Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1981, Blaðsíða 8

Faxi - 01.10.1981, Blaðsíða 8
Yngsti sonur þeirra (þá ófædd- ur) er nú tengdasonur minn og dvel ég nú á heimili hans og Astu dóttur minnar. Á Látrum kenndi mér Jóna Sigurjónsdóttir og héldum við mikið upp á hana og virtum hana mikils. Hún hafði oft skemmtanir í skólanum á laug- ardagskvöldum og vorum við þá látin leika og syngja öðrum til skemmtunar. Man ég sérstak- lega eftir því að við lékum ,,Ólaf- ur liljurós" og var ég látin leika huldukonuna. Mér fannst alltaf gaman í skólanum og langaði mikið til að læra meira. Milli Mið- víkur og Hesteyrar er yfir fjall að fara og nærri tveggja tíma gangur, en milli Látraog Miðvík- ur var tæplega klukkustundar gangur og ekki fjallvegur, en tvö vatnsföll sem oft voru erfið yfir- ferðar. Ég fór því oftar heim þegar ég var á Látrum en þegar ég var á Hesteyri. Á heimili okkar í Miövík var oftast lesið upphátt á kvöldin og gerðu það pabbi og eldri bræð- ur mínir, en ég er fjórða í röð- inni af alsystkinunum. Kvenfólk- ið spann og prjónaði og bræður mínir voru látnir kemba ullina en heldur voru þeir latir við það. Þeir sinntu öllum gegningum með pabba en mamma og vinnu- konur hennar mjólkuöu ætíð. Oft voru kveönar rímur líka og var það oftast pabbi. Eftir fermingu fengum við að fara á böll til Látra, sem voru haldin fjórum til fimm sinnum á vetri. Spilari var Guðmundur Halldórsson úr Neðri-Miðvík, frændi minn. Hann spilaði á ein- falda harmóniku og okkur fannst það góð músík. Oft var dansað fram á morgun, en það fór eftir sjávarföllum, því ósarnir sem viö urðum aö vaöa yfir til aö komast til Miðvíkur, voru helst færir á fjöru. Á sumrin fórum við í útreiðartúra inn að Hesteyri og þótti okkur það mjög gaman. Við fórum þá oft mörg saman. Við vorum látin hjálpa til á heimili strax og viö vorum fær um. Það var alltaf fært frá og það kom í minn hlut eins og annarra að smala, og seinna aö mjólka Prestsetrlb Staöur i Aöalvik og kirkjan nær fjallinu. Snjór liggur lengi á jöröu á þessum slóöum. kindurnar í kvíunum. Sennilega hef ég byrjað að mjólka kindur ellefu til tólf ára. Ef vantaði af kvi- ánum var ég stundum látin leita. Við fylgdumst vel með fénu um sauðburðinn og var þá oft mikið að gera. Við smöluðum fénu þegar markað var og svo þegar fært var frá, og þegar ullin var tekin af. Við rákum svo lömbin á fjall eftir að þau voru búin að vera inni í nokkra daga. Við rákum þau norður í Fljót, sem var þriggja til fjögurra stunda gangur aðra leiðina. Við fórum fyrir Mann-fjall og gengum síð- an fram í Bjarnadal og þar upp á Háu-heiði. Við gengum á heima- gerðum skinnskóm, annað þekktist ekki. Ég man eftir einni slíkri ferð og vorum við þá þrjú systkinin, ég líklega fjórtán ára, Valdi átta ára og Sölvi nítján ára. Á heimleiðinni rann Valdi ofan af Teignum, sem var mjög sér- kennilegur sandbakki ofan við Stakkadalsósinn (sem var annar þeirra vatnsfalla sem alltaf varð að vaða yfir til aö komast til Mið- víkur frá Látrum), og flaut hann þarna á ósnum, en fötin héldu honum uppi. Þá var Sölvi fljótur að bjarga bróður sínum, en ósinn var hættulega djúpur þegar illa stóð á sjó. Við vorum oft þreytt og svöng orðin í svona ferðum, sem tóku kannski sjö klukkustundir, og alltaf gang- andi. Þetta voru allt vegleysur yfir að fara. Það var farið á grasafjall eftir þörfum, oftast karlmennirnir. Það var ekki mikið um fjallagrös, en alltaf nóg til heimilisnota. Ég fór nokkrum sinnum til grasa með mömmu og fleirum. Við fórum líka alltaf til berja á haust- in, en í Miðvík var mikið af berjum. Okkur þótti nú alltaf heldur lítiö koma til krækiberj- anna, en vildum helst aöal- bláber. Þau voru notuð í grauta og saft. Þeir voru taldir af Eitt atvik frá bernsku minni er mér sérlega minnisstætt og vil ég geta þess hér. Ég mun hafa verið fimm til sex ára. Ég vakn- aði síöla nætur við það að pabbi var að hita sér kaffi á olíuvél og var að búa sig í sjóferð og Óli hálfbróðir minn einnig, en hann var þá fullorðinn maður. Friðrik, bróöir mömmu, sem var giftur Þórunni hálfsystur minni (og því bæði mágur og tengdasonur pabba) var líka á bátnum. Á Látr- um (en þaöan var róiö) bættust við þrír menn. Þeir voru sex á bátnum. Þetta var um hávetur, en ætíð var róið ef gaf á sjó. Geta má þess, að aldrei var til siðs að hafa nesti í sjóferöir og má nærri geta hvernig menn voru settir, svangir og þyrstir, ef eitthvað brá út af. Um miöjan dag var skollin á blindhríð og norðan hvassviðri. Þeir komu ekki heim um kvöldið og í viku fréttist ekk- ert af þeim. Þetta voru langir og dimmir dagar, og þeir voru taldir af. Á áttunda degi, en þá var veðrið orðið gott, sáum við sex menn koma gangandi niður Stóru-Brekku. Þeir leiddust allir svo við gætum talið þá. Þarna voru þeir allir komnir heilir á húfi. Þeim hafði tekist að hleypa vestur yfir Djúp undan veðrinu og komust að landi í Bolungar- vík. Bátnum hvolfdi í lending- unni, enda mikið brim, og lentu þeir sumir undir bátnum. En margir voru til að taka á móti þeim og bjarga þeim á land. Friðrik varö verst úti, fannst meðvitundarlaus í næstu vör. Báturinn brotnaði og eyðilagð- ist. Pabbi fór um nóttina inn á (safjörð gangandi við annan mann, til að sækja lækni til Frið- riks. Pabbi var tæplega meðal- maður og grannur, en hörku- duglegur og fylginn sér eins og sést á þessu. Nærri má geta hvort hann hefur ekki verið orð- inn þrekaður eftir þennan erfiöa og hættulega róður, en samt fór hann strax til að sækja lækninn. Þeim gaf ekki norður yfir Djúpið fyrr en eftir viku, en þá var þeim lánaður bátur svo þeir kæmust að Sléttu, en þaðan komu þeir gangandi. Það voru þvi miklir gleðifundir þegar þeir birtust svona óvænt, enda er þetta mér alveg ógleymanlegt. Heimilisfólk Rétt er, áðuren lengraer hald- ið, að kynna aðeins heimilisfólk- ið sem var á æskuheimili mínu. Við vorum mörg í heimili. Pabbi var tvígiftur. Hann hét Þorbergur Jónsson, f. 19. apríl 1858, d. 9. jan. 1934. Fyrri kona hans var Margrét Þorsteinsdóttir, f. 7. maí 1862, d. 7. júlí 1889. Þeirra börn voru: Þórunn María (1884) og Óli (1885). Óli var kennara- menntaður. Hann dó ungur, fórst af vélbáti 1914. Þórunnlifði til hárrar elli. Seinni kona föður mins var Oddný Finnbogadóttir, f. 15. maí 1874, d. 14. sept. 1938. Þau áttu saman 10 börn sem öll urðu fullorðin. Elstur þeirra Finnbjörn (1893), síðan Sölvi (1895), þá Margrét (1896), næst ég, Sigríður (1899), síðan Þor- bergur (1902), Petólína Oddný (1905), Valdimar (1906), Guð- munda María (1908), Finnbogi (1912), og yngstur Óli Pálmi Halldór (1916). Hann var látinn heita eftir hálfbróður okkar, sem þá var dáinn. Fyrst þegar ég man eftir mér var vinnufólk á heimilinu. Það voru hjón sem voru í hús- mennsku. Þau bjuggu ádyralofti frammi. Þau hétu Geirmundur Guðmundsson og Sigurlína Friðriksdóttir. Þau fóru samt fljótlega, enda munu bræður Taökvörn. Búrekstrartæki sem fáir núlifandí Suöurnesjamenn hafa augum litiö. mínir hafa verið orðnirþaðstórir að þeir gátu hjálpað við búskap- inn. Móðir mín átti saumavél og einnig litla hringprjónavél, og lærði ég fljótlega að nota þessar vélar. Ég prjónaði og saumaði á yngri systkini mín þegarég hafði aldur til, enda hafði móðir mín alltaf mikið að gera eins og skilj- anlegt var. Allur fatnaður var unninn heima. Pabbi átti vefstól og óf alltaf að vetrinum þegar ekki var hægt að róa eða sinna öðrum útiverkum. Um það leyti sem ég var um fermingu var þó hætt að vefa. Þá fengust keypt efni í fatnað og þá lagðist þessi heimavefnaður niður. Heimilis- líf var alltaf mjög gott. Okkur systkinunum kom vel saman og samband okkar við foreldra okkar var ætíð gott og hélst það meðan við lifðum öll. Ýmis konar vinnubrögð Húsdýraáburður var notaður eingöngu á tún. ( fjárhúsi voru grindur. Þær voru teknar upp oftar en einu sinni aö vetrinum og mokað út á hauginn. Hestar voru líka hafðir inni og svo auð- vitað kýrnar. Taðið var dregið á sleðum á túnið meðan snjór var á og svo var því dreift yfir á vorin þegar snjó tók upp. Fyrst þegar ég man eftir var klárbreitt. Tað- inu var rakað af með klárum og smækkað með kepp. Túnið var hreint um leið. Síðast var tað- hrúgunum sem rakað var saman brennt. Pabbi vildi láta reykinn af þeim leggja yfir túnið og var það taliö til bóta. Seinna smíð- aöi pabbi taövél (taðkvörn) og eftir það möluðum við taðið og jusum því yfir úr trogum. Eftir nokkurn tíma var þaö rakað af og brennt eins og áður. Þetta var léttara og taðið gekk betur niður í grassvörðinn. Kvenfólkið vann á túninu, en karlmennirnir voru í verinu um það leyti árs. Vorver- tíð byrjaði á páskum. Eftir að búið var að vinna á, hófst mó- FAXI - 128

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.