Faxi - 01.07.1980, Side 3
Ólafur Oddur Jónsson:
Tónlistarlíf
„Ef tónlistin nærir kærleik-
ann, - leikið þá áfram". Eitthvað
á þessa leið kemst Shakespeare
að orði í einu verka sinna. Um-
mæli hans minna á gildi tónlist-
arinnar og tónlistarlífs og koma
nú í hugann, þegar enn einum
starfsvetri Tónlistarskóla og
Tónlistarfélags Keflavikur er
lokið.
Gildi tónlistar er margþætt og
henni veröur ekki gerð skil af fá-
kunnandi leikmanni. En sem
tónlistarunnandi er ég þakklátur
þeim sem Ijúka upp fyrir öðrum
heimi tónanna.
Það er gæfa Keflavíkur, sem á
mjög marga hæfa tónlistar-
menn, að góðir kennarar hafa
starfaö við Tónlistarskólann.
Starf þeirra er lyftistöng öllu
tónlistar- og menningarlífi.
Einnig er vert að þakka aukinn
skilning bæjaryfirvalda bæði á
málefnum skólans og félagsins.
Það er gott til þess að vita, þegar
menn vilja hlú að því sem gefur
lífinu fyllingu og innihald.
Starfsemi skólans hefur veriö
markviss í vetur sem endranær.
Unnur Pálsdóttir
bað kom fram á vortónleikum
skólans og burtfarartónleikum
Unnar Pálsdóttur. Það er gleði-
efni öllum sem að þessum mál-
um vinna, þegar vel tekst til.
II.
Tónlistarfélagið og skólinn
eru tvær greinar á sama meiði.
Stryktarfélagsgjöld félagsins
nafa nær öll runnið til skólans og
Því lítið verið eftir til tónleika-
halds. Það er undravert hvernig
tekist hefur að efna til tónleika á
undanförnum árum. Aukinn
í Keflavík
skilningur bæjaryfirvalda hefur
hleypt nýju blóði í starfsemi fé-
lagsins. Nú eru einnig allir
styrktarmeðlimir fullgildir
félagar og geta því látið til sín
taka ef áhugi er fyrir hendi.
Þann 28. febrúar fór félagið
inn á nýja braut með því að fá
jazzhljómsveit Guðmundar Ing-
ólfssonar ásamt Viðari Alfreðs-
syni o.fl. til þess að leika á jazz-
kvöldi í Tónlistarskólanum við
Austurgötu.
Jazz konsertinn var vel sóttur
og vel þeginn, einkum af ungu
fólki. Þarna mátti sjá mörg ný
antílit, sem alla jafna koma ekki
á tónleika skólans og félagsins.
Menn skemmtu sér konunglega
við að hlusta á þá f élaga leika lög
eins og I hear music, Be my love,
Brúðarmars o.fl. Viðar, Guð-
mundur Ingólfsson og nafni
hans Steingrimsson fóru á kost-
um ásamt Pálma Gunnarssyni.
Aldrei hafði mér komiö til hugar
að leika mætti Litfríð og
Ijóshærð jafn fallega í jazzút-
setningu og þeir félagar gerðu.
III.
Nokkrir ungir menn fengu
góða hugmynd um menningar-
daga á Suðurnesjum, - hug-
mynd, sem þeir fylgdu síðan eft-
ir og var hrint í framkvæmd af
fjölmörgu áhugasömu fólki.
Menningarvakan „Fiskur undan
steini“ gaf góða innsýn í menn-
mgarlíf á Suðurnesjum, sem á
sér djúpar rætur í hljóðlátu starfi
einstaklinga og félaga.
Sinfóniuhljómsveit fslands
hélt tónleika í Félagsbíói og má
segja að það hafi verið hápunkt-
ur menningardaganna. Tónlist-
arfélagið tryggði komu hljóm-
sveitarinnar ásamt fleiri aðilum,
en hljómsveitin kom hingað
fyrir milligöngu skólastjóra og
þeirra kennara tónlistarskólans,
sem leika með hljómsveitinni.
Hljómsveitin hóf tónleikana
með því að leika forleikinn að
Leynibrúðkaupinu eftir Cima-
rosa. Leynibrúðkaupið varleikið
í Vin 1792. Þá urðu menn svo
heillaðir, aö hljómsveitarmönn-
um var haldin mikil veisla, þar
sem ekkert var til sparað. Síðan
voru hljómlistarmennirnir beðn-
ir að endurtaka allt saman. Von-
andi er komið á leynibrúðkaup
milli hljómsveitarinnar og Suð-
urnesja og við megum vænta
þess að hljómsveitin leiki hér
sem oftast.
Unnur Pálsdóttir lék fiðlu-
konsert eftir Bruch með hljóm-
sveitinni. Það tókst henni með
miklum ágætum. Það hlýtur að
vera stór stund fyrir kennara
hennar, Árna Arinbjarnar, að sjá
þannig ávöxt af starfi sínu. Ég
hef ekki gert mér grein fyrir hve
erfitt hljóðfæri fiðlan er, fyrr en
ég las lýsingu Itzhak Perlmans í
Newsweek nýverið. Að ná rétt-
um tón á fiðlu krefst mjög næms
eyra og mikillar vinnu og inn-
sæis. Ef Unnur heldur áfram
með sama hætti og hingað til,
gæti svo farið að Suðurnesin
eignuöust sína Kyung-Wha-
Chung.
Ragnheiður Guðmundsdóttir
söng Vorgyðjan kemur, Sakn-
aðarljóð og Draumalandið, svo
unnun var af. Sinfóníutónleik-
arnir voru í alla staði mjög
ánægjulegir.
Vortónleikar skólans voru
þann 7. maí, burtfarartónleikar
Unnar þann 17. og skólanum var
slitið þann 18. maí.
Allir þessir tónleikar sýndu að
efnivið vantar ekki á Suðurnesj-
um. Hæfileikafólk er hér á
hverju strái og vonandi veitist
mönnum gæfa til aö hlú að því
Karlakór Keflavíkur var að
venju með vorsamsöng hér í
Keflavík. Kórinn söng þrjú kvöld
í Félagsbíói við mikla aðsókn og
ágætar undirtektir. Söngstjóri
að þessu sinni var Sigurður
Demetz Fransson. Hann er þjóð-
kunnur söngkennari og er léttur
og skemmtinn við stjórnarstörf.
Tónstokkurinn gengur kannski
ekki alltaf hefðbundna leið.
Demetz veit að hér á noröur-
hjara kann fólk vel að meta
tónlist, jafnvel svo að það er
reiðubúiö aö gangast undirslíkt
tónatak, að það finni svalandi
töfra þess hríslast niður bak og
brjóst. Jafnframt þekkir hann,
nú orðiö, svo vel okkar þungu og
dulúðugu skapgerð, sem sjald-
an leyfir hláturkirtlunum að fá
útrás, að hann telurekki sakaog
vart vera á kostnað hljómlistar-
innar þó viðstöddum sé veitt
hláturmildi í nokkrum mæli. Það
má fullyrða, að enginn fór von-
svikinn heim frá þessum kvöld-
stundum með Karlakór Kefla-
víkur.
Einsöngvarar voru Haukur
Þórðarson, Steinn Erlingsson
og Sverrir Guðmundsson. Jón
M. Kristinsson var líka í þeirra
hópi, en veiktist. ( hans stað
sungu hinir sitt lagið hvort að
auki og tókst það ekki síður en
annað í söngskránni. Þeirfengu
mjög góðar undirtektir eins og
kórinn allur, sem auk endur-
tekninga varð að syngja auka-
lög.
Séra Ölafur Oddur Jónsson
sem hingað til. Eitt er víst að tón-
listin göfgar mannlífið. ,,Ef tón-
listin nærir kærleikann, - leikið
þá áfram".
Undirleik annaðist Ragnheið-
ur Skúladóttir af smekkvisi og
öryggi að vanda. Mikiö blóma-
flóð gekk yfir sviðið til þeirra,
sem þakklætisvottur fyrir ágæta
kvöldstund og viðurkenning
fyrir mikið starf, sem kórfélagar
leggja að mörkum.
Að loknum samsöngvum hér
hélt kórinn í söngferðalag til
Akraness, Ólafsvíkur og Stykk-
ishólms. Hann söng á öllum
þessum stöðum við ágætar und-
irtektir, en fremur slaka aðsókn.
J.T.
TRESMIDAVERHST.
J-AKOB
\ARNAR"
Nýbyggingar - Viðhald
Breytingar
Onnumst alla aimenna
trésmíðavinnu úti sem inni.
Timavinna - Föst tilboð.
Fitjabraut 24, Njarðvík.s. 3440
Heimasimar: 2281, 3673, 3894
Samsöngur Karlakórs
Keflavíkur
FAXI - 83