Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1980, Blaðsíða 15

Faxi - 01.07.1980, Blaðsíða 15
Forsetaframboð 1980 Fjórir frambjóðendur hafa skilað tilskildum meðmælendafjöida og fullgildum framboðum. Það eru: Albert Sigur&ur Gu&mundsson, fæddur 5. okt. 1923 í Reykjavík. Foreldrar Guðmundur Gíslason, gullsmiður og Indíana Bjarna- dóttir. Hann nam verslunarfræði í Samvinnuskólanum og fram- haldsnám í verslunarfræðum í Skotlandi. Varð síðan kunnur at- vinnumaöur í knattspyrnu og spilaði með ýmsum heimskunn- um knattspyrnuliðum. Rekur nú heildverslun í Reykjavík. Hann er alþingismaður og á einnig sæti í borgarstjórn Reykjavíkur. Kona hans er Brynhildur Jó- hannsdóttir. Guölaugur Þorvaldsson, fæddur 13. okt. 1924 að Járn- gerðarstöðum í Grindavík. For- eldrar Þorvaldur Klemensson, útvegsbóndi og trésmiður og Stefanía Tómasdóttir. Hann nam viðskiptafræði við Háskóla íslands. Starfsvettvangur m.a. hjá Hagstofu (slands, blaða- mennska, kenndi jafnframt í Verslunarskóla (slands og Háskóla (slands. Varð síðan prófessor og rektor Háskóla ís- lands i mörg ár. Er nú Sáttasemj- ari ríkisins. Kona hans er Kristín H. Kristinsdóttir. Pétur Jens Thorsteinsson, fæddur 7. nóv. 1917. Foreldrar Eggert Briem, óðalsbóndi í Viðey og Katrín Pétursdóttir Thorsteinsson. Hann nam við- skipta- og lögfræði við Háskóla (slands. Hann fórstrax í utanrík- isþjónustuna, fyrst heima, síðan víða erlendis. Varð sendiherra og ambassador (slands í ýmsum löndum. Starfar nú í utanríkis- ráðuneytinu. Kona hans er Oddný Stefánsdóttir. Vigdis Finnbogadóttir, fædd 15. apríl 1930. Foreldrar Finnbogi Rútur Þorvaldsson, prófessor og Sigríður Eiríks- dóttir, hjúkrunarkona. Hún stundaði nám í frösnku við Sorbonne og víðar, með leik- bókmenntir sem sérgrein. Loka- próf tók hún við Háskóla (s- lands. Starfaði við Þjóðleikhús- ið, kenndi í Hamrahlíðarskólaog varð síðan leikhússtjóri Leikfé- lags Reykjavíkur 1972. TEK AÐ MÉR ALLA ALMENNA GRÖFUVINNU Jafnt stór sem smá verk. Guðmundur Sigurbergsson Hafnargötu 4, Keflavík Sími 2564 Sp&k&u-p i&lðA.t'brd.u.t jí ,r dý Hrthgb/'&ut. Höfum opnað sólbaðstofu Sólbaðstofan SOLEY Heiðarbraut 2 - Keflavík - Sími 2764 með sólarium lömpum. Þú verður brún(n) á 6-12 dögum í BEL-O-SOL. Pantið tíma í tíma. Opið 10-22. FAXI - 95 L

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.