Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1980, Page 29

Faxi - 01.12.1980, Page 29
MARGEIR JÓNSSON: Olíukreppan og fiskiskipin Stöðugar hækkanir á olíu og olíuvörum veldur útgerð og fiskveiðum miklum erfið- leikum, ekki síst hjá þeim þjóðum, sem byggja afkomu sína að langmestu leyti á fisk- veiðum. íslendingar eru ein þeirra þjóða, sem sjávaraf- urðir eru aðalútflutningur til öflunar gjaldeyris bæði fyrir olíu og öðrum vörutegund- um sem landsmenn þurfa á að halda. Til að sjá þá miklu verð- hækkun sem orðið hefur á olíu, til samanburðar við verðhækkun á þorski, þágeri ég samanburð á þessum þáttum frá árinu 1972 til dagsins í dag. Olía kostaði 1972 4.70 kr hver lítri, en í dag 210 kr., sem er hvorki meiri né minni en 4368% hækkun. Á sama tíma hækkaði ÆTTMENN SÉRA ÁRNA Framh. af bls. 240 óslægður þorskur um 1670%, eða úr 12.20 kr. í 216 kr. hvert kg. Þessi samanburður á olíu annars vegar og þorski hins vegar hjá skipaflotanum sýnir okkur hversu (Dessi munur er gífurlega mikill og hlýtur því að hafa í för með sér mjög óhagstæða þróun í rekstri fiskiskipaflotans, þrátt fyrir hið svokallaða olíugjald til fiskiskipanna. Þá bætist það við að frakt hefur hækkað hjá kaupskipaflot- anum vegna olíuhækkana og skilar því minna verðmæti fyrir sjávarafurðir sem fluttar eru á erlendan markað. Þegar haft er í huga hve olía er mikill þáttur í rekstri fiskiskipanna, þá þarf að draga úr notkun á olíu á komandi árum. Hér á Suður- nesjum er bátaflotinn orðinn sá elsti að meðaltali á land- inu og verður því að fara að huga að nýsmíði bátanna á næstunni, hanna þá fyrir heimamið og með olíusparn- að í huga. Hér á vetrarvertíðarsvæð- inu frá Hornafirði til Breiða- fjarðar, hafa byggðakjarnar myndast vegna aflans sem fékkst á vetrarvertíð fyrst og fremst, fyrir það að stutt var á miðin, enda árin og seglið sem komu skipunum á veiðisvæðin. Nú þegar olíukostnaður hækkar hraðar en fiskurinn, þá er þörf á að hagnýta vel þá staði sem fiskur gengur grynnst. Skipting fiskimiðanna milli báta og skuttogara þarf því að verða þannig að bátar afla á grunnmiðum sem mest, en skuttogarar á fjarlægari mið- um og þá að sjálfsögðu fyrir þær byggðir sem minna hafa af fiski á heimamiðum. Suðurnesin eru sá staður landsins sem hefur byggst upp á vetrarvertíðarafla að mestu leyti. Með það fyrir augum þarf á næstu árum að byggja nýja tegund báta, sem verði hannaðir fyrir nú- tíma tækni, með hagstæðari olíunotkun en nú er, yfir- byggðir og með góða vinnuaðstöðu, búnir veiði- tækjum fyrir hinar ýmsu fisktegundir sem fást á heimamiðum. sigla, fóru þeir bræður að Ytri- Njarðvík til Jóns bónda og Katrínar fóstursystur sinnar og biðu þar eftir skipi er fara átti frá Keflavík. Það mun hafa verið um miðjan þriðja áratug sl. aldar. Þá var Einar bróðir Árna prófasts ógiftur. Margrét og Sigríður í Ytri-Njarðvík, frænkur þeirra bræðra, voru þá ógiftar heima- sætur. Þær systur ásamt Árna fylgdu Einari til skips í Keflavík. Þegar Margrét kveður Einar frænda sinn, segir hún, ætlar þú aö bjóða mér i brúðkaupsveisl- una þína (gaf í skyn að hann fengi sér danska). Einar svarar að bragði, slíkar eru nú sjálf- sagðar. Einar fór sína leið til Danmerkur og lærði trésmíði þar, Margrét heim til sín að Ytri- Njarðvík. Einar bauð henni aldrei í danska brúðkaupsveislu, hann kom aftur heim til íslands, hitti Margréti að nýju og nú bauð hann henni í brúökaupsveislu eins og hann taldi sjálfsagt vera þegar hann sigldi. Þaö var þann 21. okt. 1826 að þau Margrét Jónsdóttir frá Ytri-Njarðvík, þá 25 ára gömul (fædd 1. maí 1801) og Einar Helgason snikkari, 33 ára, giftust í kirkjunni. Voru þau frændsystkin merk hjón er bjuggu sinn búskap í Reykjavík. Er nú þessum þætti lokið, frásögninni af Árna prófasti, ferðum hans, frændanna og fleiru úr Njarðvík. Og nú þegar síðustu orð þessa þáttar eru fest á blað, er verið að halda upp á 100 ára afmæli Garðakirkju á Álftanesi á þeim sögufræga staö, þar sem séra Árni var prestur, prófastur og biskup á árunum 1825 til 1858 samfleytt í 33 ár og átti heima þar á prestsetrinu til dánardags 14. des. 1869, alls í 44 ár. . ■ I! iiuiiiiiiiiunuiiijliiij IHllllSii Sssi œiíssssl GF-6060H '(MPO) Auto Program Search System . meira en ferðatæki! Verð kr. 224.000 Þessi ser um FATAVAL - KEFLAVÍK FAXI - 193
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.