Faxi

Árgangur

Faxi - 01.08.1977, Síða 16

Faxi - 01.08.1977, Síða 16
Hitaveitan gengur að óskum Hitaveitu Suðurnesja hefur að mestu leyti tekist að fylgja framkvæmdaáætluninni. Heildarkostnaður framkvæmda miðað við 1. maí, 1977, mun vera nálægt kr. 1.260.000.000. Þar af eru um það bil 370.000.00, í virkjunar- framkvæmdir við Svartsengi. Nýlega hefur verið gengið frá fram- kvæmdaláni í Bandaríkjunum að upphæð, kr. 1.440.000.000. Staða verklegra framkvæmda miðað við 1. maí 1977. Grindavík: 1. og 2. áfanga dreifiveitu lokið. Grindavíkuræð: Fullfrágengin með einangrun og álkápu. Lok- ið við að smíða 800m miðlunargeymi á Grindavíkuræð. Njarðvík: 1. áfanga dreifiveitu að mestu lokið og búið að semja um lagningu annars áfanga. Keflavík: 1. áfanga dreifiveitu að mestu lokið og samið um annan áfanga. Hafin er lagning aðveitu- æðar frá Svartsengi að Njarðvík. Sú æð er um 12 km. að lengd og 50 cm. í þvermál. Áætlað verð hennar fullgerðrar er um 450 milljónir en því verki á að ljúka á þessu ári. Ennfremur hefir verið samið um og hafnar framkvæmdir við stofnæð Njarðvík-Keflavík, en það er aðal flutningsæð í gegnum Njarðvík og Keflavík til Sandgerðis og Garðs. Þessi æð mun verða í steinsteyptum stokk í gegnum byggð í Njarð- vík og Keflavík. Lokið er fyrsta hluta stöðvarhúss fyrir varmaskiptastöð við Svartsengi, en það er um 430m að flatarmáli eða 3900m auk kjallara, sem er um 1080m . Framkvæmdaáætlun ársins 1977 gerir ráð fyrir fjárfestingu upp á kr. 1775 millj., en þær framkvæmdir sem þar eru fyrirhugaðar eru helstar: Grindavfk: Lagt verði dreifikerfi í Þórkötlustaðahverfi. Njarðvík: Lokið við 2. áfanga dreifikerfis, en það er svæðið austan Reykjanesbrautar og hafnar framkvæmdir í Innri-Njarðvík síðari hluta ársins. Keflavík: Lokið við 2. áfanga þ.e. svæöi milli Flugvall- arvegar, Hringbrautar, Tjarnargötu og Hafn- argötu. 3. áfanga lokið en það er svæðið norðan Tjarnargötu og vestan Hringbrautar og síðar á árinu verði hafnar framkvæmdir við Vatnsnesið og svæðið norðan Tjarnargötu og austan Hringbrautar. Tengingar munu hefjast á þessu ári. Njarðvíkuræð verði lokið að mestu (þ.e. aðveituæðin Svartsengi-Njarðvík.) Stofnæð Njarðvík-Keflavík verði lokið frá Fitjum í Njarðvík að Vesturgötu í Keflavík. Helstu verktakar hjá Hitaveitu Suðurnesja í þeim verkum, sem nú eru í framkvæmd eru: 1. Ástvaldur Gunnlaugsson, Reykjavík. (Dreifikerfi í Njarðvík.) 2. Ellert og Svavar Skúlasynir, Njarðvík. (að- veituæð Svartsengi-Njarðvík) 3. Halldór Guðmundsson, Hafnarfirði. Dreifikerfi í Keflavík. 4. ístak, Reykjavík. Varmaskiptastöð í Svarts- engi. 5. Sveinn Skaptason, Kópavogi. Stofnæð Njarðvík-Keflavík. 6. Víkurverk h.f., Grindavík. Stofnæð Njarð- vík-Keflavík. Ráðgjafaverkfræðingar eru: Fjarhitun h.f. Verkfr.stofa Guðmundar og Kristjáns. Orkustofnum, Rafteikning, Hnit h.f. o.fl. Arkitektastofan s.f. annast hönnun allra bygg- ingarframkvæmda. 1. maí voru alls tengdir 220 notendur í Grindavík. Sala fer fram í gegnum hámarks- rennslishemil og er þar fylgt dæmi flestra staða utan Reykjavíkur, svo sem Sauðárkróks, Ólafsfjarðar, Húsavíkur, Seltjarnarnes, Hvera- gerðis og fleiri staða. Kirkjukór Njarðvíkur, fór í söngför til Skotlands, þann 27. maí og söng þar við hátíðarguðþjónustu í Edinborg, um hvítasunnuna. Einnig prédikaði þar sókn- arpresturinn, síra Páll Þórðarson. Söngstjórar kórsins voru þau Gróa Hreinsdóttir og Sigur- óli Geirsson. Þrjátíu og fimm manns tóku þátt í förinni og dvöldu í æfafornum kastala, Carberry tower, sem er félagsmiðstöð skosku kirkjunnar. Farstjóri var síra Páll Þórðason. Aflafréttir. Sjóstangaveiðimót var haldið á vegum Sjó- stangar í Keflavík s.l. laugardag. Þátttakendur voru um 40, frá Akureyri, Reykjavík, Vest- mannaeyjum og Keflavík. Lagt var af stað í róðurinn kl. 7 og róið í Garðsjó og komið að landi kl. 16, en veður var ekki sem bezt. Heildaraflinn varð 2.3 tonn. Mestan afla fékk Andri Páll Sveinsson frá Akureyri, 127 kíló, þá kom Ásgeir Nikulásson, Akureyri, og fékk hann einnig flesta fiska eða 103. Keppt var um sveitabikar, sem Híbýlaval í Keflavik gaf en það er farandbikar sem vinnst til eignar þeirri sveit, sem vinnur þrisvar í röð. Vestmannaeyingar voru búnir að vinna hann tvisvar í röð, en Akureyringar unnu hann nú og fengu 365 kíló. Sveitina skipa þeirú Andri Páll Sveinsson, Þorvaldur Nikul- ásson, Ásgeir Nikulásson og Einar Einarsson. Vestmannaeyingar voru í öðru sæti, þeir fengu 345 kíló, þá sveit skipa þeir sömu og búnir voru að vinna bikarinn tvisvar, þeir Sveinn Jónsson, Bogi Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson og Halldór Pálsson. Sveit Kefla- víkur varð síðan í þriðja sæti, en sjö fjögurra manna sveitir kepptu um bikarinn. Skipstjórabikarinn fékk Benedikt Guð- mundsson, skipstjóri á Fram, en það var aflasælasti báturinn. Kvennabikarinn hlaut Margrét Helgadóttir, Keflavík. Stærsta fiskinn veiddi Gréta Úlfsdóttir, Keflavík, og var það þorskur sem vó 12,8 kíló. Stærsta ufsann og stærstu ýsuna veiddi Amþór Sigurðsson, Vest- mannaeyjum, stærsta karfann Sveinn Viðar Jónsson, Reykjavík, og stærstu lúðuna Krist- inn H. Jóhannsson, Akureyri. Um kvöldið afhenti formaður Sjóstangar í Keflavík, Jóhann Líndal, verðlaunin í hófi, sem haldið var í félagsheimilinu Stapa. FERMINGARBÖRN í GRINDAVÍK 1977 Stúlkur: Anna María Reynisdóttir, Ránargötu 3. Anna María Sigurðardóttir, Steinum. Ásgerður Jónsdóttir, Garði. Bjarney Kristín Hlöðversdóttir, Leynisbraut 7. Dagmar Jóna Elvarsdóttir, Hraunbraut 3. Edda Björg Benónýsdóttir, Borgarhrauni 7. Hanna Þóra Agnarsdóttir, Mánasundi 7. Hugrún Jónsdóttir, Suðurvör 8. Inga Fríða Gísladóttir, Mánasundi 4. María Þóra Sigurðardóttir, Efstahrauni 7. Rebekka Breiðfjörð Jórmundsdóttir, Suðurvör 5. Sigríður Hildur Ingólfsdóttir, Mánasundi 8. Sigrún Harpa Einarsdóttir, Heiðarhrauni 60. Sigrún Þórarinsdóttir, Staðarhrauni 21. Svanhildur Káradóttir, Túngötu 11. Drengir: Albert Sigjónsson, Suðurvör 12. Almar Eiriksson, Heiðarhrauni 12. Amar Daníelsson, Ránargötu 5. Eiður Ágúst Jónsson, Leynisbraut 10. Garðar Hallur Sigurðsson, Borgarhrauni 5. Gestur Ólafsson, Túngötu 22. Grétar Þorgeirsson, Marargata 1. Guðjón Jónsson, Túngötu 14. Gunnar Jóhannesson, Baðsvöllum 2. Gústaf Adolf Þórarinsson, Suðurvör 10. Haraldur Harðar Hjálmarsson, Staðarvör 5. Hjálmar Sigurðsson, Hraunbraut 2. Jóhann Ingi Ármannsson, Teigi. Jón Ingiberg Kristjánsson, Víkurbraut 52. Kristinn Ingi Jónsson. Hvassahrauni 5. Óskar Jensson, Staðarhrauni 8. Páll Árnason, Heiðarhrauni 48. Pálmi Ásgeir Magnússon, Borgarhrauni 10. Roland Buchholz, Staðarvör 4. Sigurður Óli Hilmarsson, Amarhrauni 5. Sigvard Anton Sigurðsson, Suðurvör 6. Sæmundur Bjarni Elísson, Heiðarhrauni 14. FAXI — 16

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.