Faxi - 01.12.1980, Blaðsíða 72
flutti Sigvaldi til Grindavíkur
haustið 1929.
Góð og mikil húsakynni
voru í Garöhúsum, enda
margt í heimili að jafnaði. Þó
mun nú hafa þrengst mjög
um húsrými er 7 manna fjöl-
skylda flutti inn á heimilið,
sem þurfti auk fjölskylduhús-
næðis sérstofur fyrir læknis-
þjónustuna.
Báðir voru þeir Einar í
Garðhúsum og Sigvaldi
Kaldalóns örir í lund og skap-
ríkir nokkuð. Aldrei heyrðist
þó annað en báðir nytu
fyllsta olnbogarýmis í sam-
búðinni, enda báðir kvæntir
öðlingskonum, sem skyldu
vel sitt hlutverk og kunnu að
stjórna fjölmennu heimili
með aga og tillitssemi.
Samtímis var hafin bygg-
ing hins nýja læknisseturs og
safna til þess fjár meðal
hreppsbúa. Gekk hvort
tveggja með ágætum.
Hið nýja hús var byggt úr
timbri og járnklætt, tvær
hæðir með kjallara, vandað
að frágangi, gott íbúðarhús-
næði með lækningastofu og
lyfjageymslu. Læknishjónin
sköpuðu þarna brátt glæsi-
legt heimili þar sem fór
saman hagsýni húsmóður-
innar og næm listhneigð
húsbóndans.
Líklegt er , sé miðað við
störf og aðstöðu héraðs-
lækna í strjálbýli á þessu
tímabili, að Sigvaldi hafi hér
starfað við hagkvæmar að-
stæður og unað sér vel þann
tíma er hann átti heima í
Grindavík.
Vetrarvertíðin var oft anna-
söm í Grindavík. Þá fjölgaði
íbúunum verulega og var oft
kvillasamt. Við erfiða vinnu
við sjóinn, vökur og vosbúð,
hætti sjómönnum mjög til að
fá slæm fingurmein, sem oft
var erfitt að fást við og því
voru menn oft handlama og
frá vinnu lengri eða skemmri
tíma.
Reyndust nú viðbrigðin
mikil, að hafa lækni á staðn-
um, sem gott var að leita til.
Sigvaldi naut trausts Grind-
víkinga sem læknir. Sjúkl-
inga sína annaðist hann af
mikilli umhyggju og væri um
meiri háttar sjúkdómstilfelli
að ræða var hann ekki í rónni
fyrr en sjúklingurinn var
kominn í sjúkrahús þar sem
hann gat notið fyllstu læknis-
hjálpar og hjúkrunar. Vegna
kynna og reynslu af lækni
sínum, Sigvalda Kaldalóns,
undu Grindvíkingar því illa
að fá ekki lækni er Sigvaldi
varð að láta af störfum vegna
heilsuleysis, en nú hafði
rýmkast um húsnæði hjá
Keflvíkingum og hafa hér-
aðslæknar Keflavíkurlæknis-
héraðs setið þar síðan.
Heimili þeirra læknishjón-
anna í Grindavík var mikið
menningarheimili. Sigvaldi
átti mjög vandað útvarps-
tæki er vinir hans vestra
höfðu gefið honum. Væri
hann ekki að sinna skyldu-
störfum var hann oftast að
finna við hljóðfæri sitt eða
útvarpstækið, þar sem hann
hlustaði á sígilda tónlist, út-
lenda eða innlenda. Hann var
óþreytandi að útskýra og fá
aðra til að skilja og njóta þess
besta, sem hann þekkti í
heimi tónanna. Ævisögur
höfundanna voru rifjaðar
upp, maður skyldi vita deili á
lifskjörum þeirra sem gáfu
sia í verkum sínum.
1 Grindavík samdi Kalda-
lóns mörg sönglög. Mig
grunar að innst inni hafi
Kaldalóns kveinkað sér ör-
lítið undan tómlætislegum
umsögnum sumra gagnrýn-
enda um sönglög hans. En
þjóðin unni og söng lögin
hans og hann vissi, að í
þjóðarsálinni myndi lifa hinn
varanlegi dómur um söng-
lög hans þegar skvaldur nú-
tímans væri þagnað.
Sigvaldi Kaldalóns lét
almenn félagsmál allmikið til
sín taka og vildi vekja
menningarblæ í vitund
fólksins í mannlegu samfél-
agi.
Kvenfélag Grindavíkur
vígði samkomuhús sitt,
Kvenfélagshúsið eins og það
var nefnt, árið 1930. Hið nýja
hús lyfti undir margskonar
menningarstarafsemi. Mörg
leikrit voru æfð og leikin.
Studdi Kaldalóns þessa
starfsemi á margan háttæfði
sönglög með leikurum og lék
undir á leiksýningum.
Margir ágætir gestir áttu
leið til Grindavíkur á þessum
árum fyrir atbeina Kven-
félagsins. Veit ég að Kalda-
lóns greiddi mjög fyrir því, að
Synir Margrótar og Sigvalda Kaldalóns. Standandi: Eggert (t.v.) og Snæ-
björn, en viö boröiö sitja Guömundur og Sigvaldi (t.h.)
söngvarar, fyrirlesarar og
fræðimenn létu til sín heyra í
hinu nýja samkomuhúsi.
Nokkrum sinnum efndu
þeir bræður Kaldalóns og
Eggert til söngskemmtana í
samkomuhúsinu og er
Eggert taldi mál að kveðja
sönggyðjuna og hætta að
syngja opinberlega héldu
þeir kveðjuhljómleika þar,
þá hygg ég að harpa þeirra
bræðra hafi hljómað tærast.
Báðir voru þeirbræðurvið-
kvæmir, næmir fyrir utanað-
komandi áhrifum, áttu báðir í
sálu sinni dýrlega strengi,
sem hljómuðu yndislega á
góðri stundu. Ég hygg, að
enginn sem þarna var gleymi
nokkurn tíma þessu kveðju-
kvöldi.
Um mörg ár var Kaldalóns
æðstitemplar í Góðtemplara-
reglunni í Grindavík. Veitti"
hann þar ágæta fræðslu um
skaðsemi áfengis. Hann fékk
marga vini sína úr Reykjavík
til kvöldfundar í stúkunni.
Minnisstæðastir þeirra
manna eru mér Pétur
Sigurðsson erindreki og
Friðrik Ásmundsson Brekk-
an rithöfundur, fluttu báðir
snjöll og fræðandi erindi.
Mjög var jafnan gestkvæmt
á heimili þeirra hjóna Mar-
grétar og Sigvalda. Þau voru
elskulegir veitendur, háir
sem lágir nutu sömu hlýju og
gestrisni.
Af þjóðkunnum mönnum,
sem oft komu á heimili
læknishjónanna eru mér
einna m i n n isstæðasti r
Ríkharður Jónsson mynd-
skeri, Ragnar Ásgeirs-
son garðyrkjuráðunautur og
Sr. Bjarni Jónsson dóm-
kirkjuprestur. Allir voru
þessir menn miklir vinir
þeirra hjóna. Gunnlaugur
Scheving listmálari dvaldi oft
hjá Kaldalóns, þá urðu til
sumar hinar stórbrotnu sjáv-
armyndir Gunnlaugs.
Sumarið 1945 veiktist
Kaldalóns skýndilega, fékk
heilablæðingu. Hann
lamaðist mikið og átti örðugt
um mál. Við ágæta hjúkrun
konu sinnar, komst hann
aftur til nokkurrar heilsu.
Ég gleymi því aldrei, er
Sigvaldi komst á fætur og var
studdur inn í herbergið, sem
hann vann jafnan í að tón-
smíðum sínum, augun
hvörfluðu að flygelinu og hjá
því settist hann, fingurnir
léku ekki lengur um nótna-
borðið - höfug tár hrundu
niður vangann. Starfsdeg-
inum var lokiö.
Sigvaldi Kaldalóns unni
heitt æskustöðvum sínum í
Reykjavík og að loknum
Framh. á bls. 197
FAXI - 236