Faxi - 01.07.1980, Side 30
aðalheimild Islandssögunnar, ásamt
Fornbréfasafni. Einnig Alþingisbækur
eru gefnar út stafrétt, og hafa þvi töluvert
málsögulegt gildi. En við lauslegt yfirlit
bókanna sýndist mér, að þar kæmi oftar
fyrir Býjasker en Bæjarsker.
Eg hygg aö Bæjarsker sé upphaflega
nafngiftin, og skírskota þá til Ara fróða.
Fljótt viröist málvenjan hafa orðið Býja-
sker, sú orðmynd orðið algengust, en hin
horfin. Því er ekki óeðlilegt þógamaltfólk
hafi notað meir það orð. Siðan hefur
nafngiftin komist á prentaðar bækur og
loks á landakort á 19. öld.
Sjálfur finnst mér fara betur í málinu
orðið Bæjarsker en Býjasker. Hið seinna
er svolítiö dönskuskotið þrátt fyrir allt. Ég
held því, að það sé ekki röng þróun þó
jörðin hafi i seinni tíð frekar gengið undir
nafninu Bæjarsker, því líklegaerþað upp-
haflega nafnið.
Skúll Magnússon
REVlU- OG LEIKRITAGERÐ
Alltaf telst það nokkur viðburður þegar
heimamenn á Suðurnesjum semja
sjónleik og setja á svið. Því miöur gerist
slíkt alltof sjaldan. Ef mig misminnir ekki
segir Marta V. Jónsdóttir frá uppfærslu á
leikþætti i stúkunni Vonin nr. 15 í Kefla-
vík frá um 1890. Þórður Thoroddsen hér-
aöslæknir setti á svið þátt úr Manni og
konu, sem hét Kvöldvaka í Hlíð. Engar
eldri heimildir eru til um leikrit eöa leik-
þætti eftir Suðurnesjamenn. Þórður er
einnig hér brautryðjandi að því er viröist,
en hann stóð að fleiri sýningum innan
stúkunnar.
( Morgunblaðinu 24.2. 1927 er stór-
merkileg heimild um leiksýningu sem mér
finnst ástæða til að minnast á.
Laugardagskvöldiö 19. febr. 1927 sýndi
fólk úr Höfnum sjónleik i samkomuhúsinu
Skildi i Keflavik. Nefndist leikurinn „Sittaf
hverju frá 1917". Höfundur var Ólafur
Ketilsson hreþþstjóri á Kalmanstjörn í
Höfnum. Fjallaði leikurinn um það sem þá
var efst á þaugi og lítur út fyrir að hann
rraTT veriö nokkurs konar revía. Einnig var
þar ýmislegt tekið með frá því fyrir og eftir
1917. Þ.Þ. (líklega Þorsteinn Þorsteins-
son) segir í Mbl. fimmtud. 24.2. 1927 um
efni leiksins: ,, . . . sýnir meðal annars
bónda mjög fáfróðan, en efnaöan, og
konu hans, skynsama og myndarlega,
enda gefur hún ótvirætt í skyn að hún hafi
verið vangefin (tekiö niðurfyrirsig). Einn-
ig sýnir þaö þingmann, nýbakaðan, sem
mörgu góðu telur sig til leiðar hafa komiö
og telur uþp ýmislegt af þvi. Þá sýnir það
gamlan förumann og ungmey eina, og
kærasta hennar, sem telja aöalnautn lífs-
ins að dveljast á ýmsum skemmtistöðum,
t.d. Baldurshaga og þar í grennd".
Getur Þ.Þ. þess aö leikurinn hafi hlotiö
góðar móttökur í Keflavík og leikendur
staðið sig með prýði. Segir hann furðu
gegna að svo lítiö byggðarlag eins og
Hafnirnar, skuli eiga jafn marga ágætis
leikara. Hann segir að þar hafi undanfarin
ár veriö leikin ýmis smáleikrit.
Eftir því sem ég kemst næst er Ólafur á
Kalmanstjörn sá fyrsti hér á Suðurnesjum
sem skrifar langt leikrit og liklega fyrsti
revíuhöfundurinn. Einnig er þetta fyrsta
leiksýning aðkomumanna í Keflavík, sem
kunnugt er um.
Skúli Magnússon
LÖGGILTIR VERSLUNARSTAÐIR
Á SUÐURNESJUM
Stundum heyrist þess getið að úti á
landi hafi þorpeöa kaupstaöur haldiö upp
á afmæli vegna verslunarréttinda. Þykja
þaö alltaf nokkur tíðindi þegar i byggðer
löggilt verslunarlóð, hvort sem það er til
sjávar eða sveita. Aö ýmsu leyti má setja
slíka viðurkenningu lóggjafans í samband
við þróun byggðar á hverjumstaö. Stund-
um er slík löggilding upphaf þéttbýlis-
myndunar.
Á Suðurnesjum heyrist fátt um verslun-
arréttindi kauptúna, enda eins liklegt aö
þeir afmælisdagar séu á fárra vitoröi Til
gamans fer hér á eftir upptalning á
RAGNARS BAKARÍ.
SÍMI 92-2120._______)
hvenær þéttbýlisstaðir á Suðurnesjum
hlutu slík réttindi.
Keflavík hlaut verslunarréttindi 28. des.
1836, ásamt nokkrum öðrum stöðum, er
verslunarlöggjöfin var gerð frjálsari.
Vogavík varð löggild verslunarhöfn 24.
nóv. 1893.
Sandgerðisvik var löggilt 8. nóv. 1901,
Járngeröarstaöavik í Grindavik fékk
verslunarréttindi 5. nóv. 1902.
Þann 20. okt. 1905 hlutu Gerðar versl-
unarréttindi. Árið 1911 var sótt um aö
stækka þar verslunarlóöina, en alþingi
felldi frumvarþið.
I Krikjuvogi i Höfnum var löggilt versl-
unarlóð 22. nóv. 1907.
[ Njarövík var ákveöin verslunarlóö við
stofnun Keflavikurhreþps í fardögum
(apríl) 1908.
Nokkrum sinnum var sótt um að lög-
festa verslunarhöfn á Þórshöfn við Bás-
enda, en náöi aldrei fram að ganga á al-
þingi. Voru þingmenn tregir til að veita
höfnum verslunarréttindi, af ótta við auk-
inn drykkjuskap með fjölgun verslan-
anna.
Heimild um verslunarréttindi handa
Keflavík er i Lovsamling for Island, en
hinna staöanna i Stjórnartíðindum fyrir
(sland. Umræður um málin eru prentaðar
i Alþingistiðindum.
Skúli Magnússon
DÝRAVERNDUNARFÉLAG
Þann 17. janúar 1915 kom Otto N. Þor-
láksson til Keflavikur og stofnaði dýra-
verndunarfélag. Stofnendur voru 24,
aðallega ungt fólk. A stofnfundi var kosin
bráöabirgöastjórn sem voru Jóna Sigur-
jónsdóttir kennari, Tómas Snorrason
kennari, og Ágúst Jónsson hreppstjóri.
Dýraverndunarfélag hafði þá starfað
um skeiö í Reykjavik og var Ottó N. Þor-
láksson innan þess félags. An efa hafa
verkefni dýraverndunarfélaga verið næg í
Keflavík og nágrenni, enda aðbúnaður
dýra oftast harla bágborinn.
Félagið i Keflavík hefur vart lifað lengi,
enda ekkert annað kunnugt um það utan
stutt frásögn i Morgunblaðinu þriðjudag-
inn 26. jan. 1915.
Um 1920 tók stúlka sem hér starfaði,
dýravernd á stefnuskrá sina, eins og
kemur fram i greinum Guðna Magnús-
"sonar um regluna á Suðurnesjum, (Faxa.
Skúli Magnusson
KAFFI-
TVÍBÖKUR
HEILHVEITI-
OSTA-
Ávallt í fararbroddi. Ragnarsbakari með
nýjar umbúðir og kringlurnar geymast
betur, haldast stökkar og taka minna
pláss.
Auk þess geturðu valið um þrjár tegundir
af þessari viðurkenndu gæðavöru.
FAXI - 110