Faxi - 01.07.1980, Qupperneq 29
9/io
«
APRlL
Þegar forseti klúbbsins baö mig aö
flytja fréttapistil aprílmánaöar, játti ég því
i hugsunarleysi. Mér heföi þó mátt vera
minnisstætt hvernig fór fyrir vini mínum,
Halldóri ibsen, þegar hann flutti pistil
janúarmánaöar. Honum var i ööru blaöi
bæjarins likt við illhvell. Hvorki meira né
minna, þessum dagfarsprúða manni. Og
ástæöan var sú, aö hann haföi látiö
falla spaugyröi um einn mætan bæjarbúa,
sem hlotiö hafði svo almennt traust aö
vera kosinn á þing. Viö hvaöa skepnu mér
veröur likt aö loknu þessu spjalli, veröur
auðna aö ráöa.
Mánuðurinn hófst aö þessu sinni hinn
1. apríl. Þann dag mátti sjá og heyra ífjöl-
miölum ýmsar furðulegar fregnir, sem
sumum þóttu hin mestu gleöitíðindi.
Bensíniö komið niður í 100 kr. lítrinn og
stórútsala á nýjum japönskum bilum i
Hafnarfiröi á hálfviröi eöa svo. Margir
brenndu þangaö á dýru bensíni. En ástaö
þeim sem visaö var til, gat aöeins aö líta
mánaöardaginn meö stórum stöfum.
Menningarvaka Suöurnesja hin fyrsta,
aö auknefni: Fiskur undan steini, stóð yfir
þegar mánuðurinn gekk i garö. Fyrir-
myndin mun vera Sæluvika Skagfirðinga
og Húnavaka Húnvetninga. Nafniö
,,vaka" minnir á máltækið gamla, sem haft
var eftir norölendingi, sem dvaliö haföi
sunnanlands: „Þeim veröur ekki mikiö
fyrir því á Suöurlandi aö vaka eina vorver-
tíö." En sú vaka mun aldrei hafa veriö
kennd viö menningu. En hvaö sem
þessum nafngiftum líöur, er það góöra
gjalda vert aö reyna aö lífga upp á hvers-
dagsleikann hér á útnesjum meö ein-
hverjum tilraunum til menningarstarf-
semi. Má segja að þetta sé nokkurs konar
úttekt á þvi, hverju viö búum yfir af menn-
ingarverömætum. Það sem ég sá og
heyröi af því sem fram fórvar: Sýningin i
Fjölbrautaskólanum, sinfóníutónleik-
arnir og sýning Leikfélags Keflavfkur:
„Sjóleiöin til Bagdad”. Þetta var hvert
ööru betra, og væri ástæða til aö fara um
það mörgum orðum, en það veröur ekki
gert hér, heldur stuttlega drepið á þaö
helsta.
Sýningin i Fjölbrautaskólanum var þri-
Þætt: Málverkasýning Eiríks Smith, sem
hefir veriö kennari í „Baðstofunni" und-
anfarin ár, sýning á verkum nemenda
hans, og loks Ijósmyndasýning. Allt var
Þetta mjög vel frambærilegt og aðilum til
sóma. Leiksýningin var aö mínu mati vel
heppnuö og geröu allir leikendur hlut-
verkum sinum furöu góö skil at
áhugafólki aö vera, en þvi miöur var hún
ekki aö sama skapi vel sótt. Hápunktur-
inn var tónleikar Sinfóníuhljómsveitar-
innar, þar sem keflvísk stúlka, Unnur Páls-
dóttir, lék einleik á fiölu, sem þátt i burt-
fararprófi frá Tónlistarskóla Keflavíkur,
°g er hún fyrsti nemandinn, sem lýkur
sliku prófi, og gerði hún þaö meö
Qlaesibrag.
Aflabrögö hafa veriö með eindæmum
góö víöast hvar á landinu á þessari vertiö
og það svo, að yfirvöld eru í hreinustu
vandræöum. Gera það sem þau geta til aö
takmarka veiðarnar, en fá ekki rönd viö
reist. Einhvern tíma hefir nú vandamálið
veriö þveröfugt viö þetta. Ýmist er of eöa
van. Um fiskverö hefir veriö deilt eins og
oftar og hefir Útvegsmannafélag Suöur-
nesja mótmælt harölega ákveönu fisk-
veröi og telur aö nú sé veriö aö flytja
vanda vinnslustöövanna yfir á útgeröina.
Ekki kann ég aö dæma hér um.
A undanförnum árum hefir þeirri hug-
mynd vaxiö fylgi aöfiskeldi geti oröiöarö-
vænleguratvinnurekstur. Framtakssamur
maður hefir fyrir nokkru hafiö slíka starf-
semi í Grindavik. Hann hefir nú oröið
fyrir því óhappi aö veiki barst í stofninn og
varö aö farga öllum seiðunum. Skiptir
tjóniö tugum milljóna. Þó ætlar hann ekki
að gefast upp. Má segja að flestum at-
vinnurekstri fylgi áhætta.
( mánuðinum fór að sjást á götum bæj-
arins ferliki mikiö, blóðrautt. Var hér um
aö ræöa hinn nýja sorphreinsunarbíl, sem
á aö þjóna öllum Suðurnesjum i sam-
bandi viö hina nýju Sorpeyðingarstöö,
sem brennt hefirsorpi Suöurnesjamanna
síöan ífyrrahaust. Bill þessi kvaö vera hið
mesta tækniundur.
Galli hefir komiö fram i gólfi hins nýja
íþróttahúss og er tjóniö taliö skipta millj-
ónum. Ekki hefir veriö úr því skorið hver
sök eigi á þessu, eöa hver eigi aö bera
skaöann.
Bjarni Einarsson hefir nú ráöist i
þaö stórvirki aö breyta nótaskipi i skut-
togara. Er hér um að ræða loönuskipiö
Óskar Halldórsson, sem er 238 lesta stál-
skip. Mjórer mikils visir, og vera má aö hér
sé um aö ræöa upphaf aö togarasmíöi i
Njarövikum. En ekki linnir innflutningi á
nýjum skipum, þó vitað sé aö fiskiskipa-
floti landsmanna sé löngu oröinn of stór,
miðaö viö það aftemagn sem veiöa má.
Og eftir þvi sem flotinn stækkar veröur
erfiðara fyrir stjórnvöld aö takmarka
sóknina.
Nú er svo komið aö Reykjanesbrautin,
þessi fullkomnasti vegarspotti landsins,
er talin hættuleg í rigningu. Farin aöslitna
og myndast í hana hjólför, sem vatn situr í,
og eru dæmi um aö bílar hafi lent utan
vegar og hvolft af þessum sökum. Undir
slíkum kringumstæöum ættu menn að
láta sér nægja þann hraöa, sem leyföurer,
og mun þaö draga mjög úr hættunni.
Nú á aö fara að byggja nýtt póst- og
simahús í Sandgerði. Vonandi veröur þaö
svo um hnútana búiö aö póstrán veröi þar
ekki árlegur viöburður.
Úti í heimi er þaö aö komast í tísku aö
hertaka sendiráð og halda þar tugum
manna í gislingu. Kunna stórveldin engin
ráö við slíku. Hins vegar viröast flugvéla-
rán vera aö falla úr tísku.
Tveir þjóöhöföingjar hafa í þessum
mánuöi verið að heyjadauöastriðiö. Er nú
annar þeirra allur, hinn 87 ára gamli ein-
ræöisherra Júgóslavíu, Titó. Einræöi er
ekki vinsælt stjórnarfyrirkomulag meöal
vestrænna þjóöa. Þó getur þaö stundum
bjargaö þjóöum út úr stjórnmálalegum
ógöngum, og veltur þá á miklu hver á því
heldur. Sennilega fær Tító einhver bestu
eftirmæli, sem einræöisherra hefir hlotiö.
Hann hefir veriö fastur fyrir gagnvart
áleitni hins volduga stórveldis i noröri og
sennilega veitt þegnum sinum meira
frelsi en þekkist i öörum austur-evrópu-
ríkjum. Versti gallinn viö einræöi af þessu
tagi er, aö enginn veit hvaö við tekur eftir
aö slikur maöur er fallinn frá. Getur þá
upphafist valdabarátta, meö ófyrirsjáan-
legum afleiöingum.
Hinn þjóðhöföinginn, sem ég gat um
er hinn brottrekni keisari Irans. Sennilega
hefir hann ekki verið nógu mikill einræö-
isherra til aö halda völdum, heldur flýöi
hann land. þegar hann taldi sér ekki
lengur vært. Þrátt fyrir þá miklu spillingu,
sem sögö er hafa viögengist i hans
valdatíð, held ég aö (ranir hafi farið úr
öskunni í eldinn með valdatöku hins
grimma klerks, Khomenis. Enda þótt talið
sé aö keisarinn eigi ekki langt eftir ólifaö,
vilja Iranir ólmir fá hann heim aftur til aö
hjálpa honum yfir hin ósýnilegu landa-
mæri. Ef til vill mundi þaö leysa mikinn
vanda ef keisarinn félli frá á eölilegan hátt
innan tíöar.
Ég hitti nýlega gamlan kunningja úr
Hafnarfiröi, sem sagöist hafa lesiö í
einhverju blaði að lögreglan i Keflavík
heföi skotiö hund, en eigandi hans hafi
kært drápiö og fengið sér dæmdar 100
þús. kr. i skaöabætur. Um þetta orti hann:
Kom sú frétt úr Keflavik:
Kálað var þar einni tik.
Hún sig lagði, og hljóöbært var
á hundraö þúsund krónurnar.
Guönl Magnússon
DAGBLAÐK} - FRELSIÐ
OG ÚTKALL f KLÚBBINN
Dagblaöiö er kyndugt blaö. A blaö-
hausnum stendur aö þaö sé óháö og
frjálst. Leikfélag Keflavíkur kynntist þvi
frelsi í vetur, þegar menningarritstjóri
þess neitaöi um birtingu á leikdómi um
Útkall i klúbbinn. Þetta geröist þóttfrétta-
ritari blaösins heföi beöið viökomandi um
leikdóminn. Annað enn furöulegra skeöi í
sambandi viö úthlutun svokallaöra menn-
ingarverölauna Dagblaðsins. En sem
kunnugt er leitar blaðiö eftir uppástung-
um hjá almenningi. I fyrra birti þaö úrslit
þessarar könnunar, en í vetur var þaöekki
gert. Hvaö kom fyrir? Jú, þaö sem kom
fyrir var aö Útkall í klúbbinn fékk langflest
atkvæöi sem bókmenntaverk.
Svona getur veriö erfitt aö vera óháöur
og frjáls, þegar ákveöiö er fyrirfram hver
fær peninga og hver fær verölaun.
L.
VINNULAUN GREIDD
MEÐ GULLPENINGUM
Sigurður Sumarliöason skipstjóri var
lengi búsettur á Akureyri, kunnur borgari
þar fyrir sjómennsku og ýmsa athafna-
semi i landi. Háaldraður fluttist hann til
Reykjavíkur og dó þar. Hann ólst upp i
Garöinum, vinur og skólabróöir Björns
heitins Hallgrímssonar, skipstjóra. Þegar
Björn var ráöinn 1901 til aö sigla heim frá
Englandi kútter Grétu, sem Edinborgar-
verslun haföi fest kaup á, ásamt 5 öörum
kútterum, þá réöst Siguröur stýrimaður
hjá Birni. Þegar heim kom réöst svo þriðji
Garöbúinn á skipiö meö þeim, þaö var
Þorsteinn Arnason, sem síöar varö'
kunnur Suðurnesjamaöur, bjó lengst í
Keflavik og var þekktur trésmiöur.
Um alla þessa atorku- og dugnaöar-
menn væri hægt aö skrifa merkilega sögu,
og er vonandi aö það veröi gert sem fyrst.
Þessi vor- og sumarvertíö, sem í hönd fór
hjá þeim, var sæmilega aflasæl en ekki
viöburöarík. Haft er eftir Sigurði stýri-
manni, aö tekjur hans hafi numiö um 900
kr. og þótti þaö mikiö og athyglisvert aö
greitt var meö gullpeningum. Gullpening-
arnir ensku voru fallegir og sjóöurinn þvi
augnayndi, en aldrei, hvorki fyrr né siöar,
hefur mér hlotnast sá heiður aö fá kaup
mitt greitt I skíru gulli, sagöi Siguröur, og
glitiö af gullinu átti enn bjarma i augum
niræös öldungsins. Álkrónur eöa
pappirsnótur veröa léttvægar i
minningunni eftir 70 ár.
BÝJASKER - BÆJARSKER
HVORT ER RÉTTARA?
Halldóra á Bæjarskerjum sendi Faxa
pistil um örnefniö Bæjarsker, sem birtist i
2. tbl. 1980. Hallaöist hún jafnvel aö því aö
kalla eigi jöröina Býjasker. Vitnar hún þar
i nokkrar heimildir frá seinni timum máli
sínu til stuönings. Meöal annars til rit-
gerðar eftir Magnús Þórarinsson frá
Flankastööum. Líklega mun óhætt aö
treysta frásögnum hans, enda hefur maö-
urinn skráö einhverjar bestu ritgeröirsem
til eru um Suðurnes. Greinarnar eru ná-
kvæmar, á góöu máli og bera
vott um mikla glöggskyggni höfundarins
á umhverfi sitt. Bókin Frá Suöurnesjum,
sem út kom 1960, er aö miklu leyti hand-
verk Magnúsar, og ber þess glöggt vitni.
Þátturinn um leiöir og örnefni á Miönesi
er t.d. stórmerkur og viröist traust heim-
ild. Bókin er eflaust sú besta sem komiö
hefur frá Suðurnesjum, enda skrifuö af
heimamönnum, er þekktu nágrenni sitt
allt frá æsku.
En svo ég snúi mér aö efninu, var erind-
iö aö skýra frá nokkrum niöurstöðum,
sem ég fann, eftir aö hafa kannaö lítillega
heimildir um örnefnið Býjasker.
Eftir því sem ég komst næst viö lestur
Fornbréfasafnsins, sem er ein aöalheim-
ild Islendingasögunnar, hefur snemma
oröið venja aö skrifa „Býja-" í staö „Bæj-
ar-“. I nafnaskrá Fornbréfasafns er oröið
býr gefið upp í merkinu bær. Vel má vera
aö þarna liggi ráöningin. Ioröabók Menn-
ingarsjóös er hins vegar talaö um býjar-
byggð, ,,aö hafa býjarbyggö", í merking-
unni aö annast févörslu. Orðið er gamalt
og tiökast litiö i nútímamáli.
Einhverjum kynni aö detta i hug skyld-
leika orösins viö dönsku, jafnvel aö áhrifa
gæti þaöan. Ekki þarf þaö aö koma til
greina, þar eö orömyndin „Býja-" kemur
strax fyrir um 1270. Skyldleiki getur hafa
oröiö við norskuna, enda höföu Islend-
ingar meiri samskipti viö Norömenn á
þessum tíma, en suöur til Danmerkur.
Nafniö Bæjarsker kemur fyrst fyrir i
Landnámu. Þar er frásögn af hólmgöngu-
áskorun Hrolleifs i Heiöabæ i Þingvalla-
sveit gegn Eyvindi i Kvíguvogum syöra.
Segir, að þeir hafi i staðinn „keypt lönd-
um. Eyvindr bjó nökkravetrsíöan i Heiða-
bæ ok fór síöan á Rosmhvalanes til Bæj-
arskerja ... ". (Isl.sögur I, bls. 230-31. Rvik
1953).
Fram að þessu hefur gullaldarmáliö
staöiö fyrir sinu, og trúlega er þetta upp-
haflegur ritháttur nafnsins. En er á leiö
breyttist oröiö i meöförum, og um 1270 er
þaö. „bíasker", ískráyfirhvalskiptiRosm-
hvelinga, sem prentuð er stafrétt i Forn-
bréfasafni. (II. bindi, bls. 77).
I Hítardalsbók, sem hefur aö innihalda
kirknaskrá, frá um 1367, (handritið taliö
skr. um ca. 1650), er rætt um „Býjasker".
(Fornbr.sa. III, bls. 221). A Bæjarskerjum
var þá kirkja, helguö heilögum Ölafi
Noregskonungi. Þarna kemurnafniöfyrst
fyrir i núverandi mynd. Er þaö síöan skrif-
aö þannig allar götur til 1570, nema í
reikningum Kristjáns skrifara á Bessa-
stööum. Þeir reikningar eru yfir tekjur af
konungsjöröum víöa um land fyrir árin
1547-48. Þar er jöröin kölluö „Beersker".
Trúlega kennir þar þýskraáhrifa.enda var
Kristján ættaöur fra Þýskalandi (Forn-
br.s. XII. bls. 116).
Hins vegar kemur fram i VII. bindi Forn-
bréfasafns, bls. 53, aö máldagi Brautar-
holtskirkju á Kjalarnesi, var lesinn upp, á
héraösþingi á „Bæjarskerjum" 6. febr.
1749. Máldaginn var hins vegar frá mið-
öldum og hefur trúlega veriö lagður fram
sem sönnunargagn í einhverju máli, sem
þá var háö. Þarna kemur oröiö i Ijós, viö
upplestur og bókfærslu á 18. öld.
Ekki haföi ég tima til aö kanna itarlega
Alþingisbækurnar, geröabækur þings-
ins, allt frá miööldum, sem eru önnur
Framh. á næstu siöu
FAXI - 109