Faxi - 01.12.1980, Blaðsíða 31
MINNING
Kalmann Sigurðsson
frá Stað í Höfnum
Fæddur 8. nóvember 1904
Dáinn 5. nóvember 1980
Föstudaginn 21. nóvembers.l.
var jarðsettur frá Kirkjuvogs-
kirkju Kalmann Sigurðsson, út-
vegsbóndi frá Stað í Höfnum.
Hann lést að Landakotsspítala
í Reykjavík 5. nóvember, eftir
fárra vikna legu þar.
Kalmann var fæddur 8.
nóvember 1904 að Junkaragerði
í Höfnum, sonur hjónanna Pál-
ínu Jónsdóttur og Sigurðar
Jónssonar, er þar bjuggu.
Kalmann ólst upp í föðurhúsum
ásamt systkinum sínum, þeim
Sigurlfnu, sem var elst og er
enn á lífi búsett í Reykjavík og
Jóni og Helgu, sem bæði eru
dáin. Árið 1931 kvæntist hann
eftirlifandi konu sinni Ingunni
Guðmondsdóttur, ættaðri frá
Kolbeinsvík í Strandasýslu.
Hófu þau búskaþ sinn að Junk-
aragerði og bjuggu þar í 7 ár.
Siguröur faðir hans hafði látist
nokkru áöur og Sigurlína gift og
búsett í Reykjavík en Pálína
móðir hans bjó áfram í Junkara-
gerði með börnum sínum þeim
Jóni og Helgu. í Junkaragerði
fæddust þeim Kalmanni og
Ingunni 3 börn, tvíburasysturn-
ar Guðrún og Sigríður, sem
báðar eru búsettar vestan hafs
og sonurinn Bragi, sem lést
tæþra tveggja ára. Dóttursonur
þeirra Ólafur Kalmann ólst uþp
hjá þeim.
Eftir 7 ára búsetu aö Junkara-
gerði fluttu þau inn í Kirkjuvogs-
hverfi. Þar byggði Kalmann
húsið Stað og fékk til aðstoðar
við sig vin sinn Hinrik Ivarsson í
Merkinesi, en báðir voru þeir
smiðir góðir. Á Stað hefur fjöl-
skyldan búið síöan.
Kalmann var hraustur,
athafnasamur drengur og tók
ungur þátt í daglegum störfum
til stuðnings viö heimili sitt og
foreldra í harðri lífsbaráttu, að
hætti þess tíma. Strax eftir
fermingu fór hann að róa á
opnum árabáti með föður sínum
og var í skiprúmi hjá honum þar
til að hann eignaðist eigin bát.
Sjómennskan var honum í blóð
borin og varð hans ævistarf.
Nokkrar ær, ein kú, og dálítil
jaröarafnot voru þó lengst af
nýtt til búbætis samhliða
sjófanginu, sem færði þó heimil-
inu alla tið þá björg er til þurfti til
hagsældar og traustrar afkomu.
Það er hörð og óvægin lífsbar-
átta aö eiga nær alla afkomu
sína og fjölskyldu sinnar undir
sjósókn á lítilli opinni trillu út á
opið ólgandi úthaf við
rastarvæng einnar straumhörð-
ustu og yggldustu rastarhérvið
land. Stundum var Kalmann
einn á báti, en oftar hafði hann
háseta. Jón bróðir hans reri
lengi með honum og síðarólaf-
ur uppeldissonur hans. Allir
voru þeir harðduglegir sjómenn
og kunnu vel til verka. Umhirðu
og viðhaldi Kalmanns á bátnum
og öllu þvi er að sjósókninni laut
var við brugðið. Virðing hans
fyrir farkostinum og starfsgrein-
inni var augljós. Kannske var
þetta uppspretta að allri hans
farsæld og velgengni í fang-
brögðum við Ægi. Hann nam
ungur af föður sínum reynlsu
liðinna alda og tók síðan í þjón-
ustu sína uþþbyggingu og tækni
líðandi stundar eftir þvi sem
aðstæður leyfðu í tiltölulega
vanbúinni heimabyggð, erhann
yfirgaf þó aldrei í leit að auöveld-
ari lífsháttum.
(allmarga áratugi vissi ég hver
Kalmann frá Junkaragerði var,
hafði veitt honum eftirtekt
sökum hógværðar og þrúð-
mennsku og á síðari árum fékk
ég nánari kynni af því að hjá
honum var þetta ekki uppgerð
eða sjónarspil. Upplag, uppeldi
og síðan samspil við dyntótt
náttúruöflin munu hafa átt ríkan
þátt í sterkri skaþgerð hans. Ég
hygg að hann hafi ekki átt neinn
óvin eða andsnúinn nágranna,
en hins vegar marga góða vini.
Litla byggðarlagið, sem var
hjartkært heimkynni hans alla
æfi, er nú snauðara eftir aö hann
sést ekki lengur ganga þar
glaður milli vina eða ýta úr vör
sínu litla fleyi. Staður hefur
misst þá forsjá og vernd, sem
Kalmann veitti alla tíð. Ingunni
og Ólafi verður það þungbær
raun, einnig dætrunum og fjöl-
skyldum þeirra í fjarlægð. öllum
þeim er það þó huggun harmi
gegn að vita, að hann var tfaust-
ur trúmaður og hafði oft á ör-
lagastundu beðið.
Stýr mínu fari heilu heim
í höfn á friðarlandi,
þar mig í þinni gæslu geym
ó, Guð minn, allsvaldandi.
Og það má fullvíst telja að
honum verði falinn farkosturþar
i landi friðarins og honum ætlað
aö taka á móti og ferja ástvinina,
þegar þar að kemur, í höfn á frið-
arlandi.
Ingunni og börnum hennar
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur.
Ragnheiöur og
Jón Tómasson
EGILL ÞORFINNSSON:
Hugleiðing um báta
Suðurnesjamanna
Fiskveiöar hafa verið f rá fy rstu
tíð aðalatvinnuvegur Suður-
nesjamanna og bendir fátt til
þess að breytist að ráði í náinni
framtíð.
Þaö er því ekki úr vegi að
athuga ástand og aldurfiskibát-
anna sem fólkiö byggir afkomu
sfna á aö mestu leyti, beint og
óbeint.
í ársbyrjun 1971 voru sem
næst 100 bátar undir hundrað
rúmlestum í eigu Suðurnesja-
manna, er þá átt við þilfarsbáta
frá ca. 10 rúmlestir að stærð og
meðalaldur þeirra 15,8 ár. Sama
ár eru ca. 28 bátar yfir 100
rúmlestir í eigu Suðurnesja-
manna og meðalaldur þeirra
6,75ár. (lokársinssemeraðliöa
þ.e. í nóv. eru ca. 90 bátar undir
100 rúmlestum í eigu Suður-
nesjamanna og meðalaldur 21
ár, þá eru 41 bátur yfir 100
rúmlestir og meöalaldur 15,4 ár.
Skuttogarar eru 6, meðalaldur
6,5 ár.
Þess skal getið að hluti báta-
flotans hefur verið endurbættur
af tækjum og vélum og nokkrir
stærri bátanna verið yfirbyggð-
ir og lengdir sérstaklega með
loðnuveiðar í huga.
[ framhaldi af þessu sést að
meginhluti bátaflota Suður-
nesjamanna er orðinn alltof
gamall og meðsama áframhaldi
verður stór hluti bátaflotans úr
sér gengið rusl að fáum árum
liðnum, sem enginn sjómaður
vill vera á.
Viöhorf manna til útgerðar er
að breytast og kemur til með að
breytast mun meira á næstu
árum, sérstaklega er varðar
fiskibátana.
Spá mín er sú að í framtíðinni
verði allir fiskibátar með yfir-
byggt þilfar allt niður í 50-60
tonna stærð. Þeir veröi t.d. búnir
miklu meiri sjálfvirkni ( sam-
bandi við spil og notkun þeirra.
Þá verði búönaöur í eldhúsi
sjálfvirkari þannig að ekki þurfi
kokka á landróðabáta. Búnaður
í lest verði gjörbreyttur og fiskur
í þar til geröum löndunarköss-
um sem skipt er um viö löndun
og fleira þessu líkt.
Til þess að hægt verði að
koma við nýjungum í bátunum
verðurað breyta lagi bátannaog
aðhæfa það komandi tækni.
Að lokum þetta, ef Suður-
nesjamenn gera ekki átak í að
endurnýja bátaflotann á næstu
árum, verður á Suðurnesjum
elliheimili íslenskra fiskibáta,
eins og nú stefnir, þó að það sé
viðurkennt að bátaútgerö hentar
Suðurnesjum ekki síður en t.d.
togaraútgerð.
GLEÐILEG JÓL!
Farsælt komandi ár!
Þökkum starfsfólki öllu á sjó og landi,
Grindvíkingum, svo og öörum
viöskiptavinum liðnaárið.
Utgerðarfélagið ÞORBJÖRN hf.
Grindavik
FAXI - 195