Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1981, Síða 4

Faxi - 01.10.1981, Síða 4
hvor um sig möguleika á 24 tal- rásum, og var álitið að þeir mundu anna símaumferð til út- landa um ófyrirsjánalegan tíma. Þegar strengirnir voru teknir í notkun á árunum 1962 og 1963 varð mikil aukning á símaum- ferð einkum til Evrópu, og þótti Ijóst upp úr 1970, að Scotice mundi fullnýtast innan fárra ára. Eftir umfangsmikla könnun á því hvaða leið vaeri hagkvæmust til að mæta þeirri aukningu á símaumferð, sem hafði orðið á nær því hverju ári síðan 1962, ákvað þáverandi samgönguráð- herra, árið 1976, að gengið skyldi til nýrra samninga við Mikla norræna ritsímafélagið meö það fyrir augum að byggö yrfti jarðstöö á íslandi og gervi- hnettir teknir i notkun fyrir sam- bönd milli íslands og annarra landa. Nýr samningur var síðan undirritaður18. marz 1977. Sam- kvæmt samningnum byggja rík- isstjórnin og Mikla norræna rit- símafélagiö jarðstöö á (slandi og á íslenska ríkiö meiri hluta í stöðinni. Var þegar í stað hafist NÝKOMIÐ GÓLF- PARKET Hagstœtt verð. JÁRN & SKIP Sími 1505 - 2616 handa um undirbúning fyrir jarðstöðina og verkið viö hana boðið út á alþjóðavettvangi. Sjö fyrirtæki buðu í verkið og var samið við lægstbjóðanda, bandarískt fyrirtæki. Við opnun jarðstöðvarinnar voru teknar i notkun 10 talrásir við Frankfurt i V-Þýskalandi og varsímnotend- um um leið gefinn kostur á að velja sjálfir númer í flestum lönd- um Evrópu. ( þessu skyni hafði samhliða jarðstöðinni verið byggð sjálfvirk utanlandsmið- stöð. Nú ári seinna eru 35 talrásir tengdar um jarðstöðina til ann- arra jarðstöðva til viðbótar þeim línum sem eru í Scotice og lce- can. Vegna mjög aukins fjölda samtala, einkum til Norður- landa, er fyrirsjáanlegt að enn þurfi að fjölga talrásum á næst- unni. Einn af kostum jarðstöðv- arinnar er, aö hægt er að fjölga rásum nær ótakmarkað með til- tölulega litlum viðbótum í tækja- búnaöi. Jarðstöðin Skyggnir notar gervitungl alþjóðasamtaka, sem kallast Intelsat, en (sland hefur verið aðili í samtökunum síðan 1973. Tunglin eru i tæpl. 36000 km hæð yfir miðbaug og starfa sem endurvarpsstöðvar. Til þess að geta tekið á móti sendingum gervitunglanna yfir órafjarlægð- ir, er nauðsynlegt að loftnet jarðstöðvarinnar hafi stórt flat- armál. Loftnet Skyggnis er32 m í þvermál og vegur yfir 250 tonn. Skyggnir hefur útbúnað til að senda sjónvarpsmyndir upp í gervitungl og taka við myndum þaðan, sem koma frá öðrum jarðstöðvum. Tek að mér almenna gröfuvinnu Hef til leigu M.F. 70. - Uppl. í síma 1423. Jóhann Sigvaldason, Nónvöröu 11, Keflavík íbúar Gerðahrepps Þeir sem flutt hafa í Gerðahrepp á þessu ári, eða eftir 1. desember 1980 eru hvattir til að tilkynna aösetursskipti nú þegar á skrifstofu Gerðahrepps. Húsráðendur eru ábyrgir fyrir tilkynninga- skyldu þeirra sem brott hafa fluttst. Sveitarstjóri Útgerðarmenn - Skipstjórar FYRIRLIGGJANDI; Ábót Færaefni Bryggjubönd Tóg, frá 20-26 mm Baujur Bujuluktir Bambus Línusteinar Goggar Stingir Hakar Blakkir Lásar Kósir LÍTIÐ VIÐ í JÁRN & SKIP KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Simi 1505 FAXI - 124

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.