Faxi

Volume

Faxi - 01.04.1966, Page 7

Faxi - 01.04.1966, Page 7
RADDI R VORSINS Itaddir vorsins heitir lítil bók, sem kom út á s. 1. hausti og hefir inni að halda ljóð og laust mál eftir Stefán Hannesson kennara, sem nú er látinn fyrir nokkru. Olafur Þ. Kristjánsson skólastjóri hefir séð um útgáfu bókarinnar og ritar hann einnig í hana ævisögubrot þessa merka kennara, sem hefir verið einn af vormönnum Islands um síðustu aldamót, — kyndilberi nýs og gróandi þjóðlífs. Þessi ágæti maður hefir átt marga og hljóm- ríka strengi á hörpu sinni, sem ýmist í formi ljóðs eða gagnorðum greinum og ræðum náði til áheyrandans og áttu þátt í að móla skoðun hans og lífsviðhorf. Eitt slíkt greinarkorn, sem birtist í Skin- faxa 1937, leyfi ég mér að birta hér sem sýnishorn, en þar ræðir Stefán málefni, sem aftur í dag er efst á baugi með þjóðinni. Hugsjónaeldur umbótamanna aldamóta- kynslóðarinnar logar enn glatt í verkum þeirra. Hér kemur svo greinin: II. Th. B. Ilvcr á að drckka? Karlar og konur drekka áfengi, og lála sér fátt um finnast, þegar amast er við drykkju- skap. En þau eru málinu kunnug, því að sá veit gerzt, sem reynir. Til þeirra leita ég um svör. Nauðug viljug hljóta þau að svara, því að málið tekur ekki síður til þeirra en mín. Þau hljóta því einnig að gera athugasemdir, ef hleruð svör fara fjarri. Viltu að faðir þinn drekki? — Nei, nei. Viltu að mamma þín drekki? — Oar við því. Viltu að bróðir þinn drekki? — Vilt það ekki. Viltu að systir þín drekki? — Þú berð kinn- roða fyrir því. Viltu að unnusti þinn drekki? — Æ, nei. Viltu að unnustan drekki? — Sei, sei, nei. Viltu að konan þín drekki? — Það vill eng- inn maður. Viltu að dóttir þín drekki? — Þig hryllir við því. Viltu að húsbændur eða verkstjórar drekki? — Nei. Viitu að vinnufólk eða verkafólk drekki? — Nei. Viltu að nemendur drekki? — Það ætti alls staðar að banna. Viltu að skólastjóri eða kennari drekki? — Drekki þeir, ef þeir þora. Viltu að hásetar drekki? — Þeir mega ekki drekka. Viltu að skipstjórinn drekki? — Það er háskalegt. Viltu að bílstjórinn drekki? — Það er hæltu- legt. Viltu að presturinn drekki? —Það má hann ekki. Viltu að lögregluþjónar drekki? — Nci, þá fjölgar slysum og lögbrotum. Viltu að lögreglustjórar drekki? — Þá fær- íst nú skörin upp í bekkinn. Viltu að læknirinn drekki? — Það er óhæfa. Villu nð þingmennirnir drekki? — Nei, i þingsölum er alltaf skortur á vitl. Viltu að borgar-, bæjar- eða hreppstjórar drekki? — Nei, fyrst og fremst ber þeim að hafa stjórn á sjálfum sér. Viltu að ráðherrann drekki? — Þér þykir skömm að því, þjóðarskömm, að hafa drykkfelldan ráðherra. Hvað á þá að gera við áfengið? Hver á þá að drekka? í gamni getur þú nefnt rithöfunda, vísinda- menn, ritstjóra og aðra slíka þjóð-þarfa menn. Og við skulum láta það gott heita, ef þetta fólk er hvorki feður né mæður, unnustar né unnustur, hvorki eiginmenn né eiginkonur, synir né dætur og hafi heldur eigi opinberu trúnaðarstarfi að gegna. En þess konar viðundur koma tæplega til mála. Og hver á þá að drekka?--------Þar kem- ur það: Þú vilt sjálfur fá að drekka óáreittur?--------En hver ert þú? Þú, sem drekkur áfengi, karl eða kona. Um eitt erum við sammála: Það mega ekki allir eyða ævinni i fyllirí. Og annað: Það mega engir drekka, sem ábyrgð hafa. Og þriðja: — Nei, fyrst skulum við verða samferða til þess að líta inn í geðveikra- hælin, koma í hin sjúkrahúsin, litast um í hegningarhúsinu og koma við í fáráðra- hælinu á Eyrarbakka. Spyrjum forstöðu- menn þessara stofnana um orsakir þess, að svo margt manna er langdvölum hjá þeim. Auðvitað eru orsakir til þess margar og margvíslegar. En------------ Um þriðja atriðið erum við sammála, af heilum huga: Vil ekki verða heimilisföst manneskja á þessum stöðum. Ber þá ekki meira á milli en svo, að kveðjan gelur verið sameiginleg: DREKKTU EF ÞÚ ÞORIR. Skinfaxi 1937. Stcfán Ilanncsson. Vísur sendar blaðinu frá hagyrðingunum á elliheimilinu. Teljast góð má tíðin hér, traustur bændahagur. Fremur kalt, en fagur er fyrsti Þorradagur. Sig. Magnússon. Þorri gerðisl þunghentur, þótti fáum gaman. Eftir það var ágælur aftan bæði og framan. Ag. L. Fctursson. Vindaofsinn vondur dvín, víða snjór þótt rorri. Bætir fyrir brotin sín brellinn karlinn Þorri. Sig. Magnússon. FERMING í Grindavíkurkirkju Uppstigningardag, 19. maí 1966. Slúlkur: Astrós Reginbaldursdóttir, Túngölu 2. Bergljót Sjöfn Steinarsdóttir, Víkurbr. 38. Helga Þórarinsdóttir, Mánagötu 5. Kristín Þorkelsdóttir, Túngötu 6. Margrét Bergþóra Símonardóttir, Túng. 1. Matthildur Bylgja Agústsdóttir, Víkurbraut 21 A. Sigríður Sigurðardóttir, Vesturbraut 12. Svava Arný Jónsdóttir, Hellubraut 8. Vigdís Bragadóttir, Staðarhrauni 6. Drengir: Guðmundur Sverrir Olafsson, Sunnubr. 4. Gunnbjörn Guðmundsson, Túngötu 3. Vilhelm Guðmundsson, Túngötu 3. Hermann Guðmundsson, Borgarhrauni 3. Jóhann Magnús Guðmundsson, Sunnubr. 3 Kristján Grétar Olafsson, Arnarhrauni 5. Olafur Jóhannsson, Staðarhrauni 7. FERMING í Útskálakirkju Sunnudaginn 8. maí kl. 2 e. h. (Garður). Stúlkur: Anna Gunnlaugsdóttir, Blómsturvöllum. Arnína Fossdal, Sjólyst. Diljá Sigríður Markúsdóttir, Bjargarsteini. Elísabet Guðný Einarsdóttir, Silfurtúni. Guðveig Sigurðardóttir, Brautarholti. Henriette Ingibjörg Haraldsdóttir, Suðurgötu 42, Sandgerði. Hlíf Jónsdóttir, Smáratúni 27, Keflavík. Drengir: Guðmundur Marteinn Jakobsson, Sólbergi. Hreinn Rafnar Magnússon, Bræðraborg. Ingvar Jón Oskarsson, Bjargi. Jón Guðlaugsson, Sólheimum. Jónas Eydal Armannsson, Vegamótum. Magnús Torfason, Miðhúsum. Rafn Guðbergsson, Húsatóftum. Reynir Guðbergsson, Húsatóftum. Sigurður Guðni Gestsson, Nýlendu. Sigurður Jóhannes Ogmundsson, Heiðartúni. Þór Ingólfsson, Smáratúni. Ægir Frímannsson, Kárastöðum. FAXI — 55

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.