Faxi - 01.10.1981, Qupperneq 7
Viðburðarík ævi
Sigríður Jóna Þorbergsdóttir rifjar upp það
helsta er fyrir hana bar á langri ævi.
Þegar landnámsmenn helguðu sér land til eignar og ábúðar á
íslandi, voru nokkur grundvallaratriði höfð i huga meðan enn
var hægt að velja sér aðsetur, ef átrúnaður var þá ekki látinn
ráða.
Margir landnámsmanna voru vikingar, eða þekktu vel til
ránsferða og ofbeldis, sem virðist þá hafa verið virtur tíðar-
andi, a.m.k. i þessum heimshluta. Þeir höfðu margir sjálfir
orðið fyrir yfirgangi og aðför sér sterkari foringja og vildu
sjálfsagt búa við tryggari og frjálsari lifshætti. Vafalaust hefur
þvi þótt mikilvægt að hugsanlegir óvinir eða ránsmenn ættu
ekki greiða aðför að híbýlum manna. Þó kann fæóuöflunar-
möguleiki að hafa verið ifyrirrúmi. Ætla má að landfegurð hafi
lika átt nokkurn þátt i vali á bæjarstæði, - þvíað mörg voru þau
valin af mikilli smekkvisi og áugljósri tilfínningu fyrir fegurð
og hagkvæmni.
Sléttuhreppur eða Aðalvíkin bjuggu yfir mörgum þeim
eiginleikum, er gerðu staðinn fýsilegan til landnáms. Sjófang
auðfengið upp við landsteina og fiskur í vötnum, beitarland
allgott fyrir bústofn og erfitt fyrir ofbeldismenn að koma að
búendum óviðbúnum. Sumarfegurð mikil, sem ásamt öðru vó
upp á móti löngum og stundum hörðum vetri. Enda varþarna
blómleg byggð fram undir miðja þessa öld. Árferði var þar
misjafnt eins og alls staðar annars staðar á íslandi, en jafnan
komst fólk vel af. Það hafði langa reynslu i að nýta það sem þvi
gafst úr sjó og af landsins gæðum. Það undi vel við sitt. Notaði
timann vel til hagnýtra starfa og frístundir til heimanáms og
skemmtana eftir föngum. Lífsbaráttan var þvi strangur skóli.
Egg og fugl - nýmeti úr þjarginu, kostaði stundum blóðfórn
og löng gat biðin orðið eftir fyrirvinnunni, sem lagt hafði út i
skammdegissortann á litlu fleyi, knúnu áfram afhandafli fárra
manna. Við þessar aðstæður þróaðist þolgæði, skapfesta og
manndómur, enda hefur margt ágætra íslendinga átt rætur i
þessum jarðvegi.
Siðari heimsstyrjöldin olli viða aldahvörfum. Aðalvikin fór
ekki varhluta af vá þeirrar vopnahriðar. Þessi fagra byggð
gjöreyddist. Fólkiö dreifðist i allar áttir. Margt ágætra Sléttu-
hreppinga flutti hingað á Suðurnesin og settist hér að. Þegar
rætt er við þá um yfirgefna heimabyggð þeirra finnur maður
ylinn frá hugskoti þeirra og söknuð i minningunni um frjáls-
ræði og fegurð æskustöðvanna. Til fyrirmyndar er tryggð
þeirra við héraöið og þau mannvirki sem enn standa, og voru
þeim helg, s.s. kirkjan, sem þeir hafa endurbyggt og lag-
fært.
Eitt aldamótabarnið sem enn lifir, Sigriður Jóna Þorbergs-
dóttir, hefur átt mjög viðburðaríka ævi. Hún er stálminnug og
segir vel frá. Það má segja að i frásögn hennar tengist fornöld
nútiðinni. Dóttir hennar, Ásta Ólafsdóttir, sem hingað fluttist,
en býr nú í Reykjavík, hefur skráð frásögnina eftir móður
sinni. . _
hressum okkur á einhvern hátt.
Margt stendur til boöa.
Körfuboltavertíöin er hafin.
Valur hefur tapað fyrsta leikn-
um fyrir Njarðvík, og Keflavík á
að leika við Hauka 10. okt. Nóg
verður að gera, bæði við æfing-
ar og að horfa á skemmtilega
leiki, bæði í Njarðvíkurljóna-
gryfjunni og í Keflavík. Þetta
tækifæri viljum viö nota til að
hvetja fólk til að horfa á leiki
unga fólksins, því þar má sjá
margt sem gleöur augað.
Handboltavertíöin er líka haf-
in. Keflvíkingar æfa nú stíft undir
stjórn Gunnlaugs Hjálmarsson-
ar. Hann stefnir örugglega á 2.
deild ef ég þekki hann rétt. Og
ekki skortir efnin hér í bæ.
Skíðafélag er nýstofnað og í
vetur verður tekin í notkun þjón-
ustumiðstöö í Bláfjöllum. Ekki er
að efa að þangað eiga margir
eftir að sækja. Og þá má nefna
badminton, júdó, borðtennis,
sund o.m.fl.
Mætið öll hress, verið þið
bless.
H.H.
Fyrstu minningar
Eg heiti Sigríður Jóna Þor-
bergsdóttir og er fædd 2. des.
1899. Fyrstu minningar mínar
eru úr Efri-Miðvík í Sléttuhreppi,
en þar er ég fædd og uppalin.
Gamli bærinn var torfbær með
timburgafli og 6 rúðu glugga.
Þrjú rúm voru öðrum megin en
tvö hinum megin. Kamína var á
miðju gólfi rétt innan við hler-
ann sem var yfir stigaopinu.
Baðstofan var portbyggð, glugg-
ar í báðum göflum, niðri var svo
stofa og búr og svolítill gangur
þar sem stiginn lá upp. Hurðin
fram í bæjardyrnar var lokuð
meö dragsteini. í bæjardyrum
voru dyr beggja megin, öðrum
megin inn í hlööuna og hinum
megin inn i eldhúsið (hlóðaeld-
hús) og fjósiö. Síöan var stór
hurð sem lá út, þarna gengu allir
um, fólkið og kýrnar, sem voru
oft þrjár og oftast kálfur líka. Það
var vel hlýtt í baðstofunni og ég
man ekki eftir mér áður en kam-
ínan kom. Á morgnana var gefið
heitt mjólkurbland og líklega
brauð með, en grautur um tíu-
leytið og kaffisopi um hádegið.
Kl. þrú var soöinn fiskur, á
kvöldin var svo grautur og súr-
meti. Ég man þetta ekki nógu
vel. Síðar var breytt um matar-
tíma, soöinn matur kl. tólf og
kaffi kl. þrjú á daginn og mun ég
þá hafa verið 10 ára. Á kvöldin
var súrsaöur matur og grautur,
sem oftast var hafragrautur.
Fornir heimilishættir
í bæjardyrunum var kvörnin
og þar var malað bankabygg í
grauta og lummur. Þetta var nú
samt alveg að leggjast niður um
það leyti sem ég byrja að muna
eftir mér. Eldri bræður mínir
voru látnir mala. Brauðin voru
bökuð í hlóðunum. Rúgdeigiö
var hnoöað og látið á plötu sem
látin var yfir eldinn og síðan var
potti hvolft yfir. Glóð og moði
var raöað í kring og bætt á, á
meöan fólk var vakandi. Morg-
uninn eftir var brauðið bakað.
Stundum fengum við heitt brauö
á morgnana meö smjöri, þegar
það var til, annars floti (lýsis-
bræöingur). Við fengum alltaf
nóg að borða, þó margt væri í
heimili, bæði börn og vinnuhjú.
Á hlóðunum voru líka bakaðar
lummur úr möluðu bankabyggi.
Plata var lögð yfir glóöina og
bakað á henni. Á sama hátt voru
bakaðar sumardagskökur sem
hnoðaðar voru úr bankabyggi.
Þær voru helst bakaðar fyrir
sumardaginn fyrsta og gamlárs-
dag og notaðar i skammtinn,
ásamt hangikjöti og harðfiski.
Þessi matarskömmtun var að
leggjast niður um þaö leyti sem
ég man eftir mér. Flatkökur úr
rúgmjöli voru bakaðar á sama
hátt og lummur, og voru borð-
aðar daglega.
Slgriður Jóna Þorbjörnsdóttlr
Pabbi las alltaf húslestur á
sunnudögum og hátíðisdögum
og á föstunni, og voru passíu-
sálmar sungnir á eftir. Annars
var oft farið til kirkju á hátíðum,
sérstaklega pabbi, en hann var
meðhjálpari í nokkur ár. Á jólun-
um var góður matur og mjög há-
tíðlegt. Kerti voru heimatilbúin
fyrstu árin sem ég man eftir mér
og var okkur gefið sitt kertið
hvoru. Það varvakaðallanóttina
ef hægt var, en ég var alltaf ónýt
að vaka á kvöldin. Oftast var spil-
að á spil, púkk og fleira.
Ég lærði að lesa í Nýja testa-
mentinu, því ekkert var til staf-
rófskver. Foreldrar mínir
kenndu mér aö lesa og einnig að
draga til stafs. Ég var að verða
ellefu ára þegar ég fór í skóla að
Hesteyri. Ég var hjá Guðjóni
Kristjánssyni og Kristínu Arn-
órsdóttur á Langavelli. Þau áttu
sína dótturina hvort (voru bæði
ekkjufólk). Pálína G., árinu eldri
en ég (nú nýlátin), og Fríða Sig-
urðardóttir, árinu yngri en ég,
kennari og nú til heimilis að Há-
túni 10. Við fylgdumst allar í
skólann og voru öll börnin á
sama tíma. Kristín Runólfsdóttir
var þá kennari á Hesteyri og var
góður kennari.
Kennsla hófst fyrst á Hesteyri
1884, en 1904 var nýbyggt þing-
hús hreþþsins tekið til skóla-
halds þar. 1899 var reistur nýr
skóli á Látrum, sem bændur
reistu af miklum myndarskap og
gáfu síðan hreppnum. Föður-
bróðir minn, Pálmi Jónsson
bóndi í Rekavík, gaf alla máttar-
viði í skólann og allir sem gátu
gáfu bæði efni og vinnu. Eftir
það var kennsla á Látrum og
Hesteyri meðan byggð hélst í
hreþpnum. Farkennsla var á
Ströndum og Sæbóli, en mikið
var um að börnum væri komið
fyrir nálægt þessum tveim skól-
um yfirveturinn. 1933varbyggð-
ur nýr skóli á Sæbóli.
Ég var svo í skóla á Látrum
næstu tvo vetur, en þá lauk
skólagöngu minni en við tók
fullnaðarpróf fjórtán ára. Þarvar
ég hjá Jóni Hjálmarssyni og
Karitas Guðnadóttur, og elsta
dóttir þeirra var árinu yngri en
ég og fylgdumst við í skólann.
FAXI - 127