Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1973, Blaðsíða 6

Faxi - 01.02.1973, Blaðsíða 6
möguleika á því að félagið komi upp stofnun er hafi það hlutverk, að vera samastaður þeirra, sem ekki lengur geta unnið hin almennu störf, samastaður, þar sem þeir gæt.u sinnt léttum störfum lengri éða skemmri tíma á dag, eftir starfsgetu hvers og eins. Okkur hefur orðið nokkuð skrafdrjúgt um húsbyggingamálin og vendum okkar kvæði í kross og ræðum um hið félags- lega starf, til að missa ekki af þræðinum, því upprunalegur tilgangur var að ræða þau hvað helzt. — Með breytt.um tímum og gleggii starfsgreiningu hafa verið starfandi sér- deildir innan félagsins, sem síðar hafa orðið að sjálfstæðum félögum. t mörg ái var t.d. kvennadeildin innan þess, og starfaði hún af miklum krafti í nokkur ár. En þegar síldin hvarf, en hún hafði Verkalýðshreyfingin hefur sfuðlað að aukinni óra afmælið var t.d. haldin mólverkasýning veitt þeim mikia vinnu, dvínaði áhuginn, og á tímabili var deiidin í rauninni ekki starfandi, og þannig var ástatt, þegar félagsskapur þeirra, Verkakvennafélagið, er stofnað, árið 1952, af þeirri ágæt.u fé- lagskonu, Vilborgu Auðunsdóttur. Vél- stjórar höfðu fyrst með sér sérstakt fé- lag, en ganga síðan í Verkalýðsfélagið sem deild, og voru í því þar til á síðasta hausti, ef ég rnan rétt. Segja má að vél- stjórafélagið hafi náð dálítilli sérstöðu hér með því að semja við frystihúsaeig- endur, þannig að réttindamenn hefðu for- gangsrétt, en þessu er öfugt farið í Reykjavík. Þar er hópur manna við vél- gæzlu í frystihúsum án nokkurra vél- stjóraréttinda. Verzlunarmenn voru aldrei neitt á okkar snærum, og við sömdum aldrei fyrir þá. Skiptingu félaga í ein- ingar tel ég til bóta, ef þær eru nægilega fjölmennar. Annars ekki. Eins og flestum er kunnugt, hafa stjómmál og verkalýðsstörf Ragnars ver- ið samofin, enda hefur hann verið í fram- boði bæði við bæjar- og sveitarstjórnar- kosningar, og eins til Alþingis, fyrir Al- þýðuflokkinn. Eins og í flestum þorpum og bæjum á íslandi vildu launþegar í Keflavíkurhreppi eiga aðild áð stjórn sveitarfélagsins. — Verkalýðsfélgið bauð fyrst fram til hreppsnefndar árið 1934. Stillti upp lista og kallaði hann lista frjálslyndra kjósenda, og algerlega gengið frá honum á fundi í félaginu og voru tveir í kjöri, ég og Bergsteinn Sigurðsson. Þótt ekki næð- um við kjöri að þessu sinni í okkar fyrstu orrustu, mörkuðu kosningamar nokkur tímamót í Keflavík, sem fyrstu hlutbundnu kosningarnar, og mátti sann- arlega koma breyting þar á. Áður hafði verið kosið í heyranda hljóði. Ég man t.d. eftir einum kosningum, þar sem ver- ið var að kjósa oddvita í staðinn fyrir annan, og var það gert með handaupp- réttingu. — Verkalýðsfélagið léi samt ekki deigan síga, þótt illa hafi gengið í fyrstu? —■ Síður en svo. Árið 1938 buðum við aftur fram og gengið var frá lista á fundi í félaginu, rétt eins og hinum fyrri, en þó var ekki hafinn áróður fyrir honum beinlínis sem verkalýðslista, enda var það alveg vitað, að þarna stóðu saman Al- þýðuflokksmenn og Framsóknarmenn, og því var ekki sérlega vel tekið, það er nú alltaf svo, en ég og Danival heitinn Danivalsson náðum báðir kosningu. — Hið nýja afl í hreppsnefndinni hefur þá líklega ekki setið auðum hönd- um eftir að hún kom saman? — Verkalýðsfélagið bryddaði upp á mörgum málum, sem síðan voru lögð fyrir hreppsnefndina, og náðu mörg fram áð ganga, eins og t.d. sjúkrasamlagið, verkamannabústaðirnir, löggæzlan o.fl., eiga öll upptök sín innan félagisns.“ — En svo líður að þv't, að Alþýðu- flokkurinn býður fram með þig sem efsta mann. Hvað olli þeirri nýbreytni? — Árið 1942 verður ekki samkomu- lag um uppstillingu. Framsóknarmenn vildu hafa meiri ítök á listanum, en við töldum rétt. Mig minnir að þeir hafi haft annan og þriðja mann, en nú vild- um við fá þriðja manninn. Þetta olli ekki neinni sundrungu innan Verkalýðs- félagsins. Margir félagar þar höfðu ekki stutt listann. Þannig hefur það verið alla tíð, menn hafa kosið ýmsa flokka, sem ekki hafa stutt þeirra samtök. Ég veit um marga Sjálfstæðismenn, sem hafa ver- ið mjög virkir í félaginu, sérstaklega eftir áð sá flokkur fór að hafa mikil af- skipti af launþegasamtökunum, þótt ó- trúlegt megi virðast. — En, Ragnar, í samrœðum okkar hefur eitt atriði alveg gleymzt, kennarinn Ragnar Guðleifsson, hvar var hann öll þessi umbyltingarár? — Mér tókst ekki að fá fasta kenn- arastöðu. Atvikin höguðu því þannig, en sleppum því. Eftir að hafa unnið tvo vet- ur við heizlu á fiski, í skreið, sem var alger nýlunda hér, hjá Herzlusamlagi Keflavíkur, þar sem norskur maður leið- beindi, — tók ég við deildarstöðu við Kaupfélagið,_ en Kaupfélag Suðurnesja á rætur sínar að rekja til verkalýðsfélags- ins. Þar var stofnað pöntunarfélag, sem myndaði svo ásamt Pöntunarfélagi Hafn- arfjarðar, Pönt.unarfélagi verkamanna í Reykjavík, Ingólfi í Sandgerði, Kaupfé- lag Reykjavíkur og nágrennis, skamm- stafáð KRON. En leiðin að því sem ég ætlaði að gera að lífsstarfi, kennaranum, teygðist lengi enn. Ég starfaði við Sjúkra- samlagið frá 1943—’46, að ég verð odd- viti til ársins 1950, að ég varð bæjar- stjóri, og því starfi gegndi ég til ársins 1954, að ég lét af störfum. Eftir að Keflavík fékk bæjarréttindi árið 1949, mynduðum við meirihluta með Fram- Framhald á bls. 33 menningu á ýmsum sviðum. í sambandi við 40 26 — F A X I

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.