Faxi

Volume

Faxi - 01.08.1977, Page 6

Faxi - 01.08.1977, Page 6
IFÆXl Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík Ritstjóri: Magnús Gíslason Blaðstjórn:Jón Tómasson, Jón Pétur Guðmundsson, Ragnar Guðleifsson Auglýsingarstjóri: Jón Pétur Guðmundsson Setning: Tölvusetning Umbrot, litgreining, offsetfilmur og plötur: Prisma sf. Offsetprentun: Hafnarprent Voði í verum. Sá grunur leitar á hugi manna hér í verstöðvum á Reykjanesskaganum að mikil vá sé fyrir dyrum í aðal atvinnuvegi okkar suðurnesjamanna — sjávarútveginum — sem stór hluti íbúanna á allt undir að geti staðið með blóma. Þrátt fyrir ótrúlega góðar gæftir og meiri róðrafjölda en nokkru sinni er hægt að vænta, þá er afli mjög lítill og útkoma útgerðarinnar því nánast á heljarþröm — þegar á heildina er litið. Hvað veldur? Það er augljóst að útgerð og áhöfn eiga það undir aflamagni og gæðum aflans hvort hægt er að stunda þennan atvinnuveg. Nú hefur það gerst að aflabrestur sverfur stíft að þessum mönnum. Af náttúrlegum ástæðum, s.s. veðurfari og útkomu úr klaki síðustu ára geta vertíðir orðið lélegar, en nú er ástæðan greinilega önnur. Fiskimiðin eru ofnotuð. Rányrkja af versta tagi á sér stað víðast hvar umhverfis landið. Við höfum megna andúð á Bretum og öðrum, sem við töldum að væru að ýta íslensku atvinnu- og menningarlífi þar með, út á kaidan klaka með ágangi í fiskistofna hér við land. Hver hefði trúað því meðan barist var við Bretann í tveimur þorskastríð- um — meðan Iíf og limir fjöldamargra íslenskra sjómanna voru í háska staddir við að verja garðinn okkar (landhelgina) svo að hann mætti blómgast, bera arð og færa okkur farsæld og hamingju, að varla væru sjóræningjarnir horfnir af miðunum þegar íslenskar hetjur færu með herör um allan sjó og dræpu allt stórt og smátt án tillits til arðsemi á veiðiferðinni hvað þá heldur að hugsað væri fyrir morgundcginum. Og blóðugast og ótrúlegast er að þessar hetjur okkar skuli ekki einu sinni fara að lögum — þó að skynsemina vanti — vera inni á friðuðum svæðum og með gereyðingarveiðarfæri. Þeir, sem það gera varpa vanheiðri á íslcnska sjómannastétt og valda krabbameini í þjóðarbúinu. Varúðarleysi og vandræðaskapur ríkisstjórnarinnar í fiskveiðimálum verður varla afsakaður. Hvar er sá íslendingur, sem veit ekki að kýrin, sem slátrað er í dag verður ekki mjólkuð á morgun. Jón Tómasson LIÓSA1YNDASTOFA SUÐURNESJA Hafnargata 79, Kcflavík Sími 2930 - Pósthólf 70 LJÓSRITUNART ÆKI HANDA BÓKASAFNINU. Síöan bæjarbókasafn Keflavíkur flutti í nýja húsnæðið við Mánagötu hefur notkun þess farið hraðvaxandi. Skólanemar koma þar mikið og ekki fækkar almenntum notendum með vaxandi byggð. Eitt af brýnustu nauðsynjamálum bókasafnsins er að fengin séu hand^ því ljósritunartæki, sem þannig eru gerð, að hægt sé að mynda í einu heila opnu úr bundinni bók. Slík tæki eru til í öllum stærri bókasöfnum landsins og hafa fyrir löngu sannað ágæti sitt. Þau eru að vísu dýr, en spara mikinn tíma og fyrirhöfn þeim er nota safnið. Nokkrum orðum langar mig að skjóta hér inn í um bókakostinn. Æskilegt er að fá hann aukinn. Ég á þá við ýmiss undirstöðurit. Sem dæmi get ég nefnt: íslenzkt fornbréfasafn, Alþingis- og Stjórnartíðindi, komplett og í góðu bandi. íslenskt fornbréfasafn hefur komiö út frá árinu 1857 hjá Hinu íslenzka bókmenntafélagi. Jón Sigurðsson hófst handa um útgáfu þess og sá um tvö fyrstu bindin. Síðan hefur oltið á ýmsu um framhald þessa mikla rit- verks. Safnið hefur inni að halda ýmiss bréf, máldaga, dóma og jarðaskjöl og flest er varðar ísland og Islendinga frá landnámstíð. Sama er að segja um Alþingistíð- indi. Þau hafa komið út samfleytt frá 1845 og eru ærinn bunki auk þess aö vera torgæt. Ritin eru dýr og svo fyrirferðamikil að ofviða er hverjum einstaklingi að eignast þau nema hann sé þess fjáð- ari. En almenningur á alla jafna ekki aðgang að einkasöfnum, þannig að safnrit sem hér um ræðir eru bezt geymd á opinberum söfnum. Ég skora á ráðamenn bæjarins að auka fjárveitingu bókasafnsins i Keflavík til kaupa á ofangreindu. Skúli Magnússon 6 — FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.