Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1973, Blaðsíða 8

Faxi - 01.02.1973, Blaðsíða 8
Fyrir tæpum 10 árum hneykslaði brezka hljómsveitin THE BEATLES milljónir manna úti um allan heim með útliti sínu einu saman, en þó var útlit þeirra þá eitthvað það samræmdasta og smekklegasta, sem ég man eftir á nokkr- um skemjntikröftum á þessari öld, út frá tízkufræáilegu og listrænu sjónarmiði séð. Margir, sem hneyksluðust. á þeim þá, ha.fa líka fetað í fótspor þeirra í dag — jafnvel án þess að taka beinlínis eftir því. Bítlamir hneyksluðu líka marga árið 1967, þegar þeir létu sitt rótgróna útlit lönd og leið og fóru að klæðast annar- legum fatnaði, hlaða á sig undarlegasta skrani og lát,a sér vaxa skegg. Og alltaf er fólk að hneykslast, enda er það orðin viðurkennd staðreynd, að hneyksli eru með áhrifaríkustu auglýsinga meðulum og þar af leiðandi líklegust t.il að vekja mesta athygli. Jesús Kristur hneykslaði fína fólkið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs á sínum tíma. Einnig urðu hneyksli Gale- leo, Leonardo da Vinci, Kólumbusi og Rembrandt mjög til framdráttar í mann- kynssögunni, en fyrsta stóra hneykslis- aldan sem ég man eftir úr mannkyns- sögunni, fór af stað í kringum 1880 í París, þegar nokkrir ungir málarar sýndu þar mjög sérkennilegar myndir eftir sig. Fólk slóst í sýningarsölunum, hrækti á málverk hinna ungu listamanna og gerði marga aðra ósæmilega hluti. Málverkin þóttu ruddalega máluð og æp- andi í lit, en þó eru þetta í rauninni allra skemmtilegustu og sakleysislegustu verk af Parísarlandslagi, skemmtigörðum, fólki o.s.frv. Málararnir, þeir Degas, Manet, Monet, Renoir, Cézanne, Gaugin, Toulouse-Lautrec, Van Gogh o.fl., hafa haft mjög mikil áhrif á málara seinni tima; meira að segja á þá, sem mála hvað glansmyndakenndastar landslagsmyndir. Síðan hafa hneyksli alltaf verið að eiga sér stað. lnnan popptónlistarinnar munum við eftir Arthur Brown, sem vakti athygli á sér árið 1968 með því að mála sig allan afskræmilegan í framan og koma fram á hljómleikum með eldkórónu á hausnum og umvafinn eldslogum. Við munum eftir The Rolling Stones árið 1969, þegar þeir komu fram í kven- mannsfötum og málaðir í framan eins og gleðikonur. Og nú á síðustu tímum úir og grúir af skemmtikröftum út.i um allan heim, sem mála sig í framan eins og trúðar eða vampírur og nota hin margvís- legustu uppátæki, þegar þeir koma fram. Við getum t.d. nefnt Alice Cooper, sem kemur oftast nær fram sem tvíkynjaður vampíruhöfðingi, alsettur kvenlegum skartgripum og oft í fötum, sem þættu freistandi á sætum stelpum. Kannski er maðurinn hinsegin. Kannski er hann orð- inn svo úrkynjaður, að allir eðlisþættir bans eru orðnir að einum hrærigraut. Kannski kemst það í tízku eftir nokkra mánuði, að fólk fari að klína framan í sig trúðsmálningu. Mér finnst það meira að segja ekkert ólíklegt, ef ráða skal í tíðarandann, andlegt ástand ungs fólks í heiminum og þróun síðustu misera. Ef til vill gæti „gríman" orðið eins langlíf og síða hárið — og síða hárið kemur ekki til með að hverfa af karlmönnum næst.u 10 árin frekar en af kvenfólki. Ég á betra með að ímynda mér stutthært kvenfólk eftir 10 ár en stutthærða karl- menn. Það er a.m.k. rökréttara, sam- kvæmt þróuninni. Ég sá um daginn kvikmynd í banda- ríska sjónvarpinu um st.úlku, sem lendir í eiturlyfjum, vin hennar, sem dreifir eitrinu — og ýmsar hryllilegar afleiðing- ar, sem þessu eru samfara. Efni myndar- innar er varla neitt sérstakt tiltökumál í dag, þar sem eiturlyfjavandamálið er orð- ið svo geysilega útbreitt, en hefði ég séð þessa mynd fyrir 10 árum eða svo, þá hefði ég álit.ið hana hryllilegustu mynd ársins á þeim tíma. Er heimurinn að úrkynjast? Eða er nokkuð til í málshættinum „Heimur versnandi fer“? Ég veit það ekki. Ég veit bara það, að við hin getum haldið okkur utan við spillinguna, ef við viljum. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er spillingin eins á- berandi og raun ber vitni, aðeins vegna þess, að svo mikið er gert. úr henni. Við getum líka haft orð Gunnars Dal hugföst, en þau hljóða svo: „Maðurinn er betri en mennirnir‘“. /-------------\ CtKKSJNJUN \_____________X 28 — F A X I

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.