Faxi - 01.08.1977, Síða 8
Mynd þessi er sennilega sú elzta,
sem til er af skólabörnum í Keflavík
og er að líkum tekin um svipað leyti
og myndin af barnaskólanum í Njarð-
vík, sem birtist í síðasta blaði. Mynda-
smiðurinn er óefað sá sami, Stefán M.
Bergmann, þá Ijósmyndari í Keflavík.
Fyrsta röð f.v. (1) Gunnar Jónsson,
sonur Jóns í Borg, kunnur hagyrðing-
ur hér fyrr á árum. Bróðursonur
Gunnars er Gunnar Jónsson, sveitar-
stjóri í Vogum, Vatnsl.str. (2) Guðrún
Eggertsdóttir, dóttir Eggerts Böðvars-
sonar frá Hrúðurnesi í Leiru. (3) Lára
Sigurðardóttir, móðir hennar var Kat-
rín Jónsd. síðar kona Einars Sig-
mundss., þau bjuggu að Aðalgötu 5.
(4) Ólafur Gíslason. Móðir hans var
Steinunn Jóhannsdóttir, móðir Jó-
hanns Guðmundssonar, Hringbraut
97, Kvík. (5) Janus Guðmundsson,
Hafnargötu 41, Kvík, þekktur sjó-
maður og vélstjóri á vélbátum og
lengi við frystihús ísfélagsins. Síðast
umsjónarmaður við Tónlistarskólann
í Keflavík. (6) Guðmundur Sigurðs-
son, bróöir Gunnars Sigurðssonar,
skipstjóra, lengst á m/b Sigurði
Gunnarssyni, Keflavík. Þeir bræður
eru báðir dánir. (7) Jón Valdimarsson.
Dóttir hans er Júlíana Jónsdóttir,
Garðavegi 11, Kvík, sem við Keflvík-
ingar þekkjum vel undir nafninu:
Lúlla í Bókabúðinni.
önnur röð f.v. (8) Sólveig Gísladóttir,
kom hingað frá Miðnesi. (9) Elín
Sigurðardóttir, systir Eiríks Sigurðs-
sonar, vélstjóra, Aðalgötu 12, Kvík.
Bjó í Hafnarfirði, Gift Guðjóni Arn-
grímssyni, trésmíðameistara þar. Þau
eru bæði dáin. (11) Erlendur Jónsson,
lengi útgerðarm. og skipstjóri í Kvík.
Vinnur nú við afgreiðslu í Áhaldahúsi
bæjarins. (12) Sigurgísli Guðjónsson,
Dóttursonur hans er æskulýðsfulltrú-
inn okkar, Vilhjálmur Ketilsson. (13)
Einar Guðbergur Sigurðsson, skip-
stjóri hér og útgerðarmaður um lang-
an tíma. Hann drukknaði af báti
sínum í lok febrúar 1947. Kona hans
María Guðmundsdóttir dvelur nú hjá
syni þeirra, Gunnari, að Sólvallagötu
12, Kvík. (14) Marín Jónsdóttir, kenn-
ari, systir Erlendar (nr. 11), kona
Ingibers Ólafssonar, skipstjóra og út-
gerðarm. í Keflavík og móðir Ólafs
Ingiberssonar og þeirra bræðra.
FAXI — 8