hófst 16. okt, og stóð til 2. nóv. þátttakendur voru 24 talsins og keppt var eftir MONRAD kerfi 9 umferðir. Sigurvegari varð Ragnar Karlsson með 7 vinninga, 2. varð Marteinn Jónsson 6% vinn- ing, 3. Páll G. Jónsson 5Vi vinning, 4. G. Páll Jónsson 5%, 5. Helgi Ólafsson 5% vinning. Jón Pálsson úr Reykjavík keppti sem gest- ur og sigraði með 8% vinning. Teflt var í UMFK húsinu þrjá daga vikunnar og tókst mótið mjög vel. Skákstjóri var Kristinn Daní- valsson. Sennilega er mót þetta það sterkasta, sem haldið hefur verið hér. Hraðskákmót Suðurnesja fór svo fram 6. nóv. og vom þátttakendur 20 talsins frá Haukur Angantýsson 8 ára, þegar myndin var tekin. Keflavík, Grindavík, Garði og Sandgerði. Keppt var í einum riðli allir við alla. Sigur- vegari varð Haukur Angantýsson 11 ára drengur úr Keflavík, hlaut 16% vinning. 2. Pálmar Breiðfjörð 16 v. 3. Helgi Ólafsson 14% v. Eins og í hinu mótinu keppti Jón Pálsson með og fékk hann 16% vinning. Jón er nú- verandi hraðskákmeistari Reykjavíkur. Ár- angur Hauks er mjög athyglisverður, t. d. sigraði hann í 11 fyrstu skákunum. Gaman verður að fylgjast með honum í framtíðinni, því ekki er að efa að hann verður topp mað- ur hjá okkur Keflvíkingum innan tíðar. Næst á dagskrá Skákfélagsins er m. a. hin árlega keppni milli Austur og Vestur-bæjar, svo og einhverjar bæjarkeppnir. Væntanlega verða skákæfingar framvegis á efri hæð þar sem Félagsbíó er, en þar verð- ur ágætis salur til slíkra nota. Handknatleiksæfingar. Handknattleiksæfingar hafa nú hafizt í íþróttahúsinu. Aðalþjálfari er hinn kunni handknattleiksmaður úr Fram, Karl Ben- ediktsson. Ennfremur annast Sigurður Stein- dórsson og Jón Jóhannsson nokki-a þjálfun á vegum IBK í handknattleik. Fyrir skömmu komu lið frá Haukum í Hafnarfirði og kepptu nokkra lei'ki hér. Úrslit urðu, sem hér segir: II. flokkur kvenna. IBK : Haukar 7:4. III. flokkur karla A. IBK : Haukar 26 : 16. III. flokkur karla B. IBK : Haukar 13 : 7. II. flökkur karla. IBK :: Haukar 16 : 32. Ef lið þessi æfa af fullum krafti má vænta allgóðs árangurs sérstaklega af 3 flokkum og 2 flokk kvenna. — H. J.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.