Faxi - 01.02.1973, Blaðsíða 3
brjósti, enda alls endis óvíst um, hvar ég
myndi lenda í mínu fyrirhugaða ævi-
starfi, sem kennari. Ég hafði þá þegai
sótt um kennarastarf, bæði norður á Ak-
ureyri og eins við farkennslu, en var
synjað. Alls staðar var yfirfullt, svo að
segja má að breyting hafi orðið á til hins
verra hvað það snertir. Um haustið ræðst
ég samt út í Garð og gerist kennari við
unglingaskólann, árið 1933.
Eftir að Ragnar er genginn í verka-
lýðsfélagið, tekur hann fljótlega við
stjórnartaumunum, svo að rétt er að leita
eftir, hvernig áhuga manna vai' háttað í
þann tíð, til samanburðar við nútímann,
þar sem varla nokkur hefur tíma til að
sækja fundi og sinna félagsstörfum, þrátt
fyrir auknar frístundir.
— Menn voru mjög félagslyndir í þá
daga og sóttu betur fundina en nú til
dags. Ég held að það hafi verið ríkari
hugsun hjá þeim, að þeir þyrftu sjálfir að
takast á við vandann, meira heldur en
núna. Á seinni árum hefur þetta þróazt
þannig, að mönnum finnst þeir þurfi að
'hafa mjög lítið fyrir félagsstarfinu; það
séu aðrir sem vinna þau. Því miður verð
ég að segja, þess vegna sækja menn ekki
fundi og láta félagsstörfin lönd og leið.
Orsökin kann að vera sú, að þeir t.reystu
okkur hinum, sem með málin fara, það
vel, að ekki sé hægt að gera betur.
Kannski er hægt að hugga sig við, <að
visst traust felist því í mjög lélegri fund-
arsókn, en skemmtilegra væri þó, að
fundir væru vel sóttir.
Fyrstu spor verkalýðsfélagsins vom
erfið, eins og reyndar flestra slíkra fé-
laga á þeim árum, enda við harðsnúna
atvinnurekendur að etja, sem vildu greiða
mönnum eftir eigin geðþótta. Það gekk
því ekki andskotalaust að ná fram kröf-
um sínum.
— Til að byrj-a með voru samningar
við atvinnurekendur mjög erfiðir, í raun-
inni ekki hægt að semja. Við fórum
þannig að, að við 'auglýstum taxta, sem
ekki var mótmælt, vegna þess að atvinnu-
tekendur þekktu ekki samtakamáttinn og
höfðu ekki með sér félagsskap og enginn
hafði framtak í sér til að mótmæla, þótt
samkvæmt venju væri taxtinn gildur, ef
enginn hreyfði mótmælum. Reyndar er
það núna samkvæmt vinnulöggjöfinni, en
það var það ekki þá, enda engin lög eða
reglur, sem hægt var lað styðjast við,
fyrr en vinnulöggjöfin 1938 kom. Allt
sem menn voru að gera var bara handa-
hóf.
.... Jú, auðvitað voru brögð að því,
að reynt var að sn'ðganga taxtann, en
við höfðurn það ráð, áð við fórum á
milli allra atvinnurekenda og fengum
hvern og einn til að skrifa undir. Það tók
tímann, allt. frá í apríl, frá því að sam-
þykktin var gerð, og þar til í september,
að allir voru búnir að rita undir. Þetta
átti þó aðeins við um tímakaupið.
Félagið reyndi smám saman að færa
sig upp á skaftið. Næsti áfangi var að
taka sjómannakjörin til athugunar.
— Um þau er það að segja, að árið
1936 reyndum við að ná samningum, en
það mistókst. Eng'nn féiagsskapur var
til hjá bátaeigendum og þeir ekki í vinnu
veitendasambandinu. Fyrstu thnakaups-
samningarnir, sem við gerum, svo að ég
fari aðeins aftur út í þau mál, segir
Ragnar, — eru þannig, að við verðum
að sætta okkur við ákvæði, sem atvinnu-
rekendur vildu hafa, en það var, að samn-
ingarnir væru í gildi á meðan atvinnurek-
endur ganga ekki í vinnuveitendasamtök-
in og við ekki í Alþýðusambandið. Þetta
var náttúrlega anzi hart og til voru þeir
menn í stjórninni, sem ekki gátu sætt sig
við þennan lið og hót.uðu jafnvel, að
segja sig úr félaginu, ef þessu yrði tekið.
Samt varð það nú ofan á, því við sem
vorum þessu fylgjandi, bentum á, að
þetta væri eina leiðin til að ná samning-
um. Við vorum ekki í Alþýðusamband-
inu og engin hreyfing í þá átt í félaginu,
vegna þess, hve málið var viðkvæmt hjá
því.
— Hver var orsökin fyrir þesscvi við-
kvœmni?
— Út í þá sálma vil ég sem minnst
fara, en skiptapa var reynt að rekja til
verkfalls, sem var í Reykjavík. Þeir fóru
í tvísýnt veður, til að forðast bann, en
þetta var fyrir mína tíð í félaginu.
— Sœitirðu nokkurn tíma áreitni eða
jafnvel hótunum, af hálfu atvinnurekenda
þega þú fórst að vinna fyrir verkalýðs-
samtökin?
— Aldrei varð ég nú var við það.
Framámaður þeirra var kuninngi minn,
og fór vel á með okkur.
— Áttu félagsmenn það til að sýna
þér ósanngirnl eða vanþakklœti?
— Hvað þeim viðvíkur, sýndu þeir
aldrei neitt slíkt og margir voru mjög á-
hugasamir. Eigi að síður hefur kornið
fram gagnrýni á störf mín gegnum árin,
og svo ég hverfi dálítið aftur í tímann
minnist ég þess, að við vorum að reyna
að semja við frystihúseigendur um vakta-
skipti, cn samningar um þau voru ákaf-
lega frumstæðir. Hægt var að setja vakta-
skipti á hvenær sem þeim þóknaðist og
slíta þeim einnig. Ég hafði verið hjá
sáttasemjara og kom með samningsupp-
kast, sem lagt var fyrir fund í félaginu og
fellt. Ég mælti ekki með uppkastinu, var
hlutlaus. Andstæðingar mínir töldu þá
að ég ætti að segja af mér og víkja. Ég
leit ekki þannig á málið, en eins og geng-
ur í félögum, getur maður ekki alltaf bú-
izt við að vera í meirihluta í öllum mál-
um, það væri í rauninni alveg sérstakt.
-— Sá dagur hlaut að renna upp, að
Ragnar Guðlcifsson í ræðustóli á 40 óro ofn ælinu
F A X I — 23