Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1980, Síða 18

Faxi - 01.07.1980, Síða 18
Þegar Sæborgina vantaði Það var árið 1924, fyrstu dag- ana í janúar, að við fórum í róður á m.b. Sæborgu, ásamt fleiri bátum frá Keflavík. Sæborgin var þá aðeins 9 tonn. Það var suö-austan bræla. Við héldum í norö-vestur af Garö- skaga í Vk tíma. Á útleið var kominn talsverður stormur og þungur sjór. Þegar út á miðin var komið, voru menn kallaðir upp á dekk, til þess aö leggja lóðina. En þegar við erum nýbyrjaðir að leggja, höfðum lagt 4 bjóð, var komið það vont veður, að ég ákvað að hætta við að leggja meira. Ljósbauja var nú látin út og andæft við baujuna þar til draga skyldi lóðina. Um nóttina herti hann veðrið og um morguninn, í birtingu, er við komum upþ á dekk til þess að draga lóðina, var komið rok og blindbylur, mjög vont veður. Okkur gekk vel að ná endabauj- unni og draga endafæriö, og var það gert uþp jafnóðum og dreg- ið var. En á meðan endastjórinn var leystur frá, lagði sé sem færið gerði upp, það frá sér á vélarhúsið, en þá kom sjór á bátinn, svo hann valt á hliðina, og færið rann útyfirlunninguna, í sjóinn, og fór uppgert í skrúf- una, og þar meö stöðvaöist vélin. Ég var ekki nógu fljótur að kúpla frá. Allan daginn var veðrið svo vont, að við gátum ekkert skorið úr skrúfunni og um dimmumótin var það svo, að við gátum ekki staöið á dekkinu, við urðum að skríöa, svo var rokið mikið. - En til þess að verja bátinn áföllum og hann sneri sem mest upp í sjóiwwr settum við út drifakkeri bundið í trossu og tvo liði af keðlu, svo báturinn var nú rólegri. SÆBORGIN, eftir að hún var stækkuö, lengd og boröhækkuð. Hún var þó 13tonn. Hún var byggö 1913af Otta Guömundssyni, Reykjavík og var þáum9tonn. Hún varseld til Ptreksfjarö- ar um 1930 og þar mun hún hafa boriO beinin. Fengum viö marga svala dífuna, þegar báturinn skellti rassinum í sjóinn og við fórum í kaf. En þetta hafðist nú smám saman, aö pikka úrskrúfunni, og eitthvað losnaði meö því að snúa öxlinum. Við vorum allan daginn meðan bjart var að eiga viö þetta og náðum þó ekki öllu. En svo sáum við ekki lengur til, því það fór að dimma. Þá tókum viö þaö ráð að gefa vélinni alveg fulla olíu og kúpla að, og þar með reif skrúfan af sér það sem eftir var, svona að mestu leyti. Og þá var nú farið að halda í land, og gekk þaö sæmilega vel. Við vorum aöeins 4 á bátnum í þessum róðri. Auk mín voru þeir þessir: Eiríkur Sigurðsson vélstjóri, Magnús Sigurðsson, Framnesi, háseti, og Ólafur S. Lárusson háseti, allir úr Keflavík. Arinbjörn Þorvaröarson var há- seti á bátnum, en hann gat ekki farið þennan róður, kona hans var að ala barn. Á þessum tímum var engin talstöð komin í bátana og því ekkert hægt að láta vita af sér. Björgunarskipið Geir var fengið til að leita að okkur og Ingiber Ólafsson var með. Þeir Sumarið 1931 fór ég til fisk- veiöa við Austurland á vélbátn- um Ólafi Magnússyni. Hann var 22 smálestir og var með stærstu bátum hér á þessum tíma. Ég átti hlut í bátnum ásamt bræörunum Albert, Ingiber og Guðmundi Helga Ólafssonum, og Ólafi V. Ófeigssyni, kaup- manni í Keflavík. Skipstjóri ábátnumvarAlbert, ég var stýrimaður, Sigurður Gíslason vélstjóri, Sigurjón Kristjánsson kokkur, og Þórar- inn Kristinsson háseti. Við Austurland veiddum við leituðu að okkur allan daginn, fram í myrkur, en fundu okkur ekki. Þetta kvöld átti að vera jólatrésskemmtun, en henni var frestað, vegna þess að okkur vantaði. með dragnót. Veiði var heldur treg, en það sem veiddist, var lagt upp í togara sem voru frá Englandi og lágu inni áfjörðun- um, Vopnafiröi, Seyðisfirði eöa Norðfirði. Við vorum við þessar veiðar þar til seinast i septem- ber, að haldiö var heim á leið. Við fórum frá Seyðisfirði og héldum norður fyrir land. Á leið- inni köstuðum við nokkrum sinnum, á Gunnólfsfirði, Bakka- firði og víðar. f lestinni höfðum við nú 60 kOrfur af rauðsprettu i ís, sem viö ætluöum að selja á leiðinni heim, á Siglufirði eða á Minnisstæð sjóferð Marga svala dýfu Þetta vonskuveður hélst alla nóttina af suð-suðaustri, fram í birtingu. Þá skánaði veðrið og breytti um átt, gekk í norður eða norð-austur. Þá fórum við að búa okkur út í aö reyna að skera úr skrúfunni, því við höfðum hníf á löngu skafti, sem til þess var ætlaður. Það var erfitt verk við að eiga, bæði vegna þéss að sjór var ókyrr og svo var gaflhekk á Sæborginni og því mjög erfið aðstaöa. Það kom í hlut okkar Eiríks Sigurðssonar, sem var vélstjóri á bátnum. Við skárum úr til skiptis, vorum hálfir fyrir utan borðstokkinn og héldum í fæturna hvor á öðrum til skiptis. SKIPVERJAR Á M/B SÆBORGU: Erlendur Jónsson, Eirlkur Sigurösson, Magnús Sigurösson, skipstjóri vélstjóri háseti Ólafur S. Lárusson, háseti FAXI - 98

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.